Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


9.7.2015

12. fundur skipulags- og byggingarnefndar

12. fundur skipulags- og byggingarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 1. júlí 2015 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Ásta Stefánsdóttir, formaður, D-lista, Magnús Gíslason, nefndarmaður, D-lista, Gísli Á. Jónsson, nefndarmaður, D-lista, Ragnar Geir Brynjólfsson, nefndarmaður, B-listi, Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingafulltrúi, Ástgeir Rúnar Sigmarsson, aðstoðarbyggingafulltrúi, Hermann Dan Másson, nefndarmaður, S-lista.   Ástgeir Rúnar Sigmarsson skrifar fundargerð Dagskrá: 
Erindi til kynningar
1. 1506238 - Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna smáhýsis að Íragerði 12A Stokkseyri.
Lagt fram til kynningar.
Almenn afgreiðslumál
2. 1505271 - Beiðni um breytingu á götuheiti Gagnheiðar 61-78
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að óskað verði eftir umsögn allra húseigenda í Gagnheiði 61-78 um nafnabreytingu. Einnig leggur nefndin til við bæjarráð að gatan verði merkt með skýrum hætti við aðkomuna að götunni.
3. 1504319 - Umsókn um að sameina lóðirnar Smáraland 10 og Smáraland 12 í eina parhúsalóð. Umsækjandi: Vörðuland ehf
Erindið hefur verið grenndarkynnt, engin athugasemd barst. Sameining lóðanna samþykkt.
4. 1506255 - Umsókn um að sameina lóðirnar Seljaland 12, 14 og 16 í sex íbúða raðhúsalóð. Umsækjandi: Vörðuland ehf
Vegna ítrekaðra óska um breytingar á skipulagi þessa svæðis er lagt til að deiliskipulaginu verði breytt og sett í hefðbundið skipulagsferli.
5. 1506258 - Fyrirspurn um mögulega lóð fyrir íbúðarhús. Fyrirspyrjandi. Pétur Hjaltason
Hafnað þar sem erindið samræmist ekki gildandi aðalskipulagsáætlun. Fyrirspyrjenda er bent á lausar lóðir sem auglýstar eru á heimasíðu Sveitarfélagsins.
6. 1506140 - Fyrirspurn um byggingu bílskúrs að Skúmsstöðum II. Fyrirspyrjandi. Gunnar Magnússon
Samþykkt að setja byggingarreit fyrir allt að 40 fermetra bílskúr á lóðina í deiliskipulagstillögu sem er að fara í auglýsingaferli.
7. 1506224 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu vegar vegna jarðtækniathugana í Efri-Laugardælaeyju. Umsækjandi. Vegagerðin
Lagt er til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði samþykkt.
8. 1506256 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagninga lágspennustrengs við Eyrarbraut Stokkseyri. Umsækjandi. HS veitur hf.
Lagt er til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði samþykkt.
9. 1504323 - Umsókn um breytta nýtingu í turninum að Eyravegi 2 Selfossi. Umsækjandi: Turninn 800 ehf.
Samþykkt.
10. 1506229 - Stöðuleyfisumsókn fyrir gám að Birkivöllum 3 Selfossi. Umsækjandi. Steinþór J. Einarsson.
Hafnað, þar sem erindið samræmist ekki gildandi skipulagi.
11. 1506230 - Stöðuleyfisumsókn fyrir sumarhúsi í byggingu að Tanga lóð 1 Stokkseyri. Umsækjandi. Katrín Jónsdóttir.
Samþykkt með fyrirvara um að húsið verði ekki byggt á sökkli og tækt til flutnings. Ásta Stefánsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
12. 1506231 - Stöðuleyfisumsókn fyrir tveimur gámum að Byggðarhorni 32. Umsækjandi. Ottó Sturluson.
Frestað, byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
13. 1506226 - Umsókn um stækkun lóðar að Búðarstíg 14a Eyrarbakka. Umsækjandi. Stefanía Erlingsdóttir.
Samþykkt.
14. 1502082 - Umsókn um lóð fyrir Stangaveiðifélag Selfoss. Umsækjandi. Stangaveiðifélag Selfoss.
Samþykkt að úthluta lóðinni í samræmi við lóðarblað dagsett 26.04.2015.
15. 1506236 - Umsókn um lóðina Dranghólar 7 Selfossi. Umsækjandi. Sverrir Sigurjónsson
Samþykkt.
16. 1505223 - Beiðni um umsögn á rekstrarleyfi fyrir heimagistingu í flokki I að Sunnuvegi 3 Selfossi. Umsækjandi. Þorgeir Freyr Sveinsson
Samþykkt að veita jákvæða umsögn.
17. 1402228 - Málefni lóðarhafa að Gagnheiði 19 Selfossi til umræðu og endanlegrar afgreiðslu
Bókun skipulags- og bygginganefndar vegna innkeyrsludyra á eignarhluta 102 í eigu ÞGÁ trésmíði slf., að Gagnheiði 19. Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur haft til athugunar hvort gerð skuli krafa um að innkeyrsludyr á eignarhluta 102 í eigu ÞGÁ trésmíði slf., fnr. 228-3616, yrðu fjarlægðar en tilskilin leyfi lágu ekki fyrir framkvæmdinni. Skipulags- og byggingarfulltrúi fól lögmanni sveitarfélagsins að kynna fyrir öllum eigendum Gagnheiðar 19 að tekið hefði verið til skoðunar hvort gerð yrði krafa um að fyrrgreindar innkeyrsludyr yrðu fjarlægðar og var öllum eigendum Gagnheiðar 19 jafnframt veittur andmælaréttur. Athugasemdir bárust frá Þórði Grétari Árnasyni f.h. ÞGÁ trésmíði slf. og Þórði Má Jónssyni hdl. f.h. Helga Jónssonar. Fyrir skipulags- og byggingarnefnd liggja gögn málsins. Skipulags- og byggingarnefnd telur ekki tilefni til þess að beita þvingunaraðgerðum í 55. og 56. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010 vegna innkeyrsludyra á eignarhluta 102 að Gagnheiði 19, fnr. 228-3616. Skipulags- og byggingarfulltrúa ásamt lögmanni sveitarfélagsins er falið að tilkynna aðilum um ákvörðunina. Bókun skipulags- og bygginganefndar vegna innkeyrsludyra á eignarhluta 103 í eigu Helga Jónssonar, að Gagnheiði 19. Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur haft til athugunar hvort gerð skuli krafa um að innkeyrsludyr á eignarhluta 103 í eigu Helga Jónssonar, fnr. 228-4227, yrðu fjarlægðar en tilskilin leyfi lágu ekki fyrir framkvæmdinni. Skipulags- og byggingarfulltrúi fól lögmanni sveitarfélagsins að kynna fyrir öllum eigendum Gagnheiðar 19 að tekið hefði verið til skoðunar hvort gerð yrði krafa um að fyrrgreindar innkeyrsludyr yrðu fjarlægðar og var öllum eigendum Gagnheiðar 19 jafnframt veittur andmælaréttur. Athugasemdir bárust frá Þórði Grétari Árnasyni f.h. ÞGÁ trésmíði slf. og Þórði Má Jónssyni hdl. f.h. Helga Jónssonar. Fyrir skipulags- og byggingarnefnd liggja gögn málsins. Skipulags- og byggingarnefnd telur ekki tilefni til þess að beita þvingunaraðgerðum í 55. og 56. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010 vegna innkeyrsludyra á eignarhluta 103 að Gagnheiði 19, fnr. 228-4227. Skipulags- og byggingarfulltrúa ásamt lögmanni sveitarfélagsins er falið að tilkynna aðilum um ákvörðunina.
18. 1506009F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 8
18.1. 1506233 - Beiðni um umsögn á rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki I að Eyravegi 2, Selfossi. Umsækjandi. Pizzafélagið ehf.
Samþykkt að veita jákvæða umsögn.
18.2. 1506232 - Beiðni um umsögn á rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II í Selfossbíó að Eyravegi 2, Selfossi. Umsækjandi. Kvikmyndafélagið ehf.
Samþykkt að veita jákvæða umsögn.
18.3. 1506125 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir parhúsi að Smáralandi 10-12 Selfossi. Umsækjandi. Hannes Þór ehf.
Samþykkt
18.4. 1106137 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Suðurgötu 12, 801 Selfoss. Umsækjandi Súsanna Erla Oddsdóttir.
Samþykkt með fyrirvara um að hús verði aðlagað að núverandi byggingareglugerð.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:30 Ásta Stefánsdóttir Magnús Gíslason Gísli Á. Jónsson Ragnar Geir Brynjólfsson Bárður Guðmundsson Ástgeir Rúnar Sigmarsson Hermann Dan Másson  

Þetta vefsvæði byggir á Eplica