12.10.2017
122. fundur bæjarráðs Árborgar
122. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018 haldinn fimmtudaginn 12. október 2017 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista
Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista
Eyrún Björg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar |
1. |
1701029 - Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar |
|
33. fundur haldinn 27. september |
|
Fundargerðin staðfest. |
|
|
|
2. |
1701027 - Fundargerð fræðslunefndar |
|
36. fundur haldinn 3. október |
|
Fundargerðin staðfest. |
|
|
|
Fundargerðir til kynningar |
3. |
1708133 - Fundargerð starfshóps vegna undirbúnings að byggingu skóla í Björkurstykki
3-1708133 |
|
1. fundur haldinn 25. september |
|
Fundargerðin lögð fram. |
|
|
|
4. |
1704014 - Fundargerð hverfisráðs Selfoss
4-1704014 |
|
3. fundur haldinn 19. september |
|
-liður 1 og 2, umgengni um byggingarsvæði. Bæjarráð vísar ábendingunni til byggingarfulltrúa. -liður 3 og 7, skortur á lýsingu við göngustíga. Bæjarráð beinir ábendingunni til framkvæmda- og veitustjórnar. -liður 4, fjölga skiltum um sögu bæjarins. Árlega eru sett upp 2-3 skilti og er gert ráð fyrir að því verði haldið áfram. -liður 5, slætti ábótavant. Bæjarráð telur að heilt yfir hafi sláttur á landi sveitarfélagsins gengið ágætlega í sumar. Ekki eru áform um að bjóða út slátt á Selfossi, en með stækkun byggðarinnar er ljóst að fjölga getur þurft sláttufólki og auka við tækjabúnað. -liður 6, trjágróður við ljósastaura. Umhverfisdeild hefur nýverið birt auglýsingu þar sem skorað er á eigendur trjágróðurs að klippa hann í samræmi við reglur. Bréf verða einnig send þeim sem ekki fara að tilmælum og ráðist í aðgerðir á kostnað lóðareigenda ef aðrar aðferðir bera ekki árangur. -liður 8, göngustígur á mótum Engjavegar og Kirkjuvegar. Áætlað er að laga þann hluta jafnhliða endurgerð Kirkjuvegar. -liður 9, bílastæði við pylsuvagn og Huppu. Unnið er að endurgerð bílastæða á svæðinu í samræmi við hönnunargögn sem unnin voru í byrjun sumars. Verklok eru áætluð fyrir áramót. -liður 10, ný brú á Ölfusá. Bæjarráð hefur samþykkt margar ályktanir til samgönguyfirvalda um breikkun Suðurlandsvegar, nýja brú á Ölfusá og endurbætur á þeirri brú sem nú er fyrir hendi. Áætlanir Vegagerðarinnar liggja fyrir, en tryggja þarf að fjármagn til verkefnisins skili sér í fjárlögum. Bæjarráð beinir því til Samgönguráðuneytisins að tryggt verði að fjármagn til breikkunar Suðurlandsvegar og brúargerðar á Ölfusá verði tryggt. -liður 11, umferðarljós við gatnamót Austurvegar og Rauðholts. Bæjarráð beinir hugmyndinni til skipulags- og byggingarnefndar þar sem málið varðar breytingu á umferðarskipulagi. -liður 12, laga og mála Vallaskóla og umhverfi. Viðhald á Vallaskóla, innanhúss og utan er á áætlun hjá eignadeild sveitarfélagsins fyrir árið 2018. Skammt er síðan umtalsverðar úrbætur voru gerðar á leiksvæði og settur "snúningshaus" við enda Bankavegar. -liður 14, hundahald, skilti um reglur um skráningu. Reglur eru aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagssins, auk þess sem þær eru afhentar hundaeigendum við skráningu hunda og eigendum óskráðra hunda þegar afskipti eru höfð af þeim. Reglurnar eru á slóðinni https://www.arborg.is/wp-content/uploads/2009/03/samth.um_hundahald_april_2013.pdf. Hvað er innifalið í skráningu: Sjá gjaldskrá https://www.arborg.is/wp-content/uploads/2009/03/Hundahald-1.pdf Skráningargjald er kr. 10.819, eftirlitsgjald er 17.592 og er eftirlitsgjald ekki innheimt á sama ári og hundur er skráður. Innifalið í skráningargjaldi er kostnaður við skráningu hunds og hundaeftirlit á skráningarári, eftirlitsgjald stendur undir kostnaði við hundaeftirlit, tryggingar o.fl. Innheimt gjöld standa ekki að fullu undir kostnaði við málaflokkinn. Afsláttarreglur koma fram í 7. gr. gjaldskrárinnar og hundaeftirlitsgjald er innheimt í tveimur greiðslum. -liður 15, ruslatunnum verði fjölgað. Bæjarráð beinir hugmyndinni til framkvæmda- og veitusviðs. -liður 16, afskipti af óskráðum hundum. Í samþykkt um hundahald og gjaldskrá vegna hundahalds kemur fram með hvaða hætti mál óskráðra hunda eru meðhöndluð. -liður 17, hundagjald og kattagjald. Munur á gjaldi fyrir að skrá hund og kött liggur í því að kostnaður er mismunandi. |
|
|
|
5. |
1701162 - Fundargerð fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga
5-1701162 |
|
183. fundur haldinn 2. október |
|
Lagt fram. |
|
|
|
6. |
1701105 - Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu
6-1701105 |
|
18. fundur haldinn 29. september |
|
Lagt fram. |
|
|
|
7. |
1701154 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands |
|
256. fundur haldinn 19. júní
257. fundur haldinn 31. ágúst
258. fundur haldinn 21. september
259. fundur haldinn 29. september |
|
Lagt fram. |
|
|
|
8. |
1704271 - Fundargerð framkvæmdaráðs almannavarna Árnessýslu
8-1704271 |
|
20. fundur haldinn 19. september |
|
Lagt fram. |
|
|
|
Almenn afgreiðslumál |
9. |
1705167 - Minnisblað frá fræðslusviði um fjölda barna í leikskólum, á biðlista og með lögheimili í Árborg
9-1705167 |
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
10. |
1709249 - Rekstrarleyfisumsögn - Ferðaþjónustan Geirakoti
10-1709249 |
|
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 26. september, um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi að Geirakoti, gisting í flokki II. |
|
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. |
|
|
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:00.
Gunnar Egilsson |
|
Kjartan Björnsson |
Arna Ír Gunnarsdóttir |
|
Helgi Sigurður Haraldsson |
Eyrún Björg Magnúsdóttir |
|
Ásta Stefánsdóttir |