Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


23.11.2006

12. fundur skipulags- og byggingarnefnd

 

12.  fundur var haldin í Skipulags- og byggingarnefnd Árborgar fimmtudaginn 23. nóvember kl. 17:00 á skrifstofu Framkvæmda- og veitusviðs Árborgar Austurvegi 67, Selfoss.

 

Mætt:

 

Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður
Ármann Ingi Sigurðsson
Þorsteinn Ólafsson      
Torfi Áskelsson
Þór Sigurðsson
Bárður Guðmundsson  Skipulags- og byggingarfulltrúi.
Gústaf Adolf Hermannsson, ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

 

1. Lagður fram listi yfir byggingarleyfisumsóknir sem skipulags- og   byggingarfulltrúi hefur samþykkt

 

Listi lagður fram til kynningar.

 

a) Mnr.0611048
Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Byggðarhorni land 3a.
Umsækjandi: Sævar Eiríksson   kt:301053-5259 Láengi 26, 800 Selfoss

 

b)  Mnr.0605110
Umsókn um byggingarleyfi fyrir atvinnuhúsnæði að Árvegi 1 Selfossi.
Umsækjandi: Björgunarmiðstöð Árborgar ehf  kt:650106-2290 Austurvegur 54, 800 Selfoss

 

2.  Mnr. 0611009
Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr að Heiðarvegi 6 Selfossi.
Umsækjandi: Haukur Ingvarsson   kt:210249-2739   Heiðarvegur 6, 800 Selfoss.

 

Samþykkt

 

3. Mnr.0611071
Umsókn um leyfi til að rífa hesthús í landi Jórvíkur
Umsækjandi: Sigrún E Sigurðardóttir   kt:260958-4619 Jórvík, 800 Selfoss.

 

Samþykkt

 

4.  Mnr.0611076
Fyrirspurn um að endurbyggja hús í Kaldaðarnesi.
Umsækjandi: Jörundur Gauksson    kt:240166-4459  Kaldaðarnesi, 801 Selfoss.

 

Nefndin óskar eftir fullunnum teikningum

 

5. Mnr.0611079
Fyrirspurn um hvort heimilt sé að byggja við íbúðarhúsið að Suðurengi 25 Selfossi
Umsækjandi: Brynja Hjálmtýsdóttir  kt:170865-3409  Suðurengi 25, 800 Selfoss.

 

Nefndin óskar  eftir fullunnum teikningum, og nefndin vill benda  á að grenndarkynna þarf erindið

 

6.  Mnr.0611078
Umsókn um byggingarleyfi til að flytja hús frá Lindargötu 28 Reykjavík að Strandgötu  5,

 

Umsækjandi: Þórarinn Guðlaugsson  kt:100148-3239 Rjúpnahæð 14, 200 Kóðavogur 
                     Sigurður Guðlaugsson   kt:111246-3519   Barmahlíð 11, 105 Reykjavík

 

Nefndin óskar eftir staðfærðum aðalteikningum ásamt skráningartöflu á lóðina  Strandgata 5, Stokkseyri

 

7. Mnr.0611081
Umsókn um lóð að Suðurtröð 4, Selfossi.
Umsækjandi: Ingólfur Snorrason kt: 060374-4819 Lækjarbakka 6, 800 Selfoss.          

 

Samþykkt

 

8. Mnr. 0605057
Tillaga að breyttu aðalskipulagi Árborgar 2005-2025 við Stóru Sandvík 1B.Tillagan  hefur verið auglýst með  athugasemdum frá skipulagsstofnun.
Umsækjandi:f.h. eigenda Samúel Smári Hreggviðsson   kt: 200752-4659

 

Skipulags og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt að    uppfylltum öllum skilyrðum skipulagsstofnunar sem fram koma í bréfi stofnunarinnar 30.ágúst.

 

9.  Mnr. 0607058
Tillaga að breyttu aðalskipulagi Árborgar 2005-2025 við Byggðarhorn. Tillagan hefur verið auglýst með  athugasemdum frá skipulagsstofnun.
Umsækjandi:f.h. eigenda Landform ehf.   kt: 641097-2259

 

Skipulags og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt að   uppfylltum öllum skilyrðum skipulagsstofnunar sem fram koma í bréfi stofnunarinnar 30.ágúst.

 

Að teknu tilliti til  álits Umhverfisstofnunar um verndun votlendis, vill nefndin benda á að verði gengið á votlendi verði það endurheimt á jafn stóru svæði annarstaðar innan reitsins.

 

10.  Mnr.0512065
Deiliskipulagstilaga að Austurvegi 51-59 Selfossi

 

Í 1.gr skipulags-og byggingarlaga er eitt helsta markmið laganna

 

“að tryggja réttaröryggi í meðferð skipulags- og byggingarmála þannig að réttur einstaklinga og lögaðila verði ekki fyrir borð borin þótt hagur heildarinnar sé hafður að leiðarljósi”

 

Mikilvægt er að vanda til verka í máli sem þessu þar sem miklir hagsmunir, bæði íbúa og verktaka er í húfi. Auk þess sem fara verður að lögum um skipulagsmál.

 

Afgreiðslu málsins er því frestað til næsta fundar á meðan allir þættir málsins verða yfirfarnir.

 

Torfi Áskelsson greiddi atkvæði á móti. Og óskaði eftir því að eftirfarandi yrði bókað.

 

“Núverandi meirihluti hefur velt þessu máli á undan sér í marga mánuði á þess að nokkur niðurstaða virðist i sjónmáli. Aðilar málsins eiga skýran rétt á að málið verði afgreitt á eðlilegan máta og miklir hagsmunir eru í húfi. Undirritaður lýsir furðu sinni á þessum vinnubrögðum meirihlutaflokkana og krefst þess að málið fái meðferð sem sveitarfélaginu ber skv. lögum að veita.”

 

11.  Mnr.0609045
Deiliskipulagstillaga að Dísarstöðum.
Umsækjandi: Hannes Þ Ottesen

 

Frestað, þar sem umbeðin gögn bárust of seint

 

12. Mnr.0611134
Deiliskipulagstillaga af Fossnesi

 

Lagt er til við Bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.

 

Önnur mál.

 

a)
Svar Skipulags og byggingarfulltrúa við bókun Torfa Áskelssonar á fundi Skipulags-og byggingarnefndar frá 9.nóvember s.l

 

12. október var lögð fram tillaga Landhönnunar  að skipulagi svæðisins austan Kaðlastaða og hún kynnt Skipulags-og byggingarnefnd Árborgar.

 

Ástæður fyrir þeim tíma sem farið hafði í skipulagsvinnu fram að þeim tíma var annarsvegar að fyrirliggjandi tillögur, lóðaumsóknir og vilyrði sem veitt höfðu verið fyrir lóðum á svæðinu sem sköruðust töluvert og hins vegar eru þessar sömu hugmyndir stórtækar að mati skipulagshönnuðar.

 

Samhliða tillögunni var lögð fram greinagerð með tillögu um sérstaka málsmeðferð eða ferli sem málið skyldi fara í. Kjarninn í því var að nálgast sjónarmið bæjarbúa á Stokkseyri með t.d borgarafundi. Ekki hefur verið talin ástæða til að vinna málið frekar, fyrr en að aflokinni slíkri kynningu.

 

Borgarafundur um málið verður haldinn á Stokkseyri þriðjudaginn 28.nóvember n.k og er áætlað að í kjölfarið verði lögð fram formleg tillaga að deiliskipulagi svæðisins og að hún verði til umfjöllunar á fundi Skipulags-og byggingarnefndar þann 14.desember n.k.

 

Bárður Guðmundsson
Skipulags-og byggingarfulltrúi

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 17:55

 

Elfa Dögg Þórðardóttir                                                        
Þorsteinn Ólafsson   
Torfi Áskelsson                                                                   
Þór Sigurðsson
Bárður Guðmundsson
                                                         
Gústaf Adolf Hermannsson                                                                            
Ármann Ingi Sigurðsson


Þetta vefsvæði byggir á Eplica