12. fundur bæjarstjórnar
12. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010, - aukafundur haldinn miðvikudaginn 31. janúar 2007 kl. 17.00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.
Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Þorvaldur Guðmundsson, forseti B listi
Margrét Katrín Erlingsdóttir B listi
Ragnheiður Hergeirsdóttir S listi,
Gylfi Þorkelsson S listi,
Jón Hjartarson V listi
Þórunn Jóna Hauksdóttir D listi
Snorri Finnlaugsson D listi
Grímur Arnarson D listi, varamaður Eyþórs Arnalds
Elfa D. Þórðardóttir D listi
Auk þess sitja fundinnÁsta Stefánsdóttir, bæjarritari, sem ritar fundargerð ogGuðlaug Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
I. Fundargerðir:
Engar.
II. Önnur mál:
1. 0608004
Frumvarp að fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar 2007 A og B hluti – síðari umræða
Breytingartillaga nr. 1, (afsláttur af fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega, aukinn um 5.000.000) sem frestað var afgreiðslu á á síðasta bæjarstjórnarfundi.
Snorri Finnlaugsson, D-lista, tók til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum fulltrúa D-lista.
Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði meirihlutans með svohljóðandi bókun:
Tillaga fulltrúa D-lista er ekki í samræmi við lög um tekjustofna sveitarfélaga og hafnar meirihlutinn henni því.
Samkvæmt 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga er sveitarstjórn heimilt að lækka eða fella niður fasteignaskatt sem tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum er gert að greiða. Skal sveitarstjórn setja um það reglur, svo sem um tekjumörk og tekjuflokka.
Sveitarstjórn er ekki heimilt að lækka eða fella niður fasteignaskatta elli- og örorkulífeyrisþega án þess að tengja slíkt við tekjur viðkomandi, sbr. álit félagsmálaráðuneytisins frá 8. ágúst 2006, þar sem kveðið var á um að það væri ekki í samræmi við afdráttarlaust ákvæði 4. mgr. 5. gr. tekjustofnalaga að láta alla elli- og örorkulífeyrisþegar njóta sama afsláttar. Segir jafnframt í álitinu að tilgangur ákvæðisins sé að heimila sveitarstjórnum að ívilna tilteknum hópi íbúa sveitarfélaga, þ.e. tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum.
Núgildandi reglur um afslátt til eldri borgara og öryrkja taka til fleiri gjalda en tillaga fulltrúa D-lista gerir ráð fyrir, þar sem í reglunum er kveðið á um afslátt af fasteignaskatti og fráveitugjaldi.
Meirihluti bæjarstjórnar.
Breytingartillaga nr. 2 (húsnæði við dagdeild FAAS, kostnaður 2.800.000) sem frestað var afgreiðslu á á síðasta fundi.
Þórunn Jóna Hauksdóttir,Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, og Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tóku til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum fulltrúa D-lista.
Jón Hjartarson, V-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði meirihlutans með svohljóðandi bókun:
Vinna við útfærslu hugmyndar, þar með talið útvegun húsnæðis, á dagdeild fyrir Alzheimersjúklinga er í vinnuferli og verður unnið í samvinnu við FAAS (Félags aðstandenda alzheimersjúklinga).
Meirihluti bæjarstjórnar.
Breytingartillaga nr. 3 (menningar- og ferðamálafulltrúi, kostnaður 5.200.000) sem frestað var afgreiðslu á á síðasta fundi.
Jón Hjartarson, V-lista, ogElfa Dögg Þórðardóttir, ogÞórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tóku til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum fulltrúa D-lista.
Jón Hjartarson, V-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði sínu.
Snorri Finnlaugsson og Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tóku til máls.
Forseti bæjarstjórnar,Þorvaldur Guðmundsson, B-lista, og Snorri Finnlaugsson, D-lista, tóku til máls.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, óskaði eftir fundarhléi og var það veitt.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls.
Breytingartillaga nr. 4 (styrkir til íþrótta- og tómstundastarfs barna, kostnaður 6.000.000) sem frestað var afgreiðslu á á síðasta fundi.
Snorri Finnlaugsson ogElfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista,Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, Jón Hjartarson, V-lista,Grímur Arnarson, D-lista, og Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tóku til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum fulltrúa D-lista.
Gylfi Þorkelsson, S-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði meirihlutans með svohljóðandi bókun:
Undanfarin ár hafa verið greiddar 2,5 milljónir árlega, í gegnum þjónustusamning, til gera íþróttadeildum kleift að halda þátttökugjöldum í hófi. Vel getur komið til greina að endurskoða þessar greiðslur og láta þær renna beint til barna sem taka þátt í íþrótta- og tómstundastarfi, og foreldra þeirra. Það er stefnubreyting sem ekki er óeðlilegt að ÍTÁ fjalli um og leggi síðan fram tillögu til bæjarstjórnar um það hvaða leið er vænlegust til að hvetja börn til frekari þátttöku og létta undir með barnafjölskyldum.
Breytingartillaga nr. 5 (Afreksmannasjóður ÍTÁ, aukning á framlagi 1.000.000) sem frestað var afgreiðslu á á síðasta fundi.
Grímur ArnarsonogÞórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, ogGylfi Þorkelsson, S-lista, tóku til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum fulltrúa D-lista.
Margrét Katrín Erlingsdóttir, B-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði sínu með svohljóðandi bókun:
Meirihlutanum er ljóst mikilvægi afreksíþróttamanna í hverju sveitarfélagi og leggur áherslu á að búa vel að íþróttafólki í Árborg. Þó er að þessu sinni ákveðið að framlag í afreksmannasjóð verði óbreytt frá fyrra ári, að upphæð kr. 1.000.000-. Þess í stað var ákveðið að árið 2007 verði sett fjármagn í skólaþróunarsjóð Árborgar sem ætlaður er til að efla og styrkja þróunarstarf í grunn- og leikskólum sveitarfélagsins. Ekki hefur verið veitt fjármagni til skólaþróunarsjóðs í mörg ár. Meirihluti bæjarstjórnar leggur áherslu á mikilvægi þróunarstarfs á öllum skólastigum sveitarfélagins með þessu. Þess vegna hafnar meirihlutinn tillögunni.
Meirihluti bæjarstjórnar Árborgar.
Breytingartillaga nr. 6 (Söluhagnaður Tryggvagötu 36, áætlun 12.100.000) sem frestað var afgreiðslu á á síðasta fundi.
Snorri Finnlaugsson, D-lista, og Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tóku til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum fulltrúa D-lista.
Gylfi Þorkelsson, S-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði meirihlutans með svohljóðandi bókun:
Áform eru um að leikskólinn Glaðheimar flytjist í nýtt húsnæði, væntanlega á árinu 2008, og núverandi húsnæði verði þá selt. Í fjárhagsáætlun er nú þegar gert ráð fyrir sölu eigna að verðmæti rúmlega 109 m.kr. Meirihlutinn telur óvarlegt að gera ráð fyrir enn frekari sölu eigna í fjárhagsáætlun og hafnar því tillögunni.
Breytingartillaga nr. 7 (Hækkun vaxta og verðbóta, áætluð aukning 10.300.000) sem frestað var afgreiðslu á á síðasta fundi.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum fulltrúa D-lista.
Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði meirihlutans með svohljóðandi bókun:
Mikil þörf er fyrir uppbyggingu á ýmsum sviðum í ört vaxandi bæjarfélagi. Við slíkar aðstæður er enn mikilvægara að forgangsraða verkefnum og taka þar tillit til lögbundinna verkefna sveitarfélagsins. Fjárfestingaráætlun er lögð fram með fjárhagsáætluninni og sýnir hún glöggt stöðu og þörf fyrir ýmsar framkvæmdir í sveitarfélaginu.
Síðastliðin ár hafa miklar framkvæmdir verið á vegum sveitarfélagsins og lántökur vaxið. Mikilvægt er hverju sinni að halda uppi góðri þjónustu en jafnframt sýna ráðdeild í rekstri og lántökum. Lántökur hafa áhrif á framtíðar rekstrarhæfni sveitarfélagsins vegna aukins fjármagnskostnaðar og skuldbindinga vegna afborgana, Af þeim sökum er mikilvægt að skuldsetja ekki sveitarfélagið um of.
Meirihluti bæjarstjórnar hefur lagt fram framkvæmdaáætlun sína og fjármögnun vegna hennar. Ekki er því fallist á tillögur Sjálfstæðismanna er lúta að lántökum og þar með auknum útgjöldum í rekstri vegna vaxta- og verðlagshækkana.
Meirihluti bæjarstjórnar
Breytingartillaga nr. 8 (óreglulegir liðir, lækkun um 5.900.000) sem frestað var afgreiðslu á á síðasta fundi.
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum fulltrúa D-lista.
Breytingartillaga nr. 9 (Stjórnunarkostnaður og aðkeypt sérfræðiþjónusta, lækkun 6.200.000) sem frestað var afgreiðslu á á síðasta fundi.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum fulltrúa D-lista.
Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði meirihlutans með svohljóðandi bókun:
Í greinargerð bæjarstjóra með frumvarpi að fjárhagsáætlun sem var til fyrri umræðu 24. janúar s.l. segir m.a. að hafin sé skoðun á ferlum og samningum vegna aðkeyptrar sérfræðiþjónustu með það í huga að auka hagræði án þess að það komi niður á gæðum þjónustunnar. Meirihlutinn ítrekar framkomnar áherslur sínar á aðhald í rekstri á öllum sviðum og bendir á að gert er ráð fyrir því í fyrirliggjandi frumvarpi. Það hlýtur að teljast óvarlegt að kasta fram upphæðum til lækkunar eins og hér er gert, án þess að fyrir liggi hvaða kostnaður liggur þar að baki.
Meirihluti bæjarstjórnar.
Breytingartillaga nr. 10 (Sala byggingarréttar, áætlaður söluhagnaður 6.100.000) sem frestað var afgreiðslu á á síðasta fundi.
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum fulltrúa D-lista.
Gylfi Þorkelsson, S-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði meirihlutans með svohljóðandi bókun:
Að taka upp þá stefnu að selja byggingarrétt á lóðum sveitarfélagsins getur verið mjög varasöm aðgerð og þarf að skoðast vel. Hjá sveitarfélögum sem hafa farið út í slíkt hefur lóðaverð rokið upp og byggingarkostnaður þar af leiðandi hækkað verulega. Meirihlutinn í bæjarstjórn Árborgar er ekki tilbúinn að taka upp þessa stefnu. Þess vegna hafnar meirihlutinn tillögunni.
Meirihluti bæjarstjórnar.
Breytingartillaga nr. 11 (BES framkvæmdir, aukning um 192.000.000) sem frestað var afgreiðslu á á síðasta fundi.
Snorri Finnlaugsson ogÞórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tóku til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum fulltrúa D-lista.
Jón Hjartarson, V-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði meirihlutans með svohljóðandi bókun:
Meirihlutinn hefur, í ljósi fjárfestinga- og rekstrarstöðu sveitarfélagsins, tekið ákvörðun um að áfangaskipta uppbyggingu Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri með hliðstæðum hætti og gert var við Sunnulækjarskóla. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir fullbúnu skólahúsnæði að undanskildum íþróttasal og sundlaug sem áætlað er að verði í þriðja áfanga uppbyggingar við BES.
Hingað til hafa ekki verið teknar ákvarðanir um tímaáætlun á íþróttahúsi og sundlaug á Eyrarbakka. Þegar talað er um skólahúsnæði er yfirleitt ekki verið að tala um íþróttamannvirki. Ákvörðun um að byggja fyrst skólahúsnæði og síðan íþróttamannvirki á Eyrarbakka raska ekki áður samþykktum tímaáætlunum. Íþróttamannvirki á Eyrarbakka verða hönnuð með skólanum og byggð í síðari áfanga eins og gert er í Sunnulækjarskóla. Áætlað er að þegar uppbyggingu skólahúsnæðis á Stokkseyri verði lokið verið hafist handa við uppbyggingu íþróttamannvirkja á Eyrarbakka. Þangað til mun nemendum vera kennt í íþróttahúsinu að Stað og í sundlauginni á Stokkseyri. Það er óskiljanlegt ábyrgðarleysi bæjarfulltrúa D lista sjálfstæðismanna að leggja til auknar framkvæmdir og lántökur á árinu 2007, þess vegna segir meirihlutinn nei við þessari tillögu.
Meirihluti bæjarstjórnar Árborgar.
Breytingartillaga nr. 12 (Æskukot, viðbygging, 40.000.000) sem frestað var afgreiðslu á á síðasta fundi.
Snorri Finnlaugsson, D-lista, og Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tóku til máls.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, óskaði eftir fundarhléi, var það veitt.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, og Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tóku til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum fulltrúa D-lista.
Breytingartillaga nr. 13 (Leirkelda, framkvæmdir og lausafjármunir, 206.100.000) sem frestað var afgreiðslu á á síðasta fundi.
Þórunn Jóna Hauksdóttirog Snorri Finnlaugsson, D-lista, tók til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum fulltrúa D-lista.
Breytingartillaga nr. 14 (Lántaka vegna framkvæmda við grunn- og leikskóla, 360.000.000) sem frestað var afgreiðslu á á síðasta fundi.
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum fulltrúa D-lista.
Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði meirihlutans með því að vísa til niðurlags bókunar við breytingartillögu nr. 7, þar sem m.a. segir:
Ekki er því fallist á tillögur Sjálfstæðismanna er lúta að lántökum og þar með auknum útgjöldum í rekstri vegna vaxta- og verðlagshækkana.
Meirihluti B, S og V lista.
Breytingatillaga nr. 15 (endurbætur á Sundhöll Selfoss, 82 milljónir), sem frestað var afgreiðslu á á síðasta fundi.
Þórunn Jóna HauksdóttirogGrímur Arnarson, D-lista, tóku til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum fulltrúa D-lista.
Gylfi Þorkelsson, S-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði meirihlutans með svohljóðandi bókun:
Nú er unnið að því að meta ástand Sundhallar Selfoss og kostnað við endurbætur á húsinu og búnaði. Einnig er þverpólitískur vinnuhópur að störfum sem hefur það hlutverk að leggja fram tillögu að framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu, þar með talið sundlaugarmannvirkjum. Ekki er skynsamlegt að byrja að byggja við Sundhöllina áður en fyrir liggur nokkuð ítarlegt mat á ástandi hennar og áður en mótuð hefur verið framtíðarstefna.
Breytingatillaga nr. 16 (aukin gatnagerðargjöld og sala á lóðum og byggingarrétti, 160.100.000), sem frestað var afgreiðslu á á síðasta fundi.
Snorri Finnlaugsson, D-lista, forseti bæjarstjórnar,Þorvaldur Guðmundsson, B-lista,Grímur ArnarsonogÞórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tóku til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum fulltrúa D-lista.
Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði meirihlutans með svohljóðandi bókun:
Á undanförnum árum hafa gatnagerðargjöld hækkað verulega og standa þau nú að mestu leyti undir kostnaði við gatnagerðina. Þess vegna er því hafnað að hækka nú gatnagerðargjöld enn frekar að svo stöddu. Varðandi sölu á einstökum lóðum þarf að meta það í hverju tilfelli fyrir sig. Varlega þarf að fara í sölu byggingarréttar á stórum lóðum þar sem sveitarfélagið vinnur að því að laða til sín atvinnurekstur af öllu tagi.
Meirihluti bæjarstjórnar.
Tillaga Þórunnar Jónu Hauksdóttur, D-lista, vegna framkvæmda við sundlaug Selfoss, sem frestað var afgreiðslu á á síðasta fundi.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum fulltrúa D-lista.
Tillaga Þórunnar Jónu Hauksdóttur, D-lista, um færri skýrslur og meiri framkvæmdir við uppbyggingu íþróttamannvirkja, sem frestað var afgreiðslu á á síðasta fundi.
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum fulltrúa D-lista.
Breytingartillögur meirihluta bæjarstjórnar:
Breytingatillaga 1, lagt er til að hækkaðar verði tekjur Vallaskóla um 13 m.kr.
Rauntekjur ársins 2006 gefa vísbendingu um vanáætlun tekna í fyrri áætlun vegna Vallaskóla. Með hliðsjón af því er lagt til að tekjuliður hækki um 13. m.kr.
Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, fylgdi tillögunni úr hlaði.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum, fulltrúar D-lista sátu hjá.
Breytingatillaga 2, lagt er til að hækkaðar verði tekjur skólavistunar, Bifröst um 2,0 mkr.
Rauntekjur ársins 2006 gefa vísbendingu um vanáætlun tekna í fyrri áætlun vegna Bifrastar. Með hliðsjón af því er lagt til að tekjuliður hækki um 2,0. m.kr.
Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, fylgdi tillögunni úr hlaði.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum, fulltrúar D-lista sátu hjá.
Breytingatillaga 3, lagt er til að lækkaður verði rekstur leikskólans Hulduheima.
Lagt er til að lækkaður verði rekstur leikskólans Hulduheima samtals um 25 m.kr. í samræmi við ákvörðun um lokun einnar deildar við Hulduheima.
Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, fylgdi tillögunni úr hlaði og lagði fram svohljóðandi greinargerð:
Samkvæmt innritunarreglum fyrir leikskóla Árborgar sem samþykktar voru í bæjarráði þann 25. janúar, skal miða að því að öll börn í fjórum elstu leikskólaárgöngunum fái úthlutað leikskólaplássi, þ.e. börn 2 ára og eldri. Þegar því takmarki er náð er heimilt að taka inn yngri börn. Hér er um að ræða óbreytt inntökuskilyrði frá fyrri reglum.
Á árinu 2006 voru 193 ný leikskólapláss tekin í notkun í Árborg. Í byrjun janúar hafði foreldrum allra barna sem voru á biðlista eftir leikskólaplássi í Árborg verið boðið pláss. Í þeim hópi voru börn allt niður í 18 mánaða aldur en ekki þáðu allir leikskólapláss. Þrátt fyrir það voru 30 pláss laus á nýjum leikskóla í Hulduheimum, auk nokkurra plássa á öðrum leikskólum á Selfossi.
Í ljósi þess sem að framan er rakið var ákveðið að loka tímabundið einni deild á Hulduheimum. Hluti þeirra starfsmanna sem ráðnir voru til starfa við skólann í nóvembermánuði síðastliðnum voru ráðnir tímabundið til 3ja mánaða. Ráðningarsamningar umræddra starfsmanna renna út í byrjun febrúar næstkomandi. Fimm starfsmönnum með tímabundna ráðningu hefur nú verið tilkynnt að ráðning þeirra muni ekki verða framlengd og láta þeir af störfum að liðnum ráðningartíma.
Umrædd lokun á Hulduheimum mun ekki hafa í för með sér skerðingu á þjónustu við þau börn sem eru í leikskólanum. Faglega er staðið að endurskipulagningu á deildum með það að leiðarljósi að breytingarnar valdi sem minnstri röskun fyrir börnin. Skólinn hefur á að skipa hæfu og góðu starfsfólki. Má í því sambandi nefna að tæp 52% starfsmanna eru fagmenntaðir.
Lokunin mun heldur ekki lækka þjónustustig leikskóla í Árborg. Fyrir liggur að öllum börnum sem eru á biðlista eftir plássi og fædd eru 2005, stendur til boða pláss í leikskólum Árborgar þegar elsti árgangurinn, börn á 6. aldursári, hefur grunnskólagöngu í ágúst næstkomandi.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, óskaði eftir fundarhléi, var það veitt.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum, gegn atkvæðum fulltrúa D-lista.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði fulltrúa D-lista, með svohljóðandi bókun:
D-listi leggur áherslu á að öllum börnum í Árborg, 18 mánaða og eldri, sé boðin leikskólavist í Árborg og þau njóti bestu aðstæðna. Jafnframt verði nýttar hagkvæmustu rekstrareiningarnar. Með þessari tillögu gengur meirihluti B-, S- og V-lista gegn vilja Árborgarbúa og skaðar samkeppnisaðstöðu sveitarfélagsins út á við. Þess vegna greiðum við atkvæði gegn tillögunni.
Fulltrúar D-lista.
Breytingatillaga nr. 4, hækkun á óreglulegum liðum um 30 milljónir króna.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum, fulltrúar D-lista sátu hjá.
Breytingatillaga nr. 5, Fasteignafélag, fjármagnsgjöld
a) Lagt er til að vextir vegna lántímalána verið hækkaðir um 450 þús. krónur.
b) Lagt er til að verðbætur vegna langtímalána verði hækkaðar um 600 þús. krónur.
Niðurstaða rekstrar á árinu 2007 verður því 84.592.000.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum, fulltrúar D-lista sátu hjá.
Fjárfestingar:
Lagðar eru fram eftirfarandi breytingar á fjárfestingaáætlun:
1. Fasteignafélag
a) Leikskóli í Suðurbyggð, Leirkelda, fjárfesting að upphæð 40 milljónir vegna stofnkostnaðar við nýjan leikskóla við Leirkeldu.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum, fulltrúar D-lista greiddu atkvæði á móti
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði meirihlutans.
D-listi vill fara að fullu í framkvæmdir við leikskóla í Suðurbyggð, þannig að hann verði fullbúinn á árinu. Þess vegna greiðum við atkvæði á móti.
Fulltrúar D-lista.
2. Eignasjóður
a) Fjörustígur, framkvæmdum við fjörustíg verði frestað, samtals 25.000.000.
b) Æskukot Farið verði í framkvæmdir við viðbyggingu við Æskukot. Gert er ráð fyrir því að taka viðbyggingu í notkun 2008. Fjárfesting samtals 25.000.000 sett inn í áætlun.
Heildarfjárfestingar á árinu verða því 1.512.452.000.
Tillaga 2a) var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum, fulltrúar D-lista greiddu atkvæði á móti.
Tillaga 2b) var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði fulltrúa D-lista:
Við fögnum því að tekið er undir sjónarmið D-lista um nauðsyn þess að fara strax í viðbyggingar við Æskukot á Stokkseyri. Þess vegna samþykkjum við tillöguna.
Fulltrúar D-lista.
Tillaga um lántökur:
Fasteignafélag, hækkun lána vegna fjárfestinga samtals 40 milljónir króna.
Heildar lántökur á árinu 2007 verða því 1.410.000.000 kr.
Snorri Finnlaugsson, D-lista, tók til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum, fulltrúar D-lista, greiddu atkvæði á móti.
Frumvarp til fjárhagsáætlunar, með áorðnum breytingum, var borið undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum. Fulltrúar D-lista greiddu atkvæði á móti.
Snorri Finnlaugsson, D-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði fulltrúa D-lista, með svohljóðandi bókun:
Meirihluti bæjarstjórnar Árborgar hefur nú samþykkt fyrstu fjárhagsáætlun sveitarfélagsins á þessu kjörtímabili. Einkenni þessarar áætlunar frá fyrri drögum áætlunar 2007 sem fulltrúar Framsóknaraflokks og Sjálfstæðisflokks stóðu sameiginlega að er fyrst og fremst aukin útgjöld til rekstrar og niðurskurður á nauðsynlegum framkvæmdum. Rekstrargjöld hækka um 34,7 milljónir frá fyrri drögum og því er ekki verið að gæta aðhalds eins haldið hefur verið fram, heldur þvert á móti verið að auka útgjöld.
Fjárhagsáætlunin lýsir einnig miklu metnaðarleysi í veigamiklum málaflokkum. Furðu vekur að framkvæmdir við leikskóla í Suðurbyggð eru settar á bið, en með því er verið að endurvekja biðlistastefnu sem einkenndi síðasta kjörtímabil. Sama á við um frestun framkvæmda við Æskukot á Stokkseyri. Sjálfstæðismenn leggja áherslu á nú sem fyrr að biðlistar á leikskóla heyri sögunni til.
Þá hljóta áform um uppbyggingu í íþróttamálum að vera vonbrigði. Einu framlög til íþróttamannvirkja samkvæmt drögunum eru tvær skýrslur; önnur upp á 500 þús. um Sundlaug Selfoss og hin upp á 2 milljónir um íþróttasvæði. Þá eru einu endurbætur á Sundlaug Selfoss "handklæðahólf", en ekkert annað sem varðar búningsaðstöðu, aðstöðu eða aðkomu. Samkvæmt fjárhagsáætlun meirihlutans er svo gert ráð fyrir að skerða afreksmannasjóð ÍTÁ frá því sem gert var ráð fyrir í fyrri drögum.
Bæjarfulltrúar meirihlutans hafa verið duglegir að kenna öðrum um slæman fjárhag sveitarfélagsins. Staðreyndin er hinsvegar sú að fjórir af fimm bæjarfulltrúum meirihlutans eru þeir sömu og eru ábyrgir fyrir þeim ákvörðunum sem leiddu fjárhag sveitarfélagsins í ógöngur á síðustu fjórum árum. Í stað þess að kalla á ríkisvaldið væri þessum bæjarfulltrúum hollara að horfa í eigin barm og rifja upp þær ákvarðanir sem t.d. voru teknar á fyrri hluta síðasta árs, rétt fyrir kosningar, þegar ausið var úr bæjarsjóði til reyna afla sér vinsælda og frá sveitarfélaginu voru gefnar hundruðir milljóna í formi lóða og byggingaréttar sem afhentur var sérvöldum aðilum langt undir markaðsvirði.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Árborg lögðu til rökstuddar tillögur við fjárhagsáætlun 2007 þar sem lögð var áhersla á að grunnþjónusta íbúanna væri í takt við það sem íbúarnir búast við. Árborg er ört vaxandi sveitarfélag sem þarf að hafa leikskólapláss fyrir börn 18 mánaða og eldri, samkeppnishæfa íþróttaaðstöðu, lægri álögur á eldri borgara, fullnægjandi og boðlegt skólahúsnæði í öllum byggðakjörnum og skilvirka og metnaðarfulla stjórnsýslu.
Því miður fyrir íbúa Árborgar fengu þessar tillögur okkar ekki brautargengi og voru felldar af fulltrúum meirihlutans. Vegna þessa sem að framangreinir greiðum við atkvæði á móti fjárhagsáætluninni.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins.
Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun:
Fjárhagsáætlun ársins 2007 ber þess merki að vænta má framhalds á þeirri sögulegu uppbyggingu sem verið hefur í Sveitarfélaginu Árborg á síðustu árum. Sveitarfélagið hefur lagt í miklar fjárfestingar á sviði skólamála, íþróttamannvirkja, gatnagerðar og fráveitu svo stærstu liðir séu nefndir.
Til að veita góða þjónustu þarf að hafa skýr markmið og framtíðarsýn. Sveitarfélagið Árborg er ört vaxandi sveitarfélag, hér ríkir almenn bjartsýni og einbeittur vilji til góðra verka svo sem sjá má merki um í öllu sveitarfélaginu. Það er meðal mikilvægustu verkefna bæjaryfirvalda að sjá til þess að þessi kraftur fái notið sín íbúum öllum til hagsbóta, samhliða því að halda vel á fjármálum, jafnt í rekstri sem fjárfestingum. Það þarf jafnframt að gera áætlanir til lengri tíma þar sem stuðst er við traustar og raunhæfar upplýsingar og framtíðarspár. Sú fjárhagsáætlun sem hér er lögð fram til afgreiðslu byggir á þeirri trú meirihlutans að Sveitarfélagið Árborg verði áfram einn af eftirsóknarverðustu búsetukostum á landinu.
Á árinu 2007 er gert ráð fyrir að lokið verði seinni áfanga byggingar Sunnulækjarskóla á Selfossi og að hafnar verði framkvæmdir við byggingu nýs skóla á Eyrarbakka. Jafnframt er áætlað að hefja á árinu byggingu nýs sex deilda leikskóla við Leirkeldu á Selfossi og viðbyggingu við leikskólann Æskukot á Stokkseyri. Framkvæmdum við fráveitu verður fram haldið auk fjölmargra stórra og smærri verka á sviði viðhalds eigna, gatnagerðar, vatnsveitu og hitaveitu.
Framkvæmdir ársins 2007 eru áætlaðar fyrir 1,512,452 m.kr. og á móti er áætluð sala eigna sem nemur 109,5 m.kr. Lántökur til framkvæmda eru áætlaðar 1.410 m.kr. Afborganir lána verða um 365 m.kr..
Þrátt fyrir einstaka uppbyggingu og vöxt hér í Árborg nú síðustu ár þá blasir það við að rekstur sveitarfélaga á Íslandi er víða þungur og framtíðin ekki björt hvað það varðar nema til komi breytt tekjuskipting milli ríkis og sveitarfélaga. Eitt af stærstu hagsmunamálum sem Samband íslenskra vinnur nú að er að ná samkomulagi við ríkið um auknar tekjur til sveitarfélaga. Á meðan ekki verður breyting á þessari tekjuskiptingu er ljóst að hér í Árborg verður róðurinn þungur þrátt fyrir stíft aðhald í rekstri.
Fjárhagsáætlun sem nú liggur fyrir til afgreiðslu gerir ráð fyrir að samanlagðar tekjur A og B hluta verði 3.663,652 m.kr. á árinu 2007 sem er 11,6% hækkun frá fyrra ári. Hlutur skattatekna af heildartekjum er 71,7%. Skatttekjur hækkuðu um 12,6% frá árinu 2006.
Í áætluninni er jákvæð niðurstaða í rekstri upp á 84,592 m.kr. og handbært fé frá rekstri 385,095 m.kr.
Í samanburði við endurskoðaða áætlun fyrir árið 2006 munu rekstarútgjöld án launa aukast um 3,7 %, áætluð hækkun launakostnaðar er 12,5