Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


14.12.2007

12. fundur íþrótta- og tómstundanefndar

12. fundur íþrótta- og tómstundanefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 13. desember 2007  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15

Mætt: 
Sædís Ósk Harðardóttir, varaformaður, V-lista
Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður B-lista (B)
Laufey Inga Guðmundsdóttir, varamaður S-lista
Grímur Arnarson, nefndarmaður D-lista (D)
Kristín Hrefna Halldórsdóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Andrés Sigurvinsson, verkefnisstjóri íþrótta-, forvarna- og menningarmála
Andrés Rúnar Ingason, varamaður V-lista

Helgi S.Haraldsson vék af fundi vegna vanhæfni er mál 0707112 var tekið fyrir og í hans stað tók varamaðurinn Andrés Rúnar Ingason sæti hans. Að máli loknu höfðu þeir aftur sætaskipti.
Andrés Sigurvinsson, verkefnisstjóri ritaði fundargerð.

Dagskrá:

•1. 0711169 - Auglýsingaskilti í íþróttahús Sunnulækjarskóla - beiðni um leyfi

ÍTÁ gefur leyfi fyrir sitt leyti og felur væntanlegum íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna með hlutaðeigendum að framgangi málsins. Samþykkt samhljóða.

•2.  0706072 - Hjólabrettaaðstaða í Sveitarfélaginu Árborg

Eins og kom fram í greinargerð bæjarstjóra á bæjarstjórnarfundi 12.12.2007 þá hefur verið ákveðið að setja fjármuni í að endurnýja og koma upp nýjum römpum í Sveitarfélaginu Árborg á fjárhagsárinu 2008. Enn hefur ekki verið tekin lokaákvörðun um hvar þeir verða staðsettir. Í ljósi þessa felur ÍTÁ verkefnisstjóra að gera úttekt á ástandi rampanna sem fyrir eru og koma með tillögur að staðsetningu nýrra. Samþykkt samhljóða.

•3.  0704121 - Ungmennaráð Árborgar - fundargerðir vinnuhóps og drög til kynningar og afgreiðslu

ÍTÁ leggur til að stofnað verði sérstakt Ungmennaráð innan Sveitarfélagsins Árborgar sem verði bæjarstjórn til ráðgjafar í málefnum ungmenna í sveitarfélaginu. Unnið verði að gerð erindisbréfs fyrir væntanlegt Ungmennaráð. Fyrra erindið samþykkt og vísað til bæjaráðs. Seinna erindi vísað til verkefnisstjóra til frekari vinnslu.

•4.  0709011 - Ungmennahús Árborgar

Eins og fram kom í greinargerð bæjarstjóra á bæjarstjórnarfundi 12.12. 2007 þá var gert ráð fyrir fjármagni til Ungmennahúss á fjárhagsárinu 2008.
ÍTÁ leggur til að ráðinn verði sérstakur verkefnisstjóri að húsinu til eins árs sem hafi yfirumsjón með skipulagningu á innra starfi, daglegri starfseminni að höfðu samráði við alla þá aðila, sem geta átt hlut að máli s.s. ungmenna- og nemendafélög, væntanlegt ungmennaráð og aðra þá sem gætu nýtt sér aðstöðu og/eða boðið upp á þjónustu í væntanlegu Ungmennahúsi, sem staðsett verði í Pakkhúsinu svonefnda. Verkefnisstjóri Ungmennahúss skal og kynni sér sambærilega starfsemi bæði hér og erlendis og kalla til sérfræðinga og embættismenn tengdum forvörnum. Hann skal vinna í náinni samvinnu við væntanlegan íþrótta- og tómstundafulltrúa Sveitarfélagsins Árborgar og aðra hlutaðeigandi. Tillagan samþykkt samhljóða og vísað til bæjarráðs til samþykktar.

 

•5. 0712026 - Kjör íþróttakonu- og íþróttakarls Árborgar 2007

Verkefnisstjóri upplýsti að alls hefðu 37 aðilar rétt til að kjósa íþróttakonu og íþróttamann Árborgar 2007. ÍTÁ leggur til að þau Sædís Ósk Harðardóttir, Grímur Arnarson og Andrés Sigurvinsson skipi úthlutunarnefndina í ár og standi fyrir Uppskeruhátíðinni ásamt Helga S. Haraldssyni, sem verði stjórnandi hátíðarinnar. Uppskeruhátíðin 2007 verður haldin þann 28. desember nk. í íþróttahúsinu Iðu og hefst kl. 20.00. Samþykkt samhljóða.

