16.10.2014
12. fundur bæjarráðs Árborgar
12. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 16. október 2014 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, varaformaður, Ari B. Thorarensen, varamaður, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista, varamaður, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Viðar Helgason, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar |
1. |
1406099 - Fundargerð fræðslunefndar |
- fundur haldinn 7. október
|
Fundargerðin staðfest. |
|
Fundargerðir til kynningar |
2. |
1410046 - Fundargerð fagráðs Brunavarna Árnessýslu |
- fundur haldinn 6. október
|
Lagt fram til kynningar. |
|
3. |
1410026 - Fundargerðir héraðsnefndar Árnesinga 2013-2014 |
- fundur haldinn 8. maí 2013 3. fundur haldinn 11. apríl 2014
|
Lagt fram. |
|
4. |
1408177 - Fundargerð hverfisráðs Eyrarbakka |
- fundur hverfisráðs haldinn 6. október
|
Lagt fram. |
|
|
5. |
1402007 - Fundargerð stjórnar SASS 2014 |
- fundur haldinn 3. október
|
Lagt fram. |
|
6. |
1402040 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga |
- fundur haldinn 8. október
|
Lagt fram. |
|
Almenn afgreiðslumál |
7. |
1409114 - Beiðni Ástu Kristrúnar Ragnarsdóttir um stuðning við Nemanet námstæki, dags. 13. október 2014 |
Sótt er um 1 mkr stuðning við þróunarverkefnið í formi þess að kaupa 200 aðgangslykla fyrir nemendur. Fjallað hefur verið um erindið í fræðslunefnd. Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við beiðninni, fjármagn til upplýsingatæknimála í skólum hefur verið af skornum skammti og enn er verið að fjárfesta í grunnbúnaði. |
|
8. |
1410034 - Styrkbeiðni Bjarka Sveinbjörnssonar, tónlistarfræðings, dags. 2. október 2014- viðtöl við íbúa Árborgar til skráningar á sögu 20. aldar |
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar íþrótta- og menningarnefndar. |
|
9. |
1408037 - Styrkbeiðni frá ungmennaráði vegna ungmennaskipta |
Áður frestað á 11. fundi bæjarráðs |
Bæjarráð samþykkir að veita ungmennaráði Árborgar 200.000 kr. styrk til að standa fyrir verkefni sem nefnist "Youth voices unite" í ungmennaskiptum sem fram fara í Árborg í næstu viku. |
|
10. |
1410059 - Styrkbeiðni fulltrúa Fisherseturs |
Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar. |
|
11. |
1410065 - Erindi frá Vegagerðinni dags. 9. október 2014: Fjögurra ára samgönguáætlun sjóvarna og hafna 2015-2018 |
Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og veitustjórnar. |
|
12. |
1410068 - Drög að reglugerðum um umdæmamörk nýrra lögreglu- og sýslumannsembætta, erindi frá Innanríkisráðuneytinu, dags. 8. október 2014 |
Bæjarráð fagnar því að Sveitarfélagið Hornafjörður heyri undir Suðurlandsumdæmi og mælist til þess að allt Suðurland, þar með taldar Vestmannaeyjar, verði eitt lögregluumdæmi og eitt sýslumannsumdæmi. |
|
Erindi til kynningar |
13. |
1410066 - Ályktanir frá Félagi tónlistarskólakennara haustið 2014 |
Lagt fram til kynningar. |
|
14. |
1410070 - Ályktun Skógræktarfélags Íslands - lúpínubreiður og skógrækt, dags. 6. október 2014 |
Lagt fram til kynningar. |
|
15. |
1409081 - Ársfundur náttúruverndarnefnda og Umhverfisstofnunar 2014 |
Til kynningar. |
|
16. |
1410069 - Kynning Tónskóla Sigursveins: Málþing - tónlistarfræðsla, uppeldi og samfélag |
Til kynningar. |
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:15
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
|
Ari B. Thorarensen |
Arna Ír Gunnarsdóttir |
|
Helgi Sigurður Haraldsson |
Viðar Helgason |
|
Ásta Stefánsdóttir |