Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


13.12.2012

120. fundur bæjarráðs

120. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 13. desember 2012  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, varamaður, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Andrés Rúnar Ingason, áheyrnarfulltrúi, varamaður, V-lista, Ásta Stefánsdóttir,  framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. 

Dagskrá:

Fundargerðir til staðfestingar

1.

1201019 - Fundargerðir félagsmálanefndar 2012

 

23. fundur haldinn 5. desember

 

-liður 2, mál nr. 1211078, styrkbeiðni Kvennaathvarfsins. Bæjarráð samþykkir 100.000 kr. styrk til rekstrar Kvennaathvarfsins.

Fundargerðin staðfest.

 

   

2.

1201020 - Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar 2012

 

48. fundur haldinn 5. desember

 

Fundargerðin staðfest.

 

   

Fundargerðir til kynningar

3.

1202238 - Fundargerðir hverfisráðs Selfoss 2012

 

10. fundur haldinn 26. nóvember

 

-liður 2, ábending um þörf fyrir fjölgun bílastæða við leikskólann Jötunheima. Lagt var fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa þar sem fram kemur að fjöldi bílastæða við leikskólann uppfylli kröfur skipulagsreglugerðar.

-liður 3, ábending um akstur um bæjargarðinn. Bæjarráð felur framkvæmda- og veitusviði að koma upp skiltum sem sýna bann við akstri í miðbæjargarðinum.

Fundargerðin lögð fram.

 

   

4.

1201084 - Fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands

 

143. fundur haldinn 17. október 144. fundur haldinn 7. desember

 

Fundargerðirnar lagðar fram.

 

   

Almenn afgreiðslumál

5.

1211090 - Átak til atvinnu 2013 - Vinna og virkni, upplýsingar frá Vinnumálastofnun og Sambandi íslenskra sveitarfélaga

 

Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, félagsmálastjóri, kom inn á fundinn og fór yfir verkefnið og áætlaðan kostnað sveitarfélagsins. Bæjarráð felur félagsmálastjóra að hefja undirbúning að því að allt að 20 einstaklingum sem missa atvinnuleysisbótarétt um áramótin, verði boðin þátttaka í verkefninu Vinna og virkni í sex mánuði skv. samkomulagi við velferðarráðuneytið.

 

   

6.

1201004 - Þróun úrgangsmála milli ára, uppl. frá Sorpstöð Suðurlands

 

Lagðar voru fram tölur um þróun sorpmagns í sveitarfélaginu árin 2010 og 2011, auk fyrstu átta mánaða ársins 2012.

 

   

7.

1212026 - Reglur um afslátt til nýsköpunarfyrirtækja vegna orkunotkunar

 

Bæjarráð samþykkir reglur um styrki til nýsköpunar- og sprotafyrirtækja vegna orkunotkunar (kaupa á heitu vatni).

 

   

8.

1212012 - Beiðni um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - Hamborgarabúlla Tómasar, Eyravegi 32

 

Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.

 

   

9.

1212016 - Samstarfssamningur um sameiginlegt þjónustusvæði Suðurlands um þjónustu við fatlaða og samningur Sveitarfélagsins Árborgar við stjórn þjónustusvæðisins

 

Bæjarráð staðfestir samningana og felur framkvæmdastjóra að undirrita þá.

 

   

10.

1212024 - Styrkbeiðni - utanlandsferð kórs FSu 2013

 

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

 

   

11.

1212042 - Styrkbeiðni vegna tónleikaverkefnis í Árnessýslu

 

Bæjarráð hafnar erindinu og bendir á styrkúthlutanir Menningarráðs Suðurlands.

 

   

12.

1212043 - Beiðni nefndasviðs Alþingis um umsögn - frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga, hlutverk Jöfnunarsjóðs

 

Enn og aftur er staðan sú að tímafrestur, sem Alþingi veitir til að gefa umsögn um frumvarp, sem varðar fjárhagsmál sveitarfélaga, gerir það að verkum að sveitarfélaginu er í reynd ekki gert kleift að veita umsögn, enda rennur fresturinn út á morgun.

 

   

13.

1212044 - Beiðni nefndasviðs Alþingis um umsögn um frumvarp til laga um gatnagerðargjald, framlengingu gjaldtökuheimildar

 

Enn og aftur er staðan sú að tímafrestur, sem Alþingi veitir til að gefa umsögn um frumvarp, sem varðar fjárhagsmál sveitarfélaga, gerir það að verkum að sveitarfélaginu er í reynd ekki gert kleift að veita umsögn, enda rennur fresturinn út á morgun.

