65. fundur bæjarstjórnar, kjörtímabilið 2022 - 2026
Fundur bæjarstjórnar Árborgar verður haldinn miðvikudaginn 19. nóvember 2025 í
Grænumörk 5, Selfossi, kl.16:00.
Dagskrá:
Almenn erindi
- 2511173 - Tillaga frá UNGSÁ - Heimavist FSu
Tillaga frá UNGSÁ um að sveitarfélagið sýni frumkvæði og hefji viðræður við ríkið um uppbyggingu nýrrar heimavistar við Fjölbrautaskóla Suðurlands. - 2511174 - Tillaga frá UNGSÁ - samræmd einkunnagjöf í grunnskólum og Safnskóli
Tillaga frá UNGSÁ um að samræma einkunnakerfi í grunnskólum sveitarfélagsins. - 2511175 - Tillaga frá UNGSÁ - menningarhús í Árborg
Tillaga UNGSÁ um að stofnað verði menningarhús í Árborg. - 2511176 - Tillaga frá UNGSÁ - þjónusta á Eyrarbakka og Stokkseyri
Tillaga frá UNGSÁ um jöfn tækifæri íbúa á þjónustu á Stokkseyri og Eyrarbakka. - 2511177 - Tillaga frá UNGSÁ - leikvellir í Árborg
Tillaga frá UNGSÁ um endurbætur o.fl. vegna leikvalla í Árborg. - 2511178 - Tillaga frá UNGSÁ - Árborg barnvænt sveitarfélag
Tillaga frá UNGÁ um að Sveitarfélagið Árborg verði barnvænt sveitarfélag. - 2301178 - Deiliskipulag hesthúsasvæðis - Hestamannafélagið Sleipnir
Tillaga frá 52. fundi skipulagsnefndar frá 5. nóvember, liður 1. Deiliskipulag hesthúsasvæðis - Hestamannafélagið Sleipnir.
Lögð er fram eftir auglýsingu tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til hesthúsasvæðisins á Selfossi. Meginmarkmið deiliskipulagsins er að setja fram heildstæða stefnu fyrir allt hesthúsahverfið, bæði núverandi svæði og stækkun þess til suðurs. Deiliskipulagið byggir í megindráttum á núverandi fyrirkomulagi með áherslu á bættar reiðleiðir og þjálfunarsvæði. Á svæði til suðurs verður gert ráð fyrir nýjum lóðum og þannig fjölgar notendum innan hesthúsasvæðisins. Kröfur um bættan aðbúnað hesta og manna hafa aukist á undanförnum árum og munu skilmálar um byggingu nýrra húsa og breytingar á eldri húsum taka mið af því. Deiliskipulagið nær til alls hesthúsahverfisins, sem er núverandi keppnis- og, hesthúsasvæði og stækkaðs hesthúsasvæðis, samtals um 27 ha. Deiliskipulagsmörkin ná einnig yfir hluta af opnu svæði milli Langholts og hesthúsahverfis vegna fyrirhugaðs reiðstígs þar. Stækkun núverandi svæðis er um 7 ha að stærð. Á nýja svæðinu næst Dísastaðarlandi er gert ráð fyrir 19 nýjum hesthúsum meðfram Bæjartröð. Lóðir eru af þremur stærðum, og er gert ráð fyrir að innan þeirra verði heimilt að byggja stakstæð hús eða parhús. Hestagerði eru staðsett sunnan við hús beggja megin götu til að tryggja sól og skjól frá ríkjandi vindáttum. Auk 19 hefðbundinna hesthúsa er gert ráð fyrir tveimur stærri lóðum fyrir hesthús með litlum reiðskemmum. Skilmálar eru settir fyrir byggingu nýrra hesthúsa og eins eru settir fram skilmálar um mögulega endurbyggingu eldri húsa. Byggingarmagn á keppnissvæði er aukið umtalsvert, bæði fyrir fipo-keppnishöll en einnig fyrir minni hús til þjálfunar og fyrir áhorfendastúkur. Deiliskipulagið er í samræmi við Aðalskipulag Árborgar 2020-2036, þar sem svæðið er með landnotkunina ÍÞ2. Með gildistöku þessa deiliskipulags falla allar eldri skipulagsáætlanir fyrir svæðið úr gildi. ?Umsagnir bárust frá Brunavörnum Árnessýslu, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Náttúruverndarstofnun og Vegagerðinni. Þá barst nokkur fjöldi athugasemda frá íbúum í næsta nágrenni við hesthúsahverfið, og einnig frá fyrrverandi landaeiganda hesthúsasvæðis og núverandi uppbyggingaraðila íbúðasvæðis á aðliggjandi landi, auk skipulagsnefndar hestamannafélagsins Sleipnis. Helstu athugasemdir varða, nálægð svæðis við væntanlega íbúðabyggð, auk þess sem lýst er yfir áhyggjum af lyktarmengun. Að mati skipulagsnefndar hefur verið brugðist við þeim umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan tillögunnar og í samantekt athugasemda og svara við innsendum umsögnum. Að mati nefndarinnar er tillagan í takt við heimildir aðalskipulags sveitarfélags þar sem svæðið er skilgreint sem hesthúsasvæði ÍÞ2. Aðliggjandi landeigendum og lóðarhöfum hafi mátt vera ljós skilgreining svæðisins innan núgildandi og eldra aðalskipulags sveitarfélagsins. Bendir nefndin á að innan deiliskipulags fyrir Austurbyggð II er vísað er til eldra aðalskipulags þar sem svæðið er merkt Ú11 og Ú13. Innan greinargerðar aðliggjandi deiliskipulags er enn fremur vísað til þess að skilgreind íbúðarbyggð liggi