Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


12.12.2008

120. fundur bæjarráðs

120. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 11. desember 2008 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

Mætt: 
Jón Hjartarson, formaður, V-lista
Þorvaldur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, B-lista
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari

Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá tillögu um vinnu við skipulag vegna breyttrar veglínu Suðurlandsvegar og samning um lánsfjármögnun.
Var það samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

Fundargerðir til staðfestingar:

1. 0801114 - Fundargerð atvinnuþróunarnefndar Árborgar
8.fundur haldinn 2.desember


Fundargerðin staðfest.

2. 0801039 - Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar
19.fundur haldinn 4.desember


Fundargerðin staðfest.

3. 0801043 - Fundargerð lista- og menningarnefndar
19.fundur haldinn 4.desember


Fundargerðin staðfest.

Fundargerðir til kynningar:

4. 0504050 - 13. fundur byggingarnefndar Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Haldinn 29.október

-liður 2, undirbúningur að byggingu skólahúsnæðis á Eyrarbakka, bæjarráð vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2009.
Fundargerðin lögð fram.

Almenn erindi

5. 0811105 - Erindi um minnisvarða um heiðursborgara Selfoss sr. Sigurð Pálsson og frú

Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2009.

6. 0504050 - Beiðni Tindaborga ehf um endurskoðun ákvæða um geymslufé og greiðslur framvindureikninga v/nýbyggingar BES

Bæjarráð felur bæjarstjóra og framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs að ræða við bréfritara.

7. 0812016 - Beiðni Sverris Rúnarssonar um tímabundin afnot af lóð við Eyraveg 1

Bæjarráð óskar eftir umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa.

8. 0808032 - Almenningssamgöngur Selfoss-Reykjavík

Lögð voru fram drög að samningi við Strætó bs. Samningurinn var borinn upp til staðfestingar og samþykktur með tveimur atkvæðum, Eyþór Arnalds, D-lista, sat hjá.
Lagt var til að bæjarstjóra yrði veitt heimild til að undirrita samning við Þingvallaleið ehf. um akstur á leiðinni Reykjavík - Hveragerði - Selfoss þar til útboð hefur farið fram. Samþykkt með tveimur atkvæðum, Eyþór Arnalds, D-lista, sat hjá.
Eyþór Arnalds, D-lista, óskaði eftir að bókað yrði:
Æskilegt er að bjóða út aksturinn frá upphafi. Enn fremur er vinna við fjárhagsáætlun í gangi og því eðlilegt að henni sé lokið áður en gengið er frá nýjum skuldbindingum.

Þorvaldur Guðmundsson, B-lista, lagði fram svohljóðandi bókun:
Aldrei hefur annað staðið til en að bjóða út akstur á þessari leið. Undirbúningur verkefnisins hefur dregist af ýmsum ástæðum í kjölfar efnahagsástandsins og því er nauðsynlegt að framlengja samningi við núverandi akstursaðila. Undirbúningur útboðs er þegar farinn í gang og áætlað er að útboð fari fram fyrri hluta næsta árs.

Gert er ráð fyrir kostnaði vegna verkefnisins í fjárhagsáætlun fyrir árið 2009 sem nú er í vinnslu.

9. 0810051 - Tillaga um sölu eigna.

Bæjarráð samþykkir að auglýsa eftir tilboðum í Skólavelli 3, Austurveg 36 og Ártún 10b, Selfossi.

10. 0504045 - Tillaga varðandi áframhaldandi vinnu við skipulagsmál vegna legu Suðurlandsvegar

Lögð var fram svohljóðandi tillaga um vinnu við breytingar á skipulagi vegna Suðurlandsvegar:

Bæjarráð Árborgar felur skipulags- og byggingafulltrúa að vinna í samráði við fulltrúa Vegagerðarinnar tillögu að breytingum á skipulagi Árborgar á því svæði sem fer undir Suðurlandsveg og ný gatnamót Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar, vegna áforma um tvöföldun vegarins og tillagna Vegagerðarinnar um breytta veglínu norðan Selfoss. Brúarstæði yfir Ölfusá verði á þeim stað sem gert er ráð fyrir í núgildandi aðalskipulagi.
Samþykkt samhljóða.

11. 0811019 - Samningur um lánsfjármögnun

Lagt var fram tilboð Saga Capital um sölu og skráningu á skuldabréfaflokki Sveitarfélagsins Árborgar. Bæjarráð veitir bæjarstjóra heimild til að undirrita samninginn í samræmi við umræður á fundinum. Útgáfa flokksins nemi allt að einum milljarði króna.
Samþykkt samhljóða.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:15.

Jón Hjartarson                        
Þorvaldur Guðmundsson
Eyþór Arnalds                        
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica