Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


28.9.2017

121. fundur bæjarráðs

121. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 28. september 2017 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi, D-lista Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Eyrún Björg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, boðaði forföll. Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1.   1701027 - Fundargerð fræðslunefndar
  35. fundur haldinn 21. september
  Fundargerðin staðfest.
     
Fundargerðir til kynningar
2.   1709171 - Fundargerð Borgarþróunar ehf.
  Stjórnarfundur haldinn 14. september Aðalfundur haldinn 14. september
  Lagt fram.
     
3.   1701105 - Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu
  16. fundur haldinn 29. ágúst 17. fundur haldinn 19. september
  Lagt fram.
     
4.   1702104 - Fundargerð stjórnar SASS
  523. fundur haldinn 7. og 8. september
  Lagt fram.
     
5.   1702103 - Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands
  181. fundur haldinn 22. september
  Lagt fram.
     
Almenn afgreiðslumál
6.   1709077 - Byggðakvóti fiskveiðiársins 2017-2018 6-1709077
  Auglýsing frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu um umsóknir um byggðakvóta fiskveiðiársins 2017/2018. Sækja þarf um byggðakvóta fyrir 15. október nk.
  Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að sækja um byggðakvóta.
     
7.   1709130 - Rekstrarleyfisumsögn - gisting í Ocean Beach Apartments 7-1709130
  Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 15. September, um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi að Kumbaravogi, gisting í flokki II.
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
     
8.   1709145 - Rekstrarleyfisumsögn - gististaður Au 44 hostel 8-1709145
  Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 18. September, um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi að Austurvegi 44, gisting í flokki II.
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
     
9.   1709164 - Rekstrarleyfisumsögn - gististaður með veitingum, Menam 9-1709164
  Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 18. September, um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi vegna reksturs gististaðar með áfengisveitingum að Eyravegi 8, Selfossi, gisting í flokki IV.
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
     
10.   1709189 - Styrkbeiðni - atvinnuskapandi verkefni í Árborg 2018 10-1709189
  Erindi frá héraðsskjalaverði, dags. 19. september, þar sem óskað er eftir framlagi vegna ljósmyndaverkefnis á Héraðsskjalasafni Árnesinga á árinu 2018
  Bæjarráð samþykkir erindið.
     
11.   1709209 - Styrkbeiðni - stuðningur við starfsemi Neytendasamtakanna 11-1709209
  Beiðni frá Neytendasamtökunum, dags. 14. september, þar sem óskað er eftir styrk fyrir samtökin.
  Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
     
12.   1709212 - Samlag um Hólaskarðsveg við Seyðishóla í Grímsnes- og Grafningshreppi 12-1709212
  Erindi frá Grímsnes- og Grafningshreppi, dags. 21. september, vegna beiðni Þorvaldar Garðarssonar, f.h. samlags um Hólaskarðsveg, þar sem óskað er eftir formlegum yfirráðum yfir Hólaskarðsvegi.
  Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum vegna erindisins.
     
13.   1709203 - Opið bókhald sveitarfélaga 13-1709203
  Fulltrúar frá KPMG, Björgvin Guðmundsson, Hallgrímur Arnarson og Hafdís Bergsdóttir Sandholt komu inn á fundinn og kynntu leiðir til að opna bókhald sveitarfélaga. Ingibjörg Garðarsdóttir, fjármálastjóri, sat fundinn undir þessum lið.
     
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:20.  
Gunnar Egilsson   Kjartan Björnsson
Arna Ír Gunnarsdóttir   Helgi Sigurður Haraldsson
    Ásta Stefánsdóttir
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica