12. fundur íþrótta- og menningarnefndar
12. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 27. nóvember 2013 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 07:15.
Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista, Grímur Arnarson, nefndarmaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Þorlákur H Helgason, nefndarmaður, S-lista, Björn Harðarson, nefndarmaður, B-lista, Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi.
Bragi Bjarnason ritaði fundargerð.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
||
1. |
1310037 - Fjárhagsáætlun íþrótta- og menningarmál 2014 |
|
Farið yfir fjárhagsáætlunina fyrir málaflokka nefndarinnar eftir fyrstu umræðu bæjarstjórnar. Starfsmaður nefndarinnar svaraði spurningum nefndarmanna varðandi einstaka liði. Nefndinni líst vel á fyrirliggjandi áætlun þó skiptar skoðanir séu um einstaka liði. Samþykkt með fjórum atkvæðum, fulltrúi S- lista sat hjá. |
||
|
||
2. |
1311129 - Aðstaða til iðkunar almennra íþrótta fyrir ungmenni |
|
Þorlákur Helgi Helgason, fulltrúi S- lista, leggur fram eftirfarandi tillögu: Tillaga fulltrúa Samfylkingarinnar í íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar. "Lagt er til að allt að einni milljón króna verði varið til að koma upp aðstöðu fyrir ungt fólk til að iðka almennar íþróttir. Er þessi tillaga til komin í ljósi óska ungmennaráðs í sveitarfélaginu og sem fram kom hjá fulltrúum þess á fundi nefndarinnar 13. nóvember sl. Í máli fulltrúa ungmennaráðs kom fram að þau telja að allt að helmingur ungmenna á fyrsta ári í FSu iðki ekki skipulagðar íþróttir að jafnaði. Verulegur áhugi sé meðal þessa unga fólks og fleiri að geta komist að í íþróttasal til að koma saman í leik eða til að stunda íþróttir þó að það sé ekki undir merkjum sérstaks liðs eða með keppni í huga. Fyrir nokkrum árum var sambærileg aðstaða fyrir hendi og gaf góða raun. Ég tel nauðsynlegt að koma til móts við óskir ungmennanna. Aðgerð sem þessi hefur í senn forvarnargildi og væri sveitarfélaginu sómi að. Ég tel mikilvægt að koma til móts við þessar óskir ungmennanna og brýnna að leysa farsællega en að auka fjármagn til atburða í nafni sveitarfélagsins eins og meirihluti leggur til. Er því ekki gert ráð fyrir aukafjármagni til að tryggja þessa aðstöðu. " Tillagan rædd og kom fram að tillögur ungmennaráðs frá síðasta fundi nefndar væru í vinnslu og þar á meðal þetta mál. Fulltrúar D- og B- lista lögðu fram eftirfarandi bókun: |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:05
Kjartan Björnsson |
|
Grímur Arnarson |
Brynhildur Jónsdóttir |
|
Þorlákur H Helgason |
Björn Harðarson |
|
Bragi Bjarnason |