Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


27.10.2011

12. fundur félagsmálanefndar

12. fundur félagsmálanefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn þriðjudaginn 25. október 2011  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15

 

Mætt:
Ari B. Thorarensen, formaður, D-lista,
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður D-lista,
Þórdís Kristinsdóttir, nefndarmaður D-lista,
Sandra D. Gunnarsdóttir, nefndarmaður S-lista,
Margrét Magnúsdóttir, varamaður V-lista,
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir. félagsmálastjóri,

 


Kristbjörg Gísladóttir (V) boðaði forföll, Margrét Magnúsdóttir varamaður (V) mætti í hennar stað.

 

Fjóla Kristinsdóttir, sérfræðingur hjá félagsþjónustunni, sat fundinn undir lið 2 og 3

 

Dagskrá:

 

1.  1110115 - Húsnæðismál - trúnaðarmál
 Trúnaðarmál fært í trúnaðarbók
   
2.  1010050 - Reglur um fjárhagsaðstoð
 Félagsmálanefnd leggur til að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar fyrir árið 2012 verði óbreytt og fylgi ekki vísitölu neysluverðs.  Tillaga var borin upp og fulltrúi Samfylkingarinnar greiddi atkvæði á móti.
   
3.  1110114 - Auðlindin
 Fjóla Kristinsdóttir, sérfræðingur hjá félagsþjónustunni, kynnti átaksverkefnið Auðlindin.  Stefnt er að því að verkefnið geti hafist í byrjun nóvember á þessu ári.  Um er að ræða átaksverkefni fyrir einstaklinga sem þiggja fjárhagsaðstoð.  Markmiðið er að aðstoða einstaklinga, styrkja sjálfsmynd þeirra og virkja þá til þátttöku í atvinnu og/eða námi að loknu átaksverkefni.  Fjölgað hefur einstaklingum sem þiggja fjárhagsaðstoð og félagsmálanefnd telur mikilvægt að styðja þá aftur út í samfélagið.
   
4.  1109123 - Aðgerðaáætlun sveitarfélaga gegn ofbeldi gegn konum
 http://www.velferdarraduneyti.is/media/acrobat-skjol/AdgerdaaetlunVegnaOfbeldis.pdf
 Félagsmálastjóra falið að afla upplýsinga og leggja fram drög að vinnuáætlun 1. febrúar 2012.
   
5.  1108086 - Jafnréttisáætlun og framkvæmdaáætlun
 Félagsmálastjóra falið að óska eftir fresti til að skila inn jafnréttisáætlun en jafnframt falið að vinna að undirbúningi og skila drögum eigi síðar en 15. febrúar 2012.
   
6.  0912043 - Málefni fatlaðra
 Guðlaug Jóna kynnti stöðu fjárhagsmála frá janúar til ágúst á þessu ári.  
   
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:55

Ari B. Thorarensen
Ragnheiður Guðmundsdóttir
Þórdís Kristinsdóttir
Sandra D. Gunnarsdóttir
Margrét Magnúsdóttir
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica