Almenn afgreiðslumál |
1. |
1508102 - Lengd viðvera í 1.-4. bekk í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri |
|
Erindi frá skólastjórnendum BES. Um er að ræða tilraunaverkefni á Stokkseyri sem felur í sér tilfærslu á ákveðnum tímum sem mun ekki auka launakostnað skólans. Samkvæmt rökstuðningi verður þetta til hagsbóta fyrir nemendur sem fara heim á sama tíma og nemendur í 5.-6. bekk. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
2. |
1503029 - Leikskóladagatal Brimvers/Æskukots 2015-2016 |
|
1) Afgreiðsla bæjarráðs frá 9. júlí 2015 til kynningar. Þar var samþykkt að fresta starfsdögum Brimvers/Æskukots í ágúst þar til síðar á árinu. 2) Leikskóladagatal Brimvers/Æskukots með breytingum samþykkt samhljóða. 3) Til kynningar. Fundargerð foreldraráðs Brimvers/Æskukots frá 24. ágúst 2015 en var leikskóladagatalið m.a. á dagskrá. |
|
|
|
Erindi til kynningar |
3. |
1411036 - Vinnumat grunnskólakennara í Árborg |
|
Birgir Edwald, skólastjóri Sunnulækjarskóla, Guðbjartur Ólason, skólastjóri Vallaskóla og Magnús J. Magnússon, skólastjóri BES, kynntu vinnu sína með nýja vinnumatið og skýrðu nýja kjarasamninginn ásamt fræðslustjóra. Framkvæmd samningsins er að ganga vel í Árborg. |
|
|
|
4. |
1508013 - Foreldrakönnun leikskóla í Árborg vorið 2015 |
|
Til kynningar. Niðurstöður sýna að almenn ánægja er meðal foreldra í Árborg með leikskóla sveitarfélagsins. Könnunin nýtist skólayfirvöldum í Árborg í ytra mati sveitarfélagsins á starfi skólanna. Einnig nýtast niðurstöður starfsfólki og stjórnendum skólanna til að greina styrkleika í skólastarfinu og þætti sem eru skólastjórnendum til stuðnings við umbótastarf. |
|
|
|
5. |
1508083 - Ársskýrsla Jötunheima 2014-2015 |
|
Til kynningar. |
|
|
|
6. |
1508082 - Fagfundir um fjölmenningu |
|
Til kynningar. Minnisblað frá Þórdísi H. Ólafsdóttur, kennsluráðgjafa. |
|
|
|
7. |
1508062 - Lestur í grunnskólum Árborgar 2014-2015 |
|
Til kynningar. Minnisblað frá Þórdísi H. Ólafsdóttur, kennsluráðgjafa. |
|
|
|
8. |
1508111 - Fagteymi í stærðfræði |
|
Til kynningar. Minnisblað frá H. Sigrúnu Gylfadóttur, kennsluráðgjafa. |
|
|
|
9. |
1008823 - Stofnanaúttektir á leik- og grunnskólum |
|
Til kynningar. - Bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, dags. 10. ágúst 2015 v/eftirfylgni með úttekt á Vallaskóla. - Bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, dags. 10. ágúst 2015 v/eftirfylgni með úttekt á leikskólanum Árbæ. |
|
|
|
10. |
1504026 - Tölvumál Vallaskóla |
|
Til kynningar. - Mat Ragnars Geirs Brynjólfssonar, tölvunarfræðings B.S., á óskum Vallaskóla. Þar kemur m.a. fram að óskir starfsmanna Vallaskóla, sem settar eru fram í þarfagreiningunni séu eðlilegar og sjálfsagðar, miðað við þá starfsemi sem fer fram í skólanum. - Unnið er að frekari úttekt á tölvumálum skóla og stofnana í Árborg. Fræðslunefnd leggur áherslu á að þessari vinnu verði flýtt svo tryggt sé að tölvuumhverfi skólanna geti nýst sem allra best í starfi nemenda, kennara og skólastjórnenda. |
|
|
|
11. |
1505048 - Fjárhagsáætlun 2016 |
|
- Fræðslustjóri kynnti vinnuáætlun frá fjármálastjóra fyrir fræðslusvið. - Erindi frá leikskólastjórum, dags. 27.8.2015, um aukið fjármagn til starfsmannafunda. Erindinu vísað til vinnu við fjárhagsáætlun. Kostnaðarauki samtals hjá leikskólum sveitarfélagsins vegna starfsmannafundanna er um 6,8 milljónir með launatengdum gjöldum og um 5 milljónir án launatengdra gjalda. |
|
|
|
12. |
1501004 - Samráðsfundir skólastjóra og fræðslustjóra |
|
Til kynningar. - Fundargerð frá 5. ágúst 2015. - Fundargerð frá 11. ágúst 2015. |
|
|
|
13. |
1501043 - Samstarfsfundir leikskólastjóra, sérkennslustjóra og fræðslustjóra |
|
Fundargerð frá 18. ágúst 2015 til kynningar. |
|
|
|
14. |
1508058 - Þjóðarsáttmáli um læsi |
|
Til kynningar. - Tölvupóstur, dags. 29. júlí 2015, frá ritara menntamálaráðherra. - Bréf dags í júlí 2015 frá mennta- og menningarmálaráðherra og samstarfsaðilum hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambandi Íslands og Heimili og skóla. - Drög að þjóðarsáttmála um læsi. - Bréf fræðslustjóra, dags. 21. ágúst 2015, til nágrannasveitarfélaga vegna þátttöku þeirra í undirritun þjóðarsáttmálans á Stokkseyri 15. september nk. |
|
|
|
15. |
1508117 - Starfsreglur foreldraráðs Jötunheima |
|
Til kynningar. Reglurnar hafa þegar verið sendar í mennta- og menningarmálaráðuneytið sem tengist dagskrárlið 16. |
|
|
|
16. |
1508112 - Eftirfylgni með könnun á innleiðingu laga nr. 90 og 91/2008 |
|
Til kynningar. Bréf mennta- og menningarmálaráðuneytis, dags. 15. ágúst 2015, v/eftirfylgni á innleiðingu laga í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Bréf mennta- og menningarmálaráðuneytis, dags. 15. ágúst 2015, v/eftirfylgni á innleiðingu laga í Jötunheimum. |
|
|
|
17. |
1505197 - Endurmenntunarsjóður grunnskóla 2015-2016 |
|
Til kynningar. - Samningur vegna styrks til skólaþjónustu Árborgar frá Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2015-2016. |
|
|
|
18. |
1503028 - Erasmus+ verkefnið Nám, störf og lærdómssamfélag |
|
Til kynningar. Fundargerð samstarfsfundar frá 15. júní 2016. |
|
|
|
19. |
1508099 - Skólaþing sveitarfélaga 2015 |
|
Til kynningar. Skólaþing sveitarfélaga 2015 verður haldið 2. nóvember nk. á Hótel Nordica. Áhersla þingsins að þessu sinni verður tvíþætt: 1. Efling læsis í leik- og grunnskólum og 2. Innleiðing vinnumats í grunnskólum. |
|
|
|
20. |
1508109 - Alþjóðleg ráðstefna um fjölmenningarlegt skólastarf á Menntavísindasviði |
|
Auglýsing til kynningar. |
|
|
|
21. |
1508015 - Fagráð um starfsþróun kennara |
|
Til kynningar. |
|
|
|
22. |
1508113 - Áskorun til sveitastjórna um gjaldfrjálsan grunnskóla |
|
Til kynningar. Áskorun frá Barnaheill. Arna Ír Gunnarsdóttir, fulltrúi S-lista, lagði fram eftirfarandi tillögu og greinargerð: Undirrituð leggur til að grunnskólabörn í Árborg fái öll námsgögn frí frá og með hausti 2016. Lagt er til að fræðslustjóri í samstarfi við skólastjóra grunnskólanna vinni kostnaðaráætlun vegna þessa sem nýtt verði í fjárhagsáætlunarvinnunni nú í haust. Greinargerð: Í skólabyrjun er grunnskólabörnum afhentur innkaupalisti með nauðsynlegum gögnum sem þarf að útvega áður en skólaganga hefst. Það er skoðun undirritaðrar að skólaganga barna eigi að öllu leyti að vera án kostnaðar fyrir foreldra. Það að skólinn sjái um að útvega öll námsgögn jafnar aðstöðumun barnanna, minnkar sóun og minnkar truflun sem verður í kennslu þegar nemendur eru ekki með nauðsynleg námsgögn. Arna Ír Gunnarsdóttir fulltrúi S-lista Tillögunni vísað til fjárhagsáætlunargerðar. Í umræðunni kom fram hjá fræðslustjóra að viðbótarkostnaður á fræðslusviði gæti verið um 6,5 milljónir ef fella á niður kostnaðarþátttöku foreldra v/innkaupalista. |
|
|
|
23. |
1503320 - Fréttabréf Jötunheima |
|
Til kynningar. Fréttabréf í júní 2015. Þar er m.a. fundargerð foreldraráðs frá 20. maí 2015. |
|
|
|
24. |
1506268 - Innleiðing nýrrar aðalnámskrár og námskeið Mentor |
|
Til kynningar. Bréf til fræðslusviðs, dags. 25. júní 2015 þar sem breytingar á kerfinu eru kynntar í stuttu máli. Einnig kemur þar fram að skólarnir í Árborg hefi verið þeir fyrstu á landinu til að taka nýja kerfið í notkun en það á m.a. að auðvelda skólunum að tileinka sér helstu breytingar nýrrar aðalnámskrár og útskrifa nemendur samkvæmt nýju námsmati. |
|
|
|
25. |
1508106 - Námskeið fyrir skólanefndir á Suðurlandi |
|
Til kynningar. |
|
|
|
26. |
1508014 - Ný lög um Menntamálastofnun |
|
Auglýsing til kynningar. |
|
|
|
27. |
1507001 - Rammasamningur um talmeinaþjónustu milli sveitarfélaga og SÍ |
|
Til kynningar. Samningur frá 18. júní 2015 sem var undirritaður milli Sjúkratrygginga Íslands og sveitarfélaga. Samningurinn gildir um talmeinaþjónustu sem unnin er af talmeinafræðingum sveitarfélaga og stofnana þeirra. Það ánægjulega nýmæli er í samningnum að sveitarfélög geta nú ráðið til sín talmeinafræðing sem sinnir greiningu, ráðgjöf og þjálfun, líka þeirra barna sem glíma við alvarlegri frávik. Kemur sér afar vel fyrir mörg sveitarfélög úti á landi. |
|
|
|
28. |
1508087 - Samræmd próf 2015 |
|
Til kynningar. Bréf frá Menntamálastofnun dags. 17. ágúst 2015. Þar kemur m.a. fram að nú í haust verði framkvæmdin svipuð og undanfarin ár en stefnt að því að fyrirlögn prófanna verði í ríkara mæli með rafrænum hætti og að þjónusta við miðlun niðurstaðna verði betri. |
|
|
|
29. |
1508084 - Skólanámskrá Jötunheima |
|
Til kynningar. |
|
|
|
30. |
1508019 - Úthlutun úr Námsgagnasjóði 2015 |
|
Til kynningar. |
|
|
|