122. fundur bæjarráðs
122. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 10. janúar 2013 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi B-lista, boðaði forföll.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar |
||
1. |
1201024 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar |
|
32. fundur haldinn 21. desember |
||
-liður 7, 1212051, beiðni um umsögn um leyfi til reksturs veitingastaðar, Hamborgarabúllan. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. -liður 9, 1212053, beiðni um umsögn um leyfi til reksturs veitingastaðar í Tryggvaskála. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. Fundargerðin staðfest. |
||
|
||
2. |
1201019 - Fundargerð félagsmálanefndar |
|
24. fundur haldinn 19. desember |
||
Fundargerðin staðfest. |
||
|
||
Fundargerðir til kynningar |
||
3. |
1202030 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga |
|
802. fundur haldinn 12. desember |
||
Lagt fram. |
||
|
||
4. |
1210167 - Fundargerðir almannavarnanefndar Árnessýslu 2012 |
|
13. fundur haldinn 14. desember |
||
Lagt fram. |
||
|
||
Almenn afgreiðslumál |
||
5. |
1201041 - Beiðni Kaþólsku kirkjunnar um úthlutun lóðar, svonefnt sýslumannstún |
|
Lögð var til eftirfarandi afgreiðsla erindisins: Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur skipulags- og byggingarnefnd að úthluta lóðinni þegar deiliskipulag liggur fyrir. Úthlutunin skal vera bundin því skilyrði að framsal lóðarinnar verði óheimilt. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, sat hjá og lagði fram eftirfarandi bókun: „Í ljósi formlegrar umsóknar Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi um lóð á Austurvegi 37 á Selfossi (sýslumannstúni) fyrir kirkju , safnaðarheimili og prestsetur, vill undirritaður minna á að afstaða fulltrúa S-lista í bæjarráði hefur ekki breyst frá 98. fundi bæjarráðs þann 14. júní sl. þar sem undirritaður lagði fram bókun með mótatkvæði sínu. Á 98. fundi bæjarráðs var Kaþólsku kirkjunni á Íslandi veitt vilyrði fyrir lóðinni Austurvegi 37 á Selfossi til 6 mánaða með atkvæðum fulltrúa D-lista gegn mótatkvæði fulltrúa S-lista. Undirritaður lítur svo á að áðurnefnd vilyrði séu ekki í gildi lengur þar sem gefið var út vilyrði til 6 mánaða en sá tímafrestur er liðinn fyrir tæpum mánuði, auk þess sem umsækjandi hefur ekki sótt um framlengingu á gildistíma vilyrðisins innan þess tímaramma sem reglur um úthlutanir lóða í Svf Árborg segja til um.“ Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi S-lista. |
||
|
||
6. |
0609045 - Beiðni um samþykki Árborgar fyrir aðilaskiptum á samningi milli Engjalands ehf og Sveitarfélagsins Árborgar um framkvæmdir einkaaðila í landi Dísarstaða, Vörðuland ehf komi í stað Engjalands ehf. |
|
Bæjarráð samþykkir aðilaskipti á samningnum og þá framkvæmdaáætlun sem lögð var fram samhliða beiðninni. Bæjarráð felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að fylgjast með því að fjármögnun framkvæmda sé tryggð. |
||
|
||
7. |
1110006 - Endurskoðun - starfsmannastefna Árborgar |
|
Bæjarráð samþykkir að endurskoða starfsmannastefnu, vinnunni verði lokið fyrir 1. maí nk. Kallað verði eftir umsögnum starfsmanna. |
||
|
||
8. |
1204044 - Kaupsamningur við Bræðurna Róbertsson ehf vegna lóðar að Austurvegi 60b til staðfestingar |
|
Bæjarráð staðfestir samninginn. |
||
|
||
9. |
1212092 - Umsókn Stracta ehf um lóð fyrir ferðaþjónustufyrirtæki |
|
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og bendir á möguleika á Stokkseyri og Eyrarbakka. Bæjarráð felur framkvæmdastjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við umsækjanda. |
||
|
||
10. |
1203082 - Milliuppgjör 2012 |
|
Lagt var fram 11 mánaða uppgjör. |
||
|
||
11. |
1301012 - Beiðni um niðurfellingu á fasteignagjöldum fyrir Búðarstíg 22 árið 2013 |
|
Bæjarráði er ekki heimilt skv. lögum að fella niður eða veita afslátt af fasteignagjöldum og hafnar því erindinu. |
||
|
||
12. |
1212016 - Skipan fulltrúa í stjórn þjónustusvæðis vegna málefna fatlaðra |
|
Bæjarráð skipar Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra sveitarfélagsins, til setu í stjórninni. |
||
|
||
13. |
1210117 - Reglur um niðurgreiðslu daggæslu barna í heimahúsum í Sveitarfélaginu Árborg |
|
Bæjarráð staðfestir reglurnar. |
||
|
||
Erindi til kynningar |
||
14. |
1006066 - Skýrslur Veiðimálastofnunar um fiskirannsóknir og mat á búsvæðum laxfiska |
|
Bæjarráð vísar skýrslunum til framkvæmda- og veitustjórnar. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:30.
Eyþór Arnalds |
|
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
Eggert V. Guðmundsson |
|
|
Þórdís Eygló Sigurðardóttir |
|
Ásta Stefánsdóttir |