Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


11.6.2015

12. fundur félagsmálanefndar

12. fundur félagsmálanefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 3. júní 2015 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:15.  Mætt: Ari B. Thorarensen, formaður, D-lista, Jóna S. Sigurbjartsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Þórdís Kristinsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Svava Júlía Jónsdóttir, nefndarmaður, S-lista, Guðfinna Gunnarsdóttir, nefndarmaður, Æ-lista, Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir,  félagsmálastjóri.  Formaður leitar afbrigða til að taka inn mál nr. 1502206 og er það samþykkt samhljóða Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1506001 - Húsnæðismál - trúnaðarmál
Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók
2. 1505305 - Húsnæðismál - trúnaðarmál
Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók
3. 1506002 - Fjárhagsaðstoð - trúnaðarmál
Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók
4. 1506008 - Reglur um sérstakar húsaleigubætur
Harpa Dís Harðardóttir, stjórnarmaður Þroskahjálpar á Suðurlandi kom inn á fundinn og lagði eftirfarandi bókun fram sem samþykkt var á aðalfundi Þroskahjálpar á Suðurlandi þann 21. maí 2015. Samtökin hafa fjallað um fyrirhugaðar breytingar á reglum um húsaleigubætur hjá Sveitarfélaginu Árborg. Ljóst er að reglur þessar munu auka húsnæðiskostnað hjá sumum en draga úr honum hjá öðrum. Svo virðist sem allmargir í hópi fatlaðra búi eftir þessa breytingu við þyngri greiðslubyrði vegna húsnæðis. Stjórn Þroskahjálpar leggst gegn tillögum þessum. Fram hefur komið að félagsmálaráðherra Eygló Harðardóttir undirbýr nú að leggja fram lagabreytingar um húsaleigubætur og félagslegar leiguíbúðir. Aðalfundur Þroskahjálpar leggur til að bæjarstjórn Árborgar fresti umræðu um breytingar á reglum um félagslegar íbúðir og húsaleigubætur þar til ljóst er hvert stefnir í lagaumhverfi þessa málaflokks. Félagið leggur ennfremur áherslu á að leitað verði umsagnar hagsmunaaðila áður en málið verður tekið upp að nýju. Sigrún Jensey Sigurðardóttir, réttindagæslumaður fatlaðra mætti jafnframt á fundinn og fór yfir stöðu þeirra sem tilheyra málaflokki fatlaðra. Félagsmálanefnd óskar eftir upplýsingum um áhrif breytinga innan lok árs 2015 m.t.t. til aðstæðna notenda. Reglurnar voru lagðar fram til atkvæðagreiðslu og samþykktar með þremur atkvæðum D-lista. Fulltrúi Æ-lista sat hjá og lagði fram eftirfarandi bókun. Þessar breytingar eru til bóta, en ljóst er að ákveðinn hópur fatlaðra verða fyrir skerðingu vegna þeirra. Mikilvægt er að endurskoða viðkomandi reglur sem ofast og skoða þá hvernig ákveðnir hópar koma út, þá sérstaklega m.t.t. þeirra sem eiga litla sem enga möguleika á að afla sér tekna. Einnig að tekið sé tillit til fyrirhugaðra breytinga á lögum um almennar húsaleigubætur og aðrar breytingar á bótakerfum. Fulltrúi S-lista var á móti og lagði fram svohljóðandi bókun. Ég er á móti slíkum breytingunum þar sem þetta þýðir verulega skerðingu fyrir hóp sem á afar erfitt með að auka tekjur sínar og skerðingin kæmi sér mjög illa fyrir.
5. 1506007 - Reglur um félagslegt leiguhúsnæði
Félagsmálanefnd mun endurskoða reglurnar í lok árs 2015. Reglurnar lagðar undir atkvæðagreiðslu og samþykktar með fjórum atkvæðum, fulltrúi S-lista sat hjá og myndi vilja sjá lögheimiliskröfuna vera til eins árs í stað tveggja ára.
6. 1506006 - Reglur um fjárhagsaðstoð
Meðfylgjandi breyting á reglum um fjárhagsaðstoð varðandi styrk til að stunda endurhæfingu eða meðferð á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði samþykkt samhljóða.
7. 1506009 - Öldungaráð
Drög að samþykkt fyrir Öldungarráð Sveitarfélagsins Árborgar samþykkt samhljóða
8. 1502206 - Barnaverndarmál - trúnaðarmál
Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók
Erindi til kynningar
9. 1505048 - Fjárhagsáætlunarvinna fyrir árið 2016
Ingibjörg Garðarsdóttir, fjármálastjóri kom inn á fundinn og fór yfir stöðu félagsþjónustunnar fyrstu fjóra mánuði ársins ásamt því að fari yfir drög að verkferlum fyrir fjárhagsáætlunargerð 2016 - 2019 og aðkomu nefndarinnar að þeirri vinnu.
10. 1505262 - Barnaverndarskýrsla 2014
Lögð fram til kynningar
11. 1505298 - Ársfundur Birtu starfsendurhæfingar Suðurlands 2015
Lagt fram til kynningar
  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:00 Ari B. Thorarensen Jóna S. Sigurbjartsdóttir Þórdís Kristinsdóttir Svava Júlía Jónsdóttir Guðfinna Gunnarsdóttir Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir    

Þetta vefsvæði byggir á Eplica