12. fundur fræðslunefndar
12. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 25. ágúst 2011 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15
Mætt:
Hanna Rut Samúelsdóttir, fulltrúi starfsmanna,
Helga Geirmundsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista,
Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista,
Þorsteinn G. Þorsteinsson, nefndarmaður, D-lista,
Málfríður Garðarsdóttir, fulltrúi foreldra,
Magnús Jóhannes Magnússon,
Linda Rut Magnúsdóttir,
Líney Magnea Þorkelsdóttir, ritari.
Dagskrá:
1. 1106093 - Fjárhagsáætlun 2012, fjármálastjóri kynnir undirbúningsvinnu vegna fjárhagsáætlunar o.fl.
Fjármálastjóri kom á fundinn og fór yfir stöðu málaflokksins eftir fyrstu 6 mánuði ársins ásamt því að kynna undirbúningsvinnu vegna fjárhagsáætlunar 2012.
2. 1106062 - Sameining Æskukots og Brimvers, ráðning leikskólastjóra og staða mála
Formaður fræðslunefndar fór yfir sameiningu leikskólanna Æskukots og Brimvers og ráðningu leikskólastjóra. Sigríður Jakobsdóttir var ráðin leikskólastjóri.
Fræðslunefnd býður Sigríði Jakobsdóttur velkomna til starfa.
3. 1104264 - Yfirlit yfir laus pláss á leikskólum Árborgar - staða biðlista
Yfirlit yfir laus pláss í leikskólum Árborgar og staða biðlista kynnt á fundinum.
Staða á biðlistum í leikskólum Árborgar haustið 2011
Öll börn fædd á árunum 2006-2009, sem hafa lögheimili í Árborg, hafa fengið leikskólavist. Á biðlista í þessum árgöngum eru 30 börn sem öll eru með lögheimili utan Árborgar.
9 börn fædd 2010 eru komin inn á leikskóla í sveitarfélaginu og 74 eru á biðlista. Fyrir sumarfrí var búið að úthluta fleiri plássum til 2010 barna sem ekki voru þegin. Úthlutun á plássum til barna í þessum árgangi var sett á bið þar sem þó nokkur fjöldi eldri barna, sem óskuðu eftir leikskólaplássum, fluttist í sveitarfélagsið seinnipart sumars.
Jötunheimar, Hulduheimar og Álfheimar eru fullsetnir en möguleiki er á að koma 1-3 börnum fyrir í Árbæ eftir því á hvaða aldri þau börn eru. Töluvert mörg pláss eru laus í Æskukoti og Brimveri. Foreldrum barna á Selfossi sem eru á biðlista eftir plássi hafa boðist þau pláss en enginn hefur þegið það enn sem komið er.
4. 1108046 - Ráðning - staða fræðslustjóra
Formaður fræðslunefndar kynnti fyrir fræðslunefnd að Þorsteinn Hjartarson hafi verið ráðinn fræðslustjóri hjá Sveitarfélaginu Árborg.
Fræðslunefnd fagnar ráðningu nýs fræðslustjóra og býður hann velkominn til starfa.
5. 1108122 - Upplýsingar frá velferðarráðuneytinu um eflda sálfræðiþjónusta við langveik börn á Landspítala
Upplýsingar frá velferðarráðuneytinu lagðar fram.
6. 1106126 - Erindi mennta- og menningarmálaráðuneytisins um forfallakennslu í grunnskólum
Erindi mennta- og menningarmálaráðuneytisins um forfallakennslu í grunnskólum lagt fram.
7. 1105184 - Drög að reglum um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðumun nemenda
Drög að reglum um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðumun nemenda lögð fram.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:40
Hanna Rut Samúelsdóttir
Helga Geirmundsdóttir
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Arna Ír Gunnarsdóttir
Brynhildur Jónsdóttir
Þorsteinn G. Þorsteinsson
Magnús Jóhannes Magnússon
Linda Rut Ragnarsdóttir
Málfríður Garðarsdóttir
Líney Magnea Þorkelsdóttir