12. fundur lista- og menningarnefndar
12. fundur lista- og menningarnefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 6. desember 2007 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00
Mætt:Andrés Rúnar Ingason, formaður, V-lista (V)Sigrún Jónsdóttir, nefndarmaður B-lista (B)Már Ingólfur Másson, nefndarmaður S-lista (S)Kjartan Björnsson, nefndarmaður D-lista (D)Þórir Erlingsson, nefndarmaður D-lista (D)Andrés Sigurvinsson, verkefnisstjóri íþrótta-, forvarna- og menningarmála
Samþykk samhljóða að taka inn með afbrigðum mál 0710106.
Margrét I. Ásgeirsdóttir forstöðumaður Bæjar- og héraðsbókasafnsins á Selfossi og formaður stýrihóps um drög að menningarstefnu fyrir Sveitarfélagið Árborg mætti á fundinn undir lið 5, 6, og 7.
Andrés Sigurvinsson, verkefnisstjóri ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. 0710106 - Gerð þjónustusamnings við Markaðsstofu Suðurlands ehf.
LMÁ ræddi erindið og finnst hugmyndin spennandi og áhugaverð. Styður framkomna hugmynd og ósk atvinnuþróunarnefndar að halda fund með hlutaðeigendum þann 20. desember nk.
2. 0707135 - Tjald fyrir útiskemmtanir
LMÁ felur verkefnisstjóra að safna saman verðtilboðum sem enn eru í vinnslu og leggja fram tillögur um kaup á tjaldi fyrir útiskemmtanir í samræmi við þær umræður og hugmyndir sem ræddar hafa verið.
3. 0712005 - Ártöl í Sveitarfélaginu Árborg
LMÁ fagnar skemmtilegri hugmynd og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs þar sem fyrisjáanlegt er að framkvæmd á henni útheimtir einhverja fjármuni.
4. 0708032 - Menningarstyrkir - seinni úthlutun 2007
Alls bárust 12 umsóknir að þessu sinn að upphæð 4.147.500 kr. Til úthlutunar voru kr. 1.000.000. Eftirtaldir aðilar fengu styrk til menningarstarfsemi:
Gunnar Sigurgeirsson kr. 250.000 vegna undirbúnings og vinnu að og uppsetningu á ljósmyndasýningum ( Flóð í Ölfusá og Löggur og ljósmyndir ) sem sýndar verða á Vor í Árborg 2008 í tilefni af 10 ára afmæli Sveitarfélagsins Árborgar.
Jórukórinn kr. 100.000 vegna fyrirhugaðra vortónleika.
Harmonikkufélag Selfoss kr. 90.000 vegna starfseminnar næsta ár.
Leikfélag Selfoss 300 þúsund krónur vegna starfseminnar næsta ár, sem er 50 ára afmælisár félagsins.
Sigfús Ólafsson vegna útgáfu kennslubókar í hljómborðsleik kr. 60.00.
Hörpukórinn vegna starfsemi komandi árs kr. 100.000.
Söngsveit Langjökuls kr. 100.000 vegna kynningar á starfi sínu og þátttöku í Vor í Árborg 2008.
Erindi til kynningar:5. 0708079 - Stýrihópur um drög að menningarstefnu fyrir Sveitarfélagið Árborg
Margrét Ásgeirsdóttir, formaður stýrihópsins gerði grein fyrir stöðu mála og sagði að mikið og gott starf hefði verið unnið innan hópsins og verið væri að leggja hönd á síðustu úrvinnsluatriðin og greinagerðir. Drög að menningarstefnu fyrir Sveitarfélagið Árborg muni liggja fyrir nefndinni tilbúið til umfjöllunar og afgreiðslu í janúar nk.og hefur nefndin ekkert við það að athuga. Áætlaður er kynnigarfundur áður fyrir almenning á drögunum í byrjun janúar. LMÁ þakkaði formanni greinagóð svör og upplýsingar og hvetur íbúa sveitarfélagsins til að fjölmenna á fyrirhugaðan fund þegar þar að kemur.
6. 0711156 - Staða bókasafns- og upplýsingafræðings hjá Bæjar- og héraðsbókasafninu á Selfossi
Ákveðið var í fjárhagsáætlun 2008 að auka við stöðugildi Bókasafns- og upplýsingafræðings um 50%, en bókasafnsstjórn hefur undanfarin ár ítrekað mikilvægi þess. Meðal helstu verkefna er frumskráning og tengingar Eiríkssafns í Gegni, landskerfi bókasafna. Tvær umsóknir bárust og munu starfsmannastjóri og forstöðumaður bókasafns fara yfir þær og ganga frá ráðningu núna í desember. LMÁ fagnar þessari ákvörðun til aukinnar þjónustu við íbúa Sveitarfélagsins Árborgar.
7. 0712010 - Samningur um bókasafnskerfið Gegnir
LMÁ þakkar upplýsingarnar. M.Á. yfirgaf fundinn að loknu erindi.
8. 0711122 - Styrkumsóknir til Menningarráðs Suðurlands
Menningarráð úthlutaði á dögunum 21.7 milljón króna til 55 umsóknaraðila á Suðurlandi. Bæjar- og héraðsbókasafnið á Selfossi fékk 150.000 kr. Styrkurinn er veittur til verkefnisins: Selfoss og Ölfusárbrú, saga og svipmyndir í 100 ár.
Í maí s.l. fékk Bæjar- og héraðsbókasafnið á Selfossi einnig styrk að upphæð 75.000 kr. frá Þjóðhátíðarsjóði til verksins. Nú verður hafist handa við verkefnið sem felur í sér lagfæringu á hljóði og mynd svo og á kápu og yfirfærslu af VHS yfir á DVD form á myndunum tveimur um Selfoss og Ölfusárbrú frá 1991. Þær myndir eru ekki lengur hæfar til skoðunar og sýninga og mikil þörf á að koma þeim yfir á það form sem nútíminn krefst og um leið að varðveita þetta mikla sögulega efni. Verkefninu á að vera lokið í mars 2008. Marteinn Sigurgeirsson hefur tekið verkið að sér en hann sá um að gera myndirnar árið 1991 að frumkvæði Selfossbæjar.
Umsóknum Sveitarfélagsins Árborgar um styrki, að undirbúningsvinnu að minjastofu og að stofnun Seturs Páls Ísólfssonar, tónskálds á Stokkseyri svo og að undirbúningsvinnu að stofnun Skólasöguseturs á Eyrarbakka í samstarfi við KHÍ og KÍ var báðum hafnað.
LMÁ þakkar það sem veitt var en veltir fyrir sér af hverju öllu úthlutunarfénu 30 milljónum var ekki útdeilt.
9. 0711119 - Menningarsjóður barna úthlutun 2007
LMA þakkar upplýsingarnar og fagnar þessu framtaki. Jafnframt greindi formaður Andrés Rúnar Ingason frá því að reglur fyrir sjóðinn væru til endurskoðunar.
10. 0711116 - Lán á listaverki
LMÁ þakkar upplýsingar og lýsir yfir stuðnigi við þessa aðgerð.
11. 0711094 - Sýningarréttur á kvikmyndum Friðriks Þórs Friðrikssonar
LMÁ þakkar upplýsingarnar.
12. 0711025 - Móttaka jólasveina í Sveitarfélaginu Árborg 2007 - Jól í Árborg 2007 - viðburðardagatal.
LMÁ fagnar framtakinu og vonar að þetta sé aðeins byrjunin á frekari útfærslu á að gera aðventuna og jólaundirbúninginn hérna í sveitarfélaginu enn litríkari og áhugaverðari bæði fyrir heimamenn sem og gesti og gangandi.
13. 0712008 - Alþjóðleg listasamkeppni ungs fólks.
LMÁ þakkar upplýsingarnar.
14. 0709019 - Stofnun þjóðartæknisafns - samráð við Árborg
Verkefnisstjóri gerir grein fyrir málinu.
Verkefnisstjóri greindi frá fundi hans, Valdimars Össurarsonar og Sigurðar Bjarnasonar verkefnistjóra fræðslumála í Sveitarfélagiu Árborg í samræmi við mál no.3 á 10. fundi LMÁ í haust. Niðurstaðan fundarins var að halda áfram að miðla upplýsingum um gang mála og styðja sem mest og best við hugmyndina og framþróun hennar. LMÁ þakkar upplýsingarnar.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:10
|
Sigrún Jónsdóttir |
|
Már Ingólfur Másson |
|
Kjartan Björnsson |
Þórir Erlingsson |
|
Andrés Sigurvinsson |