121. fundur bæjarráðs
121. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 18. desember 2008 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Jón Hjartarson, formaður, V-lista (V)
Þorvaldur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, B-lista (B)
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista (D)
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri (S)
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari
Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá tilkynningu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um fyrirhugaða lokun heilsugæslusela á Eyrarbakka og Stokkseyri. Einnig ályktun vegna niðurskurðar í framhaldsskólum og tillögu um að samningur við Þingvallaleið um akstur strætó innan Árbogar verði framlengdur. Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar:
1. 0801034 - Fundargerð félagsmálanefndar
35.fundur haldinn 8.desember
Fundargerðin staðfest.
2. 0801021 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar
62.fundur haldinn 11.desember
-liður 1, 0809121, deiliskipulag við Suðurhóla, bæjarráð vísar tillögunni til samþykktar í bæjarstjórn.
Fundargerðin staðfest.
3. 0801026 - Fundargerð skólanefndar grunnskóla
28.fundur haldinn 11.desember
Fundargerðin staðfest.
Fundargerðir til kynningar:
4. 0812045 - 28. aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Suðurlands
28.aðalfundur haldinn 20.nóvember á Hvolsvelli
Fundargerðin lögð fram.
5. 0802009 - Fundargerð stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands
280.fundur haldinn 24.nóvember
Fundargerðin lögð fram.
6. 0812059 - Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga
48.fundur haldinn 28.nóvember í Hótel Selfoss
Fundargerðin lögð fram.
7. 0802100 - Fundargerð stjórnar Leigubústaða Árborgar ehf.
22.fundur haldinn 12.desember
Fundargerðin lögð fram.
Almenn erindi
8. 0810126 - Frestun á skilum fjárhagsáætlunar
Bæjarráð samþykkir að óska eftir fresti á afgreiðslu fjáhagsáætlunar til 14. janúar 2009.
9. 0704151 - Framlenging samnings um almenningssamgöngur innan Árborgar
Bæjarráð samþykkir að heimila bæjarstjóra að framlengja samning við Þingvallaleið um akstur strætó innan Árborgar um þrjá mánuði, meðan unnið er að undirbúningi og framkvæmd útboðs á akstrinum.
Erindi til kynningar
10. 0812041 - Erindi frá Yrkjusjóði - sjóði æskunnar til ræktunar landsins, ábendingar og óskir.
Lagt fram.
11. 0812101 - Tilkynning Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um fyrirhugaða lokun heilsugæslusela á Eyrarbakka og Stokkseyri
Erindi HSU um lokun heilsugæsluselanna var lagt fram.
Í ljósi umræðu um hagræðingu í rekstri heilbrigðistofnana á suðvesturhorni landsins, sem hugsanlega gæti skert öryggi og þjónustu við íbúa, vill bæjarráð vekja athygli á sérstöðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Stofnunin þjónar landfræðilega mjög stóru umdæmi og þurfi að sækja þjónustu til höfuðborgarsvæðisins þá er yfir fjallveg að fara.
12. 0812102 - Ályktun bæjarráðs um niðurskurð í framhaldsskólum
Bæjarráð Árborgar mótmælir þeim mikla niðurskurði sem boðaður er í framhaldsskólum landsins í breytingatillögum við fjárlagafrumvarp næsta árs á sama tíma og fyrir liggur að nemendum fjölgar verulega strax á næstu önn og kostnaður skólanna eykst. Ríkisvaldið hefur undanfarið sagst munu verja grunnþjónustu, velferð og menntun, og hvatt sveitarfélög til þess að gera slíkt hið sama. Því skýtur það skökku við að skera niður framlög til framhaldsskólanna um meira en hálfan milljarð.
13. 0812102 - Ályktun bæjarráðs um niðurskurð til háskólasetra
Bæjarráð Árborgar mótmælir harðlega fyrirætluðum niðurskurði á fjárveitingum til fræðasetra Háskóla Íslands Í fræðasetrum hefur farið fram ómetanlegt rannsóknar og frumkvöðlastarf auk þess sem dýrmæt sprotafyrirtæki hafa átt uppruna þar. Starfsemi fræðasetra skiptir verulegu máli fyrir þróun byggðar í landinu og því skorar bæjarráð á alþingi að tryggja þeim fjármagn svo viðkvæm uppbygging undanfarinna ára og áform um frekari uppbyggingu á þessum erfiðu tímum skaðist ekki.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:50.
Jón Hjartarson
Þorvaldur Guðmundsson
Eyþór Arnalds
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir