Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


16.10.2014

12. fundur bæjarráðs Árborgar

12. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 16. október 2014 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, varaformaður, Ari B. Thorarensen, varamaður, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista, varamaður, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Viðar Helgason, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, Ásta Stefánsdóttir,  framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
 1. 1406099 - Fundargerð fræðslunefndar
  1. fundur haldinn 7. október
Fundargerðin staðfest.
Fundargerðir til kynningar
 2. 1410046 - Fundargerð fagráðs Brunavarna Árnessýslu
  1. fundur haldinn 6. október
Lagt fram til kynningar.
 3. 1410026 - Fundargerðir héraðsnefndar Árnesinga 2013-2014
  1. fundur haldinn 8. maí 2013 3. fundur haldinn 11. apríl 2014
Lagt fram.
 4. 1408177 - Fundargerð hverfisráðs Eyrarbakka
  1. fundur hverfisráðs haldinn 6. október
Lagt fram.
 5. 1402007 - Fundargerð stjórnar SASS 2014
  1. fundur haldinn 3. október
Lagt fram.
 6. 1402040 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
  1. fundur haldinn 8. október
Lagt fram.
Almenn afgreiðslumál
 7. 1409114 - Beiðni Ástu Kristrúnar Ragnarsdóttir um stuðning við Nemanet námstæki, dags. 13. október 2014
Sótt er um 1 mkr stuðning við þróunarverkefnið í formi þess að kaupa 200 aðgangslykla fyrir nemendur. Fjallað hefur verið um erindið í fræðslunefnd. Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við beiðninni, fjármagn til upplýsingatæknimála í skólum hefur verið af skornum skammti og enn er verið að fjárfesta í grunnbúnaði.
 8. 1410034 - Styrkbeiðni Bjarka Sveinbjörnssonar, tónlistarfræðings, dags. 2. október 2014- viðtöl við íbúa Árborgar til skráningar á sögu 20. aldar
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar íþrótta- og menningarnefndar.
 9. 1408037 - Styrkbeiðni frá ungmennaráði vegna ungmennaskipta
Áður frestað á 11. fundi bæjarráðs
Bæjarráð samþykkir að veita ungmennaráði Árborgar 200.000 kr. styrk til að standa fyrir verkefni sem nefnist "Youth voices unite" í ungmennaskiptum sem fram fara í Árborg í næstu viku.
 10. 1410059 - Styrkbeiðni fulltrúa Fisherseturs
Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar.
 11. 1410065 - Erindi frá Vegagerðinni dags. 9. október 2014: Fjögurra ára samgönguáætlun sjóvarna og hafna 2015-2018
Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og veitustjórnar.
 12. 1410068 - Drög að reglugerðum um umdæmamörk nýrra lögreglu- og sýslumannsembætta, erindi frá Innanríkisráðuneytinu, dags. 8. október 2014
Bæjarráð fagnar því að Sveitarfélagið Hornafjörður heyri undir Suðurlandsumdæmi og mælist til þess að allt Suðurland, þar með taldar Vestmannaeyjar, verði eitt lögregluumdæmi og eitt sýslumannsumdæmi.
Erindi til kynningar
 13. 1410066 - Ályktanir frá Félagi tónlistarskólakennara haustið 2014
Lagt fram til kynningar.
 14. 1410070 - Ályktun Skógræktarfélags Íslands - lúpínubreiður og skógrækt, dags. 6. október 2014
Lagt fram til kynningar.
 15. 1409081 - Ársfundur náttúruverndarnefnda og Umhverfisstofnunar 2014
Til kynningar.
 16. 1410069 - Kynning Tónskóla Sigursveins: Málþing - tónlistarfræðsla, uppeldi og samfélag
Til kynningar.
  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:15  
Sandra Dís Hafþórsdóttir Ari B. Thorarensen
Arna Ír Gunnarsdóttir Helgi Sigurður Haraldsson
Viðar Helgason Ásta Stefánsdóttir

Þetta vefsvæði byggir á Eplica