sunnan hesthúsahverfisins og að gengið verði á viðkomandi opið svæði til sérstakra nota fyrir hesthúsasvæði til að stækka íbúðarsvæðið. Hlutaðeigandi landeiganda aðliggjandi lands var því vel ljóst um fyrirhugaða notkun svæðisins þegar lagt var fram deiliskipulags sem tekur til íbúðarbyggðar ÍB13. Ekkert í stefnumörkun aðalskipulags sveitarfélagsins gefur til kynna að viðkomandi svæði sé víkjandi eða að önnur landnotkun en hesthúsasvæði sé áætlað innan viðkomandi svæðis. Þetta hafi landeiganda, lóðarhöfum og íbúðareigendum innan deiliskipulagssvæði Austurbyggðar II mátt vera það ljóst við skipulagningu og gildistöku deiliskipulags viðkomandi íbúðarbyggðar sem liggur að hesthúsasvæðinu. Auk þess bendir nefndin á að með gildistöku deiliskipulags er útbúið verkfæri til að bæta úr ýmsum aðstöðumálum innan svæðisins s.s. er varðar frágang taðþróa, lausafjármuni innan svæðisins, uppbyggingu grunninnviða o.s.fr. Mælist nefndin til þess við bæjarstjórn Árborgar að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með 3 atkvæðum af 5. - 2510347 - Deiliskipulagsbreyting - Byggðarhorn 54 (Litla Kot)
Tillaga frá 52. fundi skipulagsnefndar frá 5. nóvember, liður 5. Deiliskipulagsbreyting - Byggðarhorn 54 (Litla Kot).
Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi búgarðabyggðar, Byggðarhorns Búgarðar. Breytingin nær til lóðar númer 54 sem hefur fengið heitið Litla Kot. Lóðinni verður skipt í tvær lóðir, Litla Kot I og Litla Kot II. Aðkoma að lóðum er frá hreimreið, sem tengjast Byggðarhornsvegi (3081) sem er héraðsvegur. Nú þegar er búið að byggja íbúðarhús á lóðinni og mun það tilheyra Litla Koti I. Á hvorri lóð fyrir sig er heimilt að byggja íbúðarhús og útihús. Heildarbyggingarmagn lóðar fyrir breytingu er 800 m2 fyrir íbúðarhús og 1200 m2 fyrir útihús og verður samanlagt heildarbyggingarmagn beggja lóða eftir breytingu 800 m2 fyrir íbúðarhús og 1000 m2 fyrir útihús.
Skipulagsnefnd mælist til þess að viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi og verði sérstaklega kynnt aðliggjandi lóðarhöfum á svæðinu auk þess sem leitað verði umsagna. - 2511014 - Reglur um val og útnefningu heiðursborgara í Sveitarfélaginu Árborg
Tillaga frá 149. fundi bæjarráðs frá 6. nóvember, liður 3. Reglur um val og útnefningu heiðursborgara í Sveitarfélaginu Árborg. Lögð eru fram drög að reglum um val og útnefningu heiðursborgara Sveitarfélagsins Árborgar ásamt minnisblaði bæjarstjóra og bæjarritara, dags. 3. nóvember 2025. Bæjarráð tekur vel í að settar verði reglur um val á heiðursborgara í Sveitarfélaginu Árborg og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja reglurnar. - 2511093 - Reglur um þjónustu frístundaheimila í Svf. Árborg
Reglur um þjónustu frístundaheimila í Svf. Árborg
Endurskoðaðar reglur um þjónustu frístundaheimila lagðar fram til staðfestingar. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir reglurnar samhljóða á 24. fundi. Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja reglurnar. - 2511226 - Samþykktir Listasafns Árnesinga 2025
Fyrri umræða. Lagt er til að vísa samþykktum Listasafns Árnesinga til síðari umræðu. - 2511227 - Samþykktir Héraðsskjalasafns Árnesinga 2025
Fyrri umræða. Lagt er til að vísa samþykktum Héraðsskjalasafns Árnesinga til síðari umræðu. - 2511228 - Samþykktir Byggðasafns Árnesinga 2025
Fyrri umræða. Lagt er til að vísa samþykktum Byggðasafns Árnesinga til síðari umræðu. - 2203180 - Reglur um launakjör og starfsaðstöðu bæjarfulltrúa og nefndarmanna
Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkt verði að afnema vísitölutengingu viðmiðunarfjárhæða í 1. gr. reglna um launakjör og starfsaðstöðu bæjarfulltrúa og nefndarmanna hjá Sveitarfélaginu Árborg út kjörtímabilið 2022-2026. Bæjarstjóra og bæjarritara falið að leggja til breytingar á reglunum fyrir sveitarstjórnarkosningar 2026 sem myndu taka gildi á nýju kjörtímabili. - 2510388 - Fjárhagsáætlun 2026-2029
Fyrri umræða. - 2511222 - Útsvarsprósenta 2026
Lögð fram tillaga að útsvarsprósentu fyrir árið 2026.
17. 2510037F - Bæjarráð - 149
149. fundur haldinn 6. nóvember.
18. 2510036F - Eigna- og veitunefnd - 47
47. fundur haldinn 4. nóvember.
19. 2510016F - Skipulagsnefnd - 52
52. fundur haldinn 6. nóvember.
20. 2511005F - Bæjarráð - 150
150. fundur haldinn 13. nóvember.
--- Bragi Bjarnason---
bæjarstjóri