Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


14.9.2017

120. fundur bæjarráðs

120. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 14. september 2017 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi, D-lista Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista Eyrún Björg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, boðaði forföll Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1.   1701027 - Fundargerð fræðslunefndar
  34. fundur haldinn 31. ágúst
  Fundargerðin staðfest.
     
2.   1701029 - Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar
  32. fundur haldinn 6. september
  -liður 2, 1708075, tillaga um styttu af Tryggva Gunnarssyni í Tryggvagarði. Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunar. -liður 3, 1708107, tillaga UNGSÁ um nuddpottinn í Sundhöll Selfoss. Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar um að sveitarfélagið fari í vinnu við hönnun á útisvæði Sundhallar Selfoss. Bæjarráð samþykkir að hefja vinnu við hönnun útisvæðis, í starfshópi verði Gunnar Egilsson, Arna Ír Gunnarsdóttir og Kjartan Björnsson. -liður 4, 1704014, útsýnisskífa á Stórahól. Bæjarráð vísar tillögunni til fjárhagsáætlunargerðar. Fundargerðin staðfest.
     
3.   1701024 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar
  41. fundur haldinn 6. september
  -liður 2, 1705110 tillaga að breyttu deiliskipulagi að Eyravegi 11 og 13, Selfossi. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt með þeim athugasemdum sem fram koma í fundargerðinni. -liður 24, 1709001, tillaga að deiliskipulagi Votmúla 2. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að landeiganda verði heimilað að gera deiliskipulagstillögu að landareign sinni. -liður 25, 1504329, breytt skipulag á lóð að Hásteinsvegi 30, Stokkseyri. Lagt er til við bæjarstjórn að skipulag lóðarinnar verði samþykkt. Fundargerðin staðfest.
     
Fundargerðir til kynningar
4.   1701162 - Fundargerð fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga
  182. fundur haldinn 4. september
  Lagt fram.
     
5.   1605097 - Viðræður um sameiningu sveitarfélaga í Árnessýslu
  4. fundur haldinn 23. ágúst
  Fundargerðin lögð fram.
     
6.   1702104 - Fundargerð stjórnar SASS
  522. fundur haldinn 25. ágúst
  Lagt fram.
     
7.   1702015 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
  852. fundur haldinn 1. september
  Lagt fram.
     
Almenn afgreiðslumál
8.   1708133 - Undirbúningur að byggingu skóla í Björkustykki 8-1708133
  Tillaga um að skipa fimm fulltrúa í undirbúningshóp vegna hugmynda- og undirbúningsvinnu við byggingu nýs grunnskóla í Björkustykki.
  Bæjarráð samþykkir að skipa fimm fulltrúa í undirbúningshóp vegna hugmynda- og undirbúningsvinnu við byggingu nýs grunnskóla í Björkustykki. Í vinnunni verði horft til starfshátta og heildarskipulags skóla og skólalóðar út frá skólastefnu Árborgar, reynslu og nýjustu þekkingu í kennslufræðum. Hópurinn leiti eftir ábendingum og hugmyndum frá ýmsum aðilum skólasamfélagsins í Árborg og kynni sér nýlegar skólabyggingar í öðrum sveitarfélögum með það að meginmarkmiði að ný skólabygging verði heildstæð og hlýleg. Hún taki meðal annars mið af þörfum nemenda og starfsfólks og hæfi vel starfseminni. Hópurinn verði þannig skipaður: Sandra Dís Hafþórsdóttir, Magnús Gíslason, Arna Ír Gunnarsdóttir, Eyrún B. Magnúsdóttir og Þorsteinn Hjartarson.
     
9.   1701006 - Íbúafjöldi í Árborg 2017 9-1701006
  Upplýsingar um íbúafjölda í Árborg 1. september
  Lagðar voru fram tölur um íbúafjölda í Árborg miðað við 1. september 2017. Íbúar eru nú 8.815.
     
10.   1709010 - Framlag til starfsmannafélaga og sameiginlegrar árshátíðar 2017
  Erindi frá tengiliðum sveitarfélagsins vegna undirbúnings árshátíðar starfsmanna Árborgar 4. nóvember nk.
  Bæjarráð samþykkir erindið.
     
Erindi til kynningar
11.     1709014 - Framlög vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar í sameiningarviðræðum 11-1709014
  Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu um framlög vegna sameininar sveitarfélaga.
  Lagt fram.
     
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 09:15.  
Gunnar Egilsson   Kjartan Björnsson
Arna Ír Gunnarsdóttir   Ásta Stefánsdóttir
Eyrún Björg Magnúsdóttir    
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica