Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


21.9.2006

12. fundur bæjarráðs

 

12. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 21.09.2006 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

 

Mætt:
Margrét Katrín Erlingsdóttir, varaformaður
Snorri Finnlaugsson, varamaður Þórunnar Jónu Hauksdóttir
Gylfi Þorkelsson, bæjarfulltrúi
Jón Hjartarson, áheyrnarfulltrúi
Stefanía Katrín Karlsdóttir, bæjarstjóri

 

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari, sem ritar fundargerð.

 

Dagskrá:

 

1.  Fundargerðir til staðfestingar:

 

 


a.


0606088
Fundargerð félagsmálanefndar 2006



frá 11.09.06

 

1.a - liðar 1. a

Undirritaður vekur athygli á því að á sama tíma og meirihlutinn ætlar að selja 9 félagslegar leiguíbúðir í eigu sveitarfélagsins eru 20 fjölskyldur með gildar umsóknir á biðlista eftir slíku húsnæði. Gylfi Þorkelsson, S-lista.

Fundargerðin staðfest.

 

2. 0609032
Styrkbeiðni - húsaleiga fyrir Búnaðarfélag Eyrarbakka 2006

 

Bæjarráð samþykkir styrkveitinguna. Bæjarráð felur framkvæmdastjóra fjármálasviðs, í samstarfi við bæjarritara, að taka saman upplýsingar um fjölda og fjárhæð styrkbeiðna vegna húsaleigu sem félögum í sveitarfélaginu hefur verið gert að greiða fyrir afnot af húsnæði í eigu þess og móta reglur um afgreiðslu slíkra beiðna. 

 

3. 0609068
Selfossþorrablót 2007 – beiðni um afnot af húsnæði

 

Bæjarráð samþykkir beiðni Kjartans Björnssonar um að leigja íþróttahús Vallaskóla með sömu skilmálum og gilt hafa.

 

Fyrirspurn frá Jóni Hjartarsyni, V-lista:

 

Hvað greiðir Kjartan Björnsson í leigu fyrir afnot af íþróttahúsi grunnskólanna?

 

Bókun:
Undirritaður ítrekar bókun við 9. lið 8. fundar bæjarráðs frá 24.8.2006, þar sem útlán á íþróttahúsi grunnaskóla til skemmtanahalds af þessu tagi eru ekki talin samrýmast forvarnar-, uppeldis- og menningarmarkmiðum skóla og sveitarfélags. Auk þess telur undirritaður vafasamt að útlán íþróttahússins samrýmist samkeppnislögum. Jón Hjartarson, V-lista

 

4. 0609069
Samstarfssamningur Knattspyrnuakademíunnar við Sveitarfélagið Árborg

 

Bæjarráð felur verkefnisstjóra íþrótta-, forvarnar- og menningarmála að gera drög að samningi við Knattspyrnuakademíuna.

 

Fyrirspurn frá Jóni Hjartarsyni, V-lista:

 

Á íþróttasvæðinu við Engjaveg hefur verið  byggður einn albesti gervigrasvöllur á landinu og þótt víðar væri leitað. Mér er kunnugt um það að Knattspyrnuakademían horfir mjög til þess að geta notað völlinn í vetur til reglubundinnar þjálfunar. Hinsvegar mun eiga eftir að tengja ljós og snjóbræðslukerfi svo sá möguleiki verði raunhæfur. Það er ljóst að verði byggingu vallarins ekki lokið fyrir veturinn mun það setja starfsemi Akademíunnar í nokkurt uppnám. Því er spurt:

 

a) Hvað kostar að ljúka frágangi vallarins?

 

b) Hvaða áætlanir hefur meirihlutinn uppi um að ljúka frágangi vallarins eins og gert er ráð fyrir?

 

5. 0607080
Samstarfssamningur um stofnun handboltaakademíu  

 

Bæjarráð samþykkir samninginn eins og hann liggur fyrir.

6.  0605005
Arkitektasamkeppni um miðbæ Selfoss - trúnaðarmál

 

Bæjarráð samþykkir samkeppnislýsinguna eins og hún liggur fyrir.

 

Bókun:

 

Undirritaður fékk keppnislýsingu vegna samkeppni um miðbæ á Selfossi í hendur nokkrum klukkustundum áður en taka átti hana til afgreiðslu í bæjarráði og hefur því ekki fengið eðlilegan tíma til skoða hana eða taka afstöðu til efnis hennar. Allir kjörnir bæjarfulltrúar hafa jafnan rétt á því að fá afhent opinber málsgögn og ættu að fá jafn langan tíma til að kynna sér þau. Þó afgreiðslum meirihlutans á einstökum málum á dagskrá bæjarráðsfunda sé haldið leyndum fyrir minnihlutafulltrúum fram á síðustu stundu er óviðunandi að það sama gildi um þau gögn sem fylgja málum og liggja afgreiðslu þeirra til grundvallar. Gylfi Þorkelsson, S-lista.

 

7. 0601078
Vinnuhópur vegna sérdeildar grunnskólanna - endurnýjun umboðs vinnuhóps 

 

Bæjarráð samþykkir að endurnýja umboð vinnuhóps til að fjalla um málefni sérdeildarinnar og gera tillögu til bæjarráðs. Vinnuhópurinn verði skipaður skólastjórum Vallaskóla og Sunnulækjarskóla, forstöðumanni sérdeildar, einum fulltrúa frá SASS, einum fulltrúa frá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, einum fulltrúa frá bæjarstjórn Árborgar og verkefnisstjóra fræðslumála sem stýrir vinnu hópsins.
Fulltrúi bæjarstjórnar er Þorvaldur Guðmundsson.

 

Gylfi Þorkelsson, S-lista, sat hjá.

 

8. 0601018
Endurskipulag á fyrirkomulagi mötuneyta grunn- og leikskóla Árborgar - endurnýjun umboðs vinnuhóps

Bæjarráð samþykkir að endurnýja umboð vinnuhóps vegna endurskipulagningar á fyrirkomulagi mötuneyta grunn- og leikskóla  Árborgar. Vinnuhópurinn verði skipaður Margréti Erlingsdóttur, Grími Arnarsyni, verkefnisstjóra fræðslumála og framkvæmdastjóra fjölskyldumiðstöðvar.

Gylfi Þorkelsson, S-lista, sat hjá.

9. 0609074
Fundir bæjarráðs - niðurfelling fundar

 

Bæjarráð samþykkir að fella niður fund í 39. viku, þ.e. fimmtudaginn 28. september n.k., vegna ársþings Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

10. Erindi til kynningar:

 

a) 0609046
Skýrsla um lífræna framleiðslu á Íslandi frá Vottunarstofunni Túni, geymd á skrifstofu bæjarstjóra til kynningar.

b) 0609047
Fundir með fjárlaganefnd 2006

c) 0609017
Gjaldskrá fyrir akstur skólabíla 2006-2007

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:40.

Margrét K. Erlingsdóttir                      
Snorri Finnlaugsson
Jón Hjartarson                                    
Stefanía Katrín Karlsdóttir
Gylfi Þorkelsson                                 
Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica