10.9.2015
12. fundur íþrótta- og menningarnefndar
12. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 2. september 2015 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 07:15.
Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista, Axel Ingi Viðarsson, nefndarmaður, D-lista, Helga Þórey Rúnarsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista, Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi.
Estelle Burgel, nefndarmaður Æ lista og Hulda Gísladóttir, nefndarmaður Æ lista boðuðu forföll.
Bragi Bjarnason ritaði fundagerð.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
1. |
1506055 - Menningarmánuðurinn október 2015 |
|
Farið yfir drög að dagskrá mánaðarins. Fram kom að viðburðir yrðu í öllum byggðarkjörnum og byrjar mánuðurinn á opnun sýningar í tengslum við 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna en sá viðburður er í samstarfi við kvenfélag Selfoss. Á Stokkseyri verður málþing um Þuríði formann og sjósókn kvenna á Íslandi sem og tónleikar í tengslum við afmæli Páls Ísólfssonar. Á Eyrarbakka verður menningarkvöld um tónlistarlífið á Eyrarbakka þar sem farið væri í gegnum sögu tónskálda og tónlistarmanna á Eyrarbakka. Síðan er áætlað að mánuðinum ljúki á Selfossi með menningarkvöldi um fyrirtækið Höfn á Selfossi. Einhverjir fleiri viðburðir gætu bæst við og er starfsmanni nefndarinnar falið að klára skipulagningu mánaðarins. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
2. |
1508176 - Ósk um kostnaðaryfirlit vegna bæjarhátíða í Sv. Árborg |
|
Eggert Valur Guðmundsson nefndarmaður S-lista leggur fram erindi um að tekin verði saman kostnaður sveitarfélagsins vegna bæjarhátíða árið 2015. Starfsmanni nefndarinnar falið að taka saman kostnað við hverja bæjarhátíð og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
3. |
1508177 - Áherslur ÍMÁ fyrir fjárhagsáætlun 2016 |
|
Rætt um ýmis atriði tengd fjárhagsáætlunarvinnunni og hvaða áherslur nefndin vill leggja á varðandi íþrótta- og menningarmálin. Fram kom hjá nefndinni að þessir málaflokkar hafi orðið fyrir miklum niðurskurði sl. ár og þá sérstaklega á menningarsviðinu og kom skýrt fram hjá nefndarmönnum að niðurskurður í málaflokkunum sé kominn að þolmörkum. Nefndin leggur til að haldnir verði fundir með hagsmunaaðilum til að kortleggja framtíðaruppbyggingu íþrótta- og menningarmannvirkja í sveitarfélaginu næstu árin. Lagt til að boðað verði til fundar fimmtudaginn 10. sept nk. kl. 18:15 með fulltrúum íþróttahreyfingarinnar og kl. 19:15 með fulltrúum menningarmála. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
4. |
1508175 - Mála bókakili á stétt við bókasafnið á Selfossi |
|
Lagt fram erindi frá Heiðrúnu Dóru Eyvindardóttur, forstöðumanni bókasafna Árborgar, um að málaðir verði bókakilir á stéttina fyrir utan bókasafnið á Selfossi í tengslum við bókabæina. Nefndinni líst vel á hugmyndina fyrir sitt leyti og vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2016. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
Erindi til kynningar |
5. |
1407119 - Viðbygging við Sundhöll Selfoss frá 2014 |
|
Farið yfir stöðu mála en núna eru framkvæmdir við Sundhöll Selfoss á lokastigi og búið að opna nýju búningsklefana, innilaugina og saunaklefann. |
|
|
|
6. |
1506269 - Hreyfivika UMFÍ sept. 2015 |
|
Lagt fram til kynningar. Nefndin hvetur stofnanir og fyrirtæki í sveitarfélaginu til að taka virkan þátt í hreyfivikunni 21.-27. september og búa til viðburði sem hvetja til aukinnar hreyfingar. Hægt er að senda upplýsingar um viðburði á bragi@arborg.is. |
|
|
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:00
Kjartan Björnsson |
|
Axel Ingi Viðarsson |
Helga Þórey Rúnarsdóttir |
|
Eggert Valur Guðmundsson |
Bragi Bjarnason |
|
|