Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


18.5.2007

12. fundur leikskólanefndar

 

12. fundur leikskólanefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 16.05.2007  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15

 

Mætt:
Sædís Ósk Harðardóttir, formaður, V-lista
Róbert Sverrisson, varaformaður, B-lista
Gyða Björgvinsdóttir, nefndarmaður S-lista
Ásdís Sigurðardóttir, nefndarmaður D-lista
Sigurborg Ólafsdóttir, fulltrúi foreldra
Auður Hjálmarsdóttir, fulltrúi starfsmanna
Heiðdís Gunnarsdóttir, leikskólafulltrúi

 

Heiðdís Gunnarsdóttir, leikskólafulltrúi ritaði fundargerð

 

Dagskrá:

 

1. 0705052
Upplýsingar um umhverfismál í leikskólum Árborgar -

Leikskólanefnd Árborgar óskar eftir upplýsingum frá leikskólastjórum hvernig umhverfismálum sé háttað í skólum Árborgar. Hvernig birtist umhverfisstefna skólans í skólanámskrá og daglegu starfi skólans.
Greinagerð:
Árborg er framsækið og nútímalegt sveitarfélag sem nýtir þau tækifæri sem staðsetning þess gefur tilefni til. Umhverfismál í víðasta skilningi eru málaflokkur nútímans sem framsækið sveitarfélag lætur sig miklu skipta. Sveitarfélagið mun því kappkosta að varðveita fjölbreytni og hreinleika náttúrunnar með vel útbúnum aðgerðum og vönduðum vinnubrögðum. Tekið verður á umhverfismálum af festu til að vera í fararbroddi í þessum mikilvæga málaflokki, öðrum til fyrirmyndar og eftirbreytni.
Allir starfsmenn sveitarfélagsins eiga að kunna skil á umhverfisstefnu sveitarfélagsins og markmiðum henni tengdri. Þeir verði meðvitaðir um áhrif starfa sinna á umhverfið og virkir þátttakendur í að framfylgja stefnunni.
Lagt er til að leikskólastjórar komi upplýsingum til leikskólafulltrúa fyrir næsta fund sem verður 20. júní n.k.

Erindi til kynningar:

 

a) 0701082
breyting á gjaldskrá leikskóla 2007 -

Leikskólanefnd Árborgar vekur athygli á því að 1. júní n.k. lækkar kennsluhluti leikskólagjalda um 15%.

b) 0703067
Viðbygging við Æskukot, Blómsturvöllum -

Verið er að ganga frá tilboðsgögnum en verkið verður boðið út í fyrri hluta júní.

c) 0705053
Leikskólinn Árbær heilsuleikskóli -

3. maí s.l. fékk leikskólinn Árbær formlega vottun sem heilsuleikskóli.
Unnur Stefánsdóttir formaður samtaka heilsuleikskóla afhenti leikskólastjóra viðurkenningarskjal heilsuleikskóla. Starfað er eftir viðmiðum heilsustefnunnar þar sem markmiðið er að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik og starfi.
Leikskólanefnd óskar Árbæ til hamingju með vottunina.

d) 0705054
Samstarf leik- og grunnskóla - endurmat frá 2007 -

Endurmat leik- og grunnskólakennara vegna vorskóla elstu barna í leikskóla í Vallaskóla og Sunnulækjaskóla.

e) 0701063
Fundargerðir leikskólastjóra og -fulltrúa 2007 -

Til kynningar
Leikskólanefnd óskar leikskólanum Hulduheimum til hamingju með styrkinn úr þróunarsjóði leikskóla. Verkefnið heitið "Hvernig læra leikskólabörn"

f) 0704094
Boð frá Töfragarðinum á Stokkseyri til leikskólans í Árbæ -

Tilkynning til leikskólanefndar Árborgar frá eigendum Töfragarðsins á Stokkseyri, þar sem leikskólinn Árbær á Selfossi var dregin út og verður boðið frítt inní garðinn í vor.
Leikskólanefnd þakkar eigendum Töfragarðsins fyrir gott framtak.

g) 0703069
Fréttabréf frá leikskólum Árborgar 2007 -

Fréttabréf Árbæjar í apríl og Álfheima,Ásheima,Brimvers,Glaðheima,Hulduheima og Æskukots í maí, til kynningar

h) 0610096
Fyrsta skóflustungan vegna nýs leikskóla við Leirkeldu/Norðurhóla -

3. maí var fyrsta skóflustungan tekin að nýjum leikskóla við Leirkeldu/Norðurhóla.
Leikskólafulltrúi og börn úr Ásheimum tóku skóflustunguna og börnin og aðrir viðstaddir sungu.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18.20

 

 


Sædís Ósk Harðardóttir


 


Róbert Sverrisson


Gyða Björgvinsdóttir


 


Ásdís Sigurðardóttir


Sigurborg Ólafsdóttir


 


Auður Hjálmarsdóttir


Heiðdís Gunnarsdóttir


 


 


 


 

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica