12. fundur skólanefndar grunnskóla
12. fundur skólanefndar grunnskóla, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 13. september 2007 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:10
Mætt:
Sigrún Þorsteinsdóttir, formaður, V-lista
Þórir Haraldsson, varaformaður, B-lista (B)
Sandra D. Gunnarsdóttir, nefndarmaður S-lista (S)
Þórunn Jóna Hauksdóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Kristín Traustadóttir, bæjarfulltrúi, D-lista
Birgir Edwald, fulltrúi skólastjóra
Daði V Ingimundarson, skólastjóri
Elín Höskuldsdóttir, fulltrúi Flóahrepps
Eyjólfur Sturlaugsson, skólastjóri
Sædís Ósk Harðardóttir, fulltrúi kennara
Guðmundur B. Gylfason, fulltrúi kennara
Ragnheiður Thorlacius, framkvæmdastjóri
Sigurður Bjarnason ritaði fundargerð
Dagskrá:
1. 0709043 - Yfirlit frá skólastjórum v. skólaársins 2007-2008
Skólastjórar grunnskólana þeir Birgir Edwald, Daði Ingimundarson og Eyjólfur Sturlaugsson fóru yfir stöðu mála í sínum stofnunum við upphaf skólaárs.
Skólanefnd þakkar skólastjórnendum fyrir yfirlit v. skólaársins 2007-2008
2. 0704109 - Sveigjanleiki í námi grunnskólanemenda á skilum grunn- og framhaldsskóla - Stefnumótun
Lögð var fram lokatillaga að reglum fræðsluyfirvalda Sveitarfélagsins Árborgar um sveigjanleika í námi. Athugasemdir við fyrstu drög að reglunum sem lögð voru fram á 11. fundi skólanefndar þann 14.06. 2007 bárust frá Daða Ingimundarsyni skólastjóra, Foreldraráði Vallaskóla og Þórunni Jónu Hauksdóttur D-lista.
Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti reglur um sveigjanleika í námi grunnskólanemenda á skilum grunn- og framhaldsskóla með þeim breytingartillögum sem lagðar hafa veri fram.
3. 0705025 - Umhverfismál í grunnskólum Árborgar
Lagðar voru fram upplýsingar um umhverfismál í grunnskólum Árborgar.
Skólanefnd þakkar skólastjórnendum fyrir upplýsingar um umhverfismál í grunnskólum Árborgar og vill benda á nauðsyn þess að starfsfólk grunnskólanna sé meðvitað um umhverfismál og hvetji nemendur til hins sama jafnt innan skólans sem utan.
0709044 - Skólavist Sunnulækjarskóla
Fyrir fundinum liggur svohljóðandi tillaga Þórunnar Jónu Hauksdóttur D-lista:
Skólanefnd leggur til að komið verði upp skólavistun í Sunnulækjarskóla og að hún verði hýst í viðbyggingu austan megin við skólann. Þar til sú framtíðarlausn kemst í notkun er lagt að bæjarstjórn að vinda ofan af biðlista þeim sem nú er staðreynd – í samráði við skólanefnd, skólastjóra, yfirmann fræðslumála og framkvæmdastjóra fjölskyldumiðstöðvar.
Greinagerð:
Fram hefur komið í fjölmiðlum að langur biðlisti er eftir vistun á Bifröst; skólavistun Vallaskóla og að nú þegar sé unnið að framtíðarlausn málsins. Að mati skólanefndar er framtíðarlausn fólgin í viðbyggingu við austurhlið Sunnulækjarskóla þar sem upphaflega var áætlað að reisa leikskóla. Æskilegt er að skólavistun sé nálægt skóla, líkt og Bifröst er nálægt Vallaskóla og tæknilegt hagræði er að því að upphaflega var áætlað að byggja þarna leikskóla.
Sem fagnefnd skólamála vill skólanefnd samráð við lausn vandans og frekari upplýsingar.
Þórunn Jóna Hauksdóttir óskaði eftir að leggja fram breytingatillögu og var það samþykkt samhljóða. Breytingatillagan er svohljóðandi:
Skólanefnd leggur til að komið verði upp skólavistun til framtíðar í Sunnulækjarskóla og að hún verði hýst í viðbyggingu austan megin við skólann. Um skammtímalausn skólavistunar í skólahúsnæði Sunnulækjarskóla vill skólanefnd vera með í ráðum ásamt skólastjóra, yfirmanni fræðslumála og framkvæmdastjóra fjölskyldumiðstöðvar.
Greinagerð:
Það er skólanefnd ánægjuefni að fundin sé lausn til skamms tíma á biðlista eftir skólavistun. Nefndin lítur það þó alvarlegum augum að skólahúsnæði er lagt undir aðra starfsemi án samráðs við nefndina og starfsfólk Sunnulækjarskóla, sbr. 28 gr. erindisbréfs skólanefndar. Nefndin ítrekar þó mikilvægi þess að vinna að framtíðarlausn málsins. Að mati skólanefndar er framtíðarlausn fólgin í viðbyggingu við austurhlið Sunnulækjarskóla þar sem upphaflega var áætlað að reisa leikskóla. Æskilegt er að skólavistun sé nálægt skóla, líkt og Bifröst er nálægt Vallaskóla og tæknilegt hagræði er að því að upphaflega var áætlað að byggja þarna leikskóla.
Fulltrúar B-V og S lista báðu um fundarhlé og var það veitt.
Breytingartillagan var borin upp og felld með þremur atkvæðum fulltrúa V-S-B lista gegn tveimur atkvæðum fulltrúa D-lista
Í tilefni af tillögum Þórunnar Jónu lögðu fulltrúar S-lista, B-lista og V-lista fram neðan greinda bókun:
Fulltrúar meirihluta í skólanefnd vilja benda á að samþykkt var samhljóða á bæjarráðsfundi í morgun tillaga um opnun skólavistar fyrir nemendur í 1.-4. bekk í Sunnulækjarskóla frá og með næstu áramótum. Skólanefnd hvetur jafnframt bæjarstjórn til að vinna að framtíðarlausn skólavistunar Sunnulækjarskóla sem allra fyrst, í samráði við skólanefnd og aðra sem hlut eiga að máli.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, gerir grein fyrir atkvæði sínu:
Það er bráðabirgðalausn að hýsa skólavistun í kennsluhúsnæði Sunnulækjarskóla. Sú lausn er neyðarúrræði vegna langs biðlista eftir skólavistun. Það er leitt að meirihluti skólanefndar axlar hvorki þá ábyrgð að vera stefnumótandi né að gera bæjarstjórn aðvart um þörf á viðbyggingu. Hvort tveggja er þó partur af hlutverki hennar samkvæmt erindisbréfi.
Þórunn Jóna Hauksdóttir leggur fram eftirfarandi fyrirspurnir:
1. Hvers vegna ákvað formaður skólanefndar að fella niður fund nefndarinnar í ágúst þegar ljóst var að stefndi í alvarlegan vanda vegna biðlista eftir skólavistun á Bifröst; skólavistun Vallaskóla?
2. Við hverja hafði meirihluti skólanefndar samráð þegar hún ákvað að hafna tillögunni?
3. Finnst meirihluta skólanefndar ekki alvarlegt að taka hluta kennsluhúsnæðis Sunnulækjarskóla undir aðra starfsemi? Og finnst meirihluta skólanefndar ekki ámælisvert að bæjarráð skuli ekki hafa samráð við skólanefnd þegar hluti skólahúsnæðis er lagður undir aðra starfsemi en kennslu?
4. Hverjar eru hugmyndir meirihluta skólanefndar um framtíðarhúsnæði skólavistunar við Sunnulækjarskóla?
Formaður sagði að fyrirspurnum yrði svarað á næsta skólanefndarfundi.
Erindi til kynningar:
4. 0708077 - Skólamálaþing 2 árið 2007
Skólanefnd hvetur alla þá sem sjá sér fært að mæta á Skólamálaþingið sem haldið verður föstudaginn 23. nóvember n.k. á Hótel Nordica. Megináhersla þingsins verður á framtíðarsýn og stefnumótun sveitarfélaga í skólamálum en markhópur þingsins eru stjórnendur sveitarfélaga, sveitarstjórnarmenn, stjórnendur og starfsfólk skólaskrifstofa, skólastjórnendur og skóla-/fræðslunefndarfólk
5. 0504050 - Framtíðaruppbygging Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri- Fundargerðir byggingarnefndar
Fundargerðir byggingarnefndar Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri voru lagðar fram til kynningar.
Þórunn Jóna Hauksdóttir D-lista bað um fundarhlé og var það veitt.
Skólanefnd fagnar því að komnar séu tímasetningar á útboðsgerð fyrir uppbyggingu BES og leggur mikla áherslu á að þær tímasetningar standist svo ekki verði frekari tafir á uppbyggingu skólahúsnæðis. Sem fagnefnd skólamála vill skólanefnd að leitað sé samráðs við hana um uppbyggingu BES eins og kveðið er á um í erindisbréfi hennar.
Sædís Ósk Harðardóttir vill láta bóka eftirfarandi:
Tek undir bókun skólanefndar og tel það mjög mikilvægt að miðað við núverandi aðstæður í BES að engar frekari tafir verði og að tímasetning standist.
Fyrirspurnir frá nefndarmönnum D-lista, Þórunni Jónu Hauksdóttur og Kristínu Traustadóttur:
1. Í fundargerð skólanefndar frá því í febrúar kemur fram að þverfaglegur vinnuhópur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri muni hittast tvisvar fram á vor vegna innra starfs skólans. Hvers vegna hefur það ekki gengið eftir?
2. Enn er beðið niðurstöðu um hvort hægt er að byggja skólahúsnæði BES á Eyrarbakka norðan þorps. Við hverja var haft samráð um það?
3. Að sama skapi: Er ekki rétt að bæjarráð hafi samráð við skólanefnd um breytingar á áfangaskiptingu verksins? Við hverja var haft samráð um það?
Formaður sagði að framantöldum fyrirspurnum yrði svarað á næsta skólanefndarfundi.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 20:00
Sigrún Þorsteinsdóttir
Þórir Haraldsson
Sandra D. Gunnarsdóttir
Þórunn Jóna Hauksdóttir
Kristín Traustadóttir
Birgir Edwald
Daði V Ingimundarson
Elín Höskuldsdóttir
Eyjólfur Sturlaugsson
Sædís Ósk Harðardóttir
Guðmundur B. Gylfason
Ragnheiður Thorlacius