Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


21.12.2010

12. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

12. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn mánudaginn 20. desember 2010  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 8:00

Mætt:
Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður, D-lista
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður D-lista
Tómas Ellert Tómasson, nefndarmaður D-lista
Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður S-lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, starfsmaður
Óðinn Andersen, varamaður V-lista.

Dagskrá:

1.  0504050 - Framtíðaruppbygging Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri
 Fara yfir kostnaðaráætlun vegna lokafrágangs í BES
 Farið var yfir kostnaðaráætlun vegna lokafrágangs í BES.
   
2.  0806063 - Málefni Björgunarmiðstöðvar
 Fara yfir stöðu verksins
 Gert er ráð fyrir að útboðsgögn verði tilbúin 6.  janúar. Verklok innanhúss áætluð 31. mars nk.  Rætt var um fyrirkomulag verkeftirlits.
   
3.  1012083 - Sundhöll Selfoss, þakviðgerð-kvennaklefi
 Fara yfir stöðu framkvæmda
 Farið yfir stöðu framkvæmda. Ákveðið að kalla eftir verðum í ákveðna verkþætti vegna viðgerða í kvennaklefa. Ákveðið var að eftirlitsmyndavélakerfi verði boðið út eftir að þarfagreining hefur farið fram.
 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:35

Elfa Dögg Þórðardóttir  
Ingvi Rafn Sigurðsson
Tómas Ellert Tómasson  
Eggert Valur Guðmundsson
Jón Tryggvi Guðmundsson  
Óðinn Andersen


Þetta vefsvæði byggir á Eplica