•6.  0707112 - Íþrótta- og tómstundastyrkir - seinni úthlutun 2007

Alls bárust 22 umsóknir um íþrótta- og tómstundastyrki og sótt var um tæplega 3.5 milljónir króna. Alls var úthlutað kr. 1.056.000 fyrir árið 2007 og var fyrri úthlutun í maí sl. Til seinni úthlutunar eru kr. 306 þúsund til ráðstöfunar, sem meirihlutinn lagði til að úthlutað yrði á eftirfarandi hátt:
Kr. 106.000 til Forvarnarverkefnis Umf. Selfoss 2008,
kr. 100.000 til hljómsveitarinnar Sirkuz, Selfossi og
kr. 100.000 til Skátafélagsins Fossbúa, Selfossi.
Samþykkt með 3. atkvæðum meirihlutans gegn atkvæðum minnihlutans. Fulltrúar Sjálfstæðismanna í ÍTÁ þakka umsækjendum fyrir metnaðarfullar umsóknir til íþrótta- og tómstundastyrkja vegna síðari úthlutunar 2007. Fulltrúar D - lista hefðu hinsvegar viljað sjá styrkjunum úthlutað á annan hátt þar sem frekari jafnræðis hefði verið gætt milli íþróttagreina annarsvegar og tómstunda hins vegar.
Meirihluti tekur undir þakkir til allra umsækjenda fyrir metnaðarfullar umsóknir. Óskastaðan væri að hafa meiri fé til úthlutunar en nú er. Undanfarin ár hefur mikill meirihluti úthlutunarfjár farið í íþróttastarfsemi. Í ljósi þess er nú ákveðið að 2/3 úthlutunarfjár fari til tómstundastarfs og 1/3 í forvarnarverkefni.

 

Erindi til kynningar:

•7. 0706074 - Endurskoðun á íþrótta- og tómstundastefnu Sv. Árborgar

ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og lýsir yfir ánægju sinni með vinnu þeirra frá Rækt ehf. varðandi endurskoðunarferli íþrótta- æskulýðs- og tómstundamála í Sveitarfélaginu Árborg.

 

•8. 0711080 - Fundargerðir samstarfshóps um forvarnir 2007 - og tillögur undirbúningshóps til bæjarráðs að nýrri forvarnastefnu

ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og lýsir yfir fullum stuðningi við framkomnar hugmyndir og tillögur undirbúningshópsins.

•9. 0711123 - Styrkumsóknir -Fimleikasambands Íslands haustmót /jólasýning fimleikadeildar UMFS og Svalamótsins í des. sl.

Verkefnisstjóri upplýsti að styrkir þessir hafi þegar verið samþykktir af bæjarráði og verið í formi ókeypis aðgangs þátttakenda að Sundhöll Selfoss mótsdagana svo og afnota af húsnæði Vallaskóla til matargerðar og gistingar. ÍTÁ þakkar upplýsingarnar.

•10.  0711085 - Staða Íþrótta- og tómstundafulltrúa.

Alls sóttu 6 einstaklingar um auglýsta stöðu. Verkefnisstjóri upplýsti að þegar hefði verið rætt við hluta hópsins og nú stæði yfir upplýsingaöflun frá umsagnaraðilum umsækjenda sem starfsmannastjóri stýrir. ÍTÁ þakkar upplýsingarnar.

•11.  0711137 - Ný staða forstöðumanns íþróttamannvirkja í Sunnulækjarskóla.

Alls sóttu 7 um stöðuna. Málið er í vinnslu. ÍTÁ þakkar upplýsingarnar.

•12.  0712023 - Ungt fólk 2007 - Landið og Árborg

Skýrslur R&G á heimasíðu Sv.Árborgar. ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og hvetur íbúa til að kynna sér skýrslur R&G um Hagi og líðan 5., 6., og 7. bekkja í Árborg 2007 og eins skýrsluna sem nær yfir landið allt með sama aldurshóp "Ungt fólk 2007". Skýrslurnar er hægt að finna á vef. mrn. og/eða á heimasíður Árborgar, www.arborg.is

•13.  0711119 - Menningarsjóður barna í Árborg - úthlutun 2007

BES og Sundlaug Stokkseyrar fengu kr. 200.000 í sinn hlut til að ljúka við vinnu og uppsetningu á myndverkum í Sundlaugargarði Stokkseyrarlaugar, sem er hluti af verki sem hafið var sl. sumar. Auk þess fengu Álfa- og tröllasafnið úthlutað úr sjóðnum. ÍTÁ þakkar upplýsingarnar.

•14.  0712009 - Úthlutun úr afreks- og styrktarsjóði 2007

Umsóknarfrestur er útrunninn og verður nú farið yfir umsóknir sbr. lið 5. Formleg úthlutun úr Afreks- og styrktarsjóði verður á Uppskeruhátíðinni 2007 þann 28. desember 2007 í íþróttahúsinu Iðu sbr. mál no. 5 hér á undan.

•15.  0711053 - Frumvarp til laga - sala áfengis og tóbaks

Meirihluti B lista- S lista - og V lista í íþrótta- og tómstundanefndar Árborgar, varar við auknu frelsi á sölu áfengis í almennum matvöruverslunum. Margar rannsóknir sýna að aukið aðgengi að áfengi leiðir oft til aukinnar neyslu þess, sérstaklega á meðal ungmenna. Yfirvöld og almenningur eru því hvött til að halda vöku sinni ef breytingar verða á lögum um sölu áfengis.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:30

Sædís Ósk Harðardóttir                       
Helgi Sigurður Haraldsson
Laufey Inga Guðmundsdóttir                
Grímur Arnarson
Kristín Hrefna Halldórsdóttir                
Andrés Sigurvinsson

Andrés Rúnar Ingason


Þetta vefsvæði byggir á Eplica