 

   

14.

1212045 - Lokun afgreiðslu Landsbankans á Eyrarbakka og Stokkseyri

 

Bæjarráð Árborgar lýsir yfir óánægju með þá skerðingu á þjónustu sem Landsbankinn hefur ákveðið með lokun afgreiðslu á Eyrarbakka og Stokkseyri.

Bæjarráð mælist til þess að bankinn láti setja upp hraðbanka á stöðunum í kjölfar lokunarinnar.

 

   

15.

1203082 - Rekstraryfirlit janúar - október 2012 (tíu mánaða uppgjör)

 

Ingibjörg Garðarsdóttir, fjármálastjóri, kom inn á fundinn og fór yfir stöðu rekstrar og tekjustreymi.

 

   

16.

1212046 - Afslættir af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega

 

Tillaga um breytingu á reglum um afslátt til elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti og fráveitugjaldi. 

Lagt er til að eftirfarandi breyting verði gerð á reglunum: 

2. mgr. 2. gr. er svona:

Viðmiðunartekjur eru heildartekjur umsækjanda, þ.e. tekjur sem mynda álagningarstofn tekjuskatts-, útsvars og fjármagnstekjuskatts,

eins og þessar tekjur voru á næsta ári á undan álagningarári.

Viðmiðunarfjárhæðirnar skulu framreiknaðar árlega með tilliti til breytinga á launavísitölu frá upphafi til loka þess tekjuárs sem miðað er við hverju sinni 

2. mgr. 2. gr. verður svona: 

Viðmiðunartekjur eru heildartekjur umsækjanda, þ.e. tekjur sem mynda álagningarstofn tekjuskatts-, útsvars og fjármagnstekjuskatts,

eins og þessar tekjur voru skv. álagningu skattstjóra ári á undan álagningarári.

Viðmiðunarfjárhæðirnar skulu framreiknaðar árlega með tilliti til breytinga á launavísitölu frá upphafi til loka þess tekjuárs sem miðað er við hverju sinni. 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Núverandi kerfi afslátta hefur valdið óþægindum þegar breytingar hafa átt sér stað á fasteignagjöldum. Ástæðan er sú að tekjugrunnur liggur ekki fyrir þegar fasteignagjöld eru lögð á í upphafi árs.

Með þessari breytingu er miðað við þann tekjugrunn sem liggur fyrir þegar fasteignagjöldin eru lögð á, þ.e.a.s. tekjur skv. fyrirliggjandi álagningu skattstjóra  og verður ekki þörf á að gefa út

breytingarálagningarseðla vegna afslátta.  

 

   

17.

1211061 - Stofnsamningur Héraðsnefndar Árnesinga bs

 

Bæjarráð staðfestir samninginn og felur formanni bæjarráðs að undirrita hann.

 

   

18.

1212047 - Ósk óformlegs félagsskapar - Dönsum á Selfossi - um afnot af húsnæði vegna dansæfinga

 

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu. Bæjarráð samþykkir að fara yfir gjaldskrá vegna afnota af skólahúsnæði í sveitarfélaginu.

 

   

19.

1110006 - Fyrirspurn frá Örnu Íri Gunnarsdóttur, fulltrúa S-lista, um starfsmannastefnu Árborgar

 

Fyrirspurnir á 120.fundi bæjarráðs Svf. Árborgar:

Á 63. fundi bæjarráðs Sveitarfélasins Árborgar var samþykkt að starfsmannastefna sveitarfélagsins yrði endurskoðuð.

1)      Hefur sú vinna farið fram og liggur fyrir endurskoðuð starfsmannastefna í sveitarfélaginu?

2)      Hefur verið unnin skýr stefna í Sveitarfélaginu þar sem lýst er yfir eindreginni afstöðu gegn einelti og kynferðislegri áreitni á vinnustað?

Ef svo er ekki leggur undirrituð til að þegar verði hafist handa við að vinna slíka stefnu ásamt viðbragðsáætlun við einelti og kynferðislegri áreitni, komi slíkt upp á vinnustöðum sveitarfélagsins.

Arna Ír Gunnarsdóttir, fulltrúi S-lista.

Svar verður lagt fram á næsta fundi.

 

   

 Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:15. 
  

Eyþór Arnalds                                  
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Arna Ír Gunnarsdóttir                                  
Helgi Sigurður Haraldsson
Andrés Rúnar Ingason                      
Ásta Stefánsdóttir

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica