30.4.2015
12. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
12. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 15. apríl 2015 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:00.
Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista,
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista,
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista,
Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-lista,
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál
1.
1501109 - Aðkomuvegur og veitulagnir að hreinsistöð við Geitanes
Niðurstaða útboðsins kynnt. Framkvæmda- og veitustjóra falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda sem er Borgarverk. Framkvæmdin er á fjárfestingaráætlun ársins 2015.
2.
1504087 - Gámasvæði Árborgar við Víkurheiði - opnunartímar 2015
Stjórnin ákveður að sumaropnunartími gámasvæðisins við Víkurheiði verði eins og undanfarin ár, mánudaga til laugardaga 13:00-18:00. Lokað á sunnudögum.
3.
1407119 - Viðbygging við Sundhöll Selfoss frá 2014
Stjórnin fór á vettvang og skoðaði framkvæmdir við viðbyggingu Sundhallar Selfoss.
4.
1311047 - Virkjun borholu ÓS-3 í landi Stóra- Ármóts
Orkuöflunarsvæði Selfossveitna skoðað og farið að nýjustu borholu veitunnar ÓS-3.
5.
1411159 -Vatnsöflun við Ingólfsfjall - rannsóknarboranir veturinn 2014-2015 -
Stjórnin kynnti sér vatnsöflun vatnsveitu Árborgar við Ingólfsfjall.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:30
Gunnar Egilsson
Ragnheiður Guðmundsdóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson
Viktor Pálsson
Helgi Sigurður Haraldsson
Jón Tryggvi Guðmundsson