121. fundur bæjarráðs
121. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 20. desember 2012 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi B-lista, boðaði forföll.
Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá kaup á Álftarima 2 og Gagnheiði 39 og 91, fundargerð fulltrúarráðs BÁ og 107. fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu.
Var það samþykkt samhljóða.
Bæjarráð þakkar þeim aðilum í sveitarfélaginu sem sýnt hafa hlýhug og örlæti með stuðningi við þá sem á þurfa að halda nú þegar jólin fara í hönd.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar |
||
1. |
1201022 - Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar |
|
11. fundur haldinn 10. desember |
||
Fundargerðin staðfest. |
||
|
||
2. |
1201021 - Fundargerð fræðslunefndar |
|
27. fundur haldinn 13. desember |
||
-liður 1, 1208041 skýrsla um sérfræðiþjónustu skóla í Árborg. Bæjarráð samþykkir að haldinn verði kynningarfundur fyrir bæjarfulltrúa í byrjun janúar. Fundargerðin staðfest. |
||
|
||
3. |
1206108 - Fundargerð fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu |
|
91. fundur haldinn 13. desember |
||
Bæjarráð samþykkir fundargerðina. |
||
|
||
Fundargerðir til kynningar |
||
4. |
1205420 - Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu |
|
107. fundur haldinn 13. desember |
||
Bæjarráð samþykkir fundargerðina. |
||
|
||
Almenn afgreiðslumál |
||
5. |
1110006 - Fyrirspurn um endurskoðun á starfsmannastefnu Sveitarfélagsins Árborgar |
|
Svar við fyrirspurn Örnu Írar frá 120. fundi |
||
Eftirfarandi fyrirspurn var lögð fram á 120. fundi bæjarráðs: Á 63. fundi bæjarráðs Sveitarfélagsins Árborgar var samþykkt að starfsmannastefna sveitarfélagsins yrði endurskoðuð. 1) Hefur sú vinna farið fram og liggur fyrir endurskoðuð starfsmannastefna í sveitarfélaginu? 2) Hefur verið unnin skýr stefna í sveitarfélaginu þar sem lýst er yfir eindreginni afstöðu gegn einelti og kynferðislegri áreitni á vinnustað? Ef svo er ekki leggur undirrituð til að þegar verði hafist handa við að vinna slíka stefnu ásamt viðbragðsáætlun við einelti og kynferðislegri áreitni, komi slíkt upp á vinnustöðum sveitarfélagsins. Arna Ír Gunnarsdóttir, fulltrúi S-lista. Svar: Í grunnskólum sveitarfélagsins er unnið eftir eineltisáætlunum. Stjórnendur stofnana sveitarfélagsins hafa fengið fræðslu um viðbrögð við einelti og kynferðislegri áreitni á vinnustað, m.a. með fyrirlestri Kolbrúnar Baldursdóttur, sálfræðings, sem fjallaði um þessi málefni. Auk þess hafa þeir aðgang að leiðbeiningum og verkferlum í eineltismálum og málum er varða kynferðislega áreitni á vinnustöðum og öðrum gögnum til að nota til stuðnings við úrvinnslu slíkra mála. Ekki hefur verið lokið endurskoðun á starfsmannastefnu sveitarfélagsins en bæjarráð samþykkir að taka starfsmannastefnu til umfjöllunar á fundi í janúar nk. |
||
|
||
6. |
1209005 - Gjaldskrá vegna talþjálfunar leik- og grunnskólabarna 2012-2013 |
|
Sveitarfélagið hóf vinnu við talþjálfun leik- og grunnskólabarna fyrir þremur árum með styrk frá velferðarráðuneytinu. Sá styrkur fellur niður um næstu áramót, en þrátt fyrir það mun sveitarfélagið halda áfram að bjóða slíka þjálfun. Bæjarráð samþykkir gjaldskrá fyrir þjónustuna og samþykkir að teknar verði saman upplýsingar um stöðu verkefnisins innan þriggja mánaða. |
||
|
||
7. |
1203166 - Fundartímar bæjarráðs 2012 |
|
Bæjarráð samþykkir að næsti fundur verði haldinn 10. janúar 2013. |
||
|
||
8. |
1212080 - Beiðni um umsögn um umsókn um lengdan opnunartíma Hvíta hússins um jól og áramót |
|
Bæjarráð samþykkir að opið verði á annan í jólum verði til kl. 04 aðfaranótt 27. desember og til kl. 04 aðfaranótt 1. janúar 2013. |
||
|
||
9. |
1210005 - Sala á Pakkhúsinu |
|
Tilboð í Austurveg 2a |
||
Tvö tilboð hafa borist og hvorugt þeirra ásættanlegt að mati bæjarráðs. Hafnar bæjarráð því báðum tilboðunum. |
||
|
||
10. |
1212086 - Skýrsla um þjónustukönnun Capacent |
|
Skýrsla vegna könnunar á þjónustu sveitarfélagsins, sem Capacent vann í október og nóvember sl., var lögð fram. Bæjarráð samþykkir að fá kynningu á niðurstöðunum frá Capacent fyrir bæjarfulltrúa. |
||
|
||
11. |
1212091 - Kaup á Álftarima 2 og Gagnheiði 39 (VISS) |
|
Bæjarráð samþykkir kaup á Álftarima 2 og Gagnheiði 39 af fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna yfirfærslu á málefnum fatlaðra og skuldsetningu sem nemur 89.850.000 kr. vegna kaupanna. Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að undirrita gögnin. |
||
|
||
Erindi til kynningar |
||
12. |
1210015 - Erindi frá vinnuhóp um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs |
|
Lagt fram. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 9:20.
Eyþór Arnalds |
|
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
Eggert V. Guðmundsson |
|
|
Þórdís Eygló Sigurðardóttir |
|
Ásta Stefánsdóttir |