Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


8.1.2009

123. fundur bæjarráðs

123. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 8. janúar 2009 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

Mætt: 
Jón Hjartarson, formaður, V-lista
Þorvaldur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, B-lista
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari

Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá bókun um áformaðan niðurskurð í heilbrigðisþjónustu. Var það samþykkt samhljóða.

 

Dagskrá:

Fundargerðir til staðfestingar:

1. 0801042 - Fundargerð leikskólanefndar Árborgar
32.fundur haldinn 17. desember


Fundargerðin staðfest.


Fundargerðir til kynningar:

2. 0801088 - Fundargerð stjórnar SASS
420.fundur haldinn 12.desember


Fundargerðin lögð fram.

Almenn erindi

3. 0812099 - Leiðbeiningar félags- og tryggingamálaráðuneytis um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.

Lagt fram.

4. 0812164 - Reglur um uppsögn á leikskóladvöl og/eða breytingar á dvalartíma

Bæjarráð staðfestir reglurnar.

5. 0812162 - Kauptilboð í Austurveg 28
Lagt var til í bæjarstjórn 22.des sl. að vísa tilboðinu í bæjarráð.


Bæjarráð samþykkir kauptilboðið fyrir sitt leyti.

6. 0812177 - Beiðni um að nemendur framhaldsskóla fái ókeypis í sund vegna "íþróttavakningar framhaldsskólanna"

Bæjarráð samþykkir erindið.

7. 0901007 - Breyting á prókúru framkvæmdastjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs

Bæjarráð heimilar bæjarstjóra að veita Ingibjörgu Garðarsdóttur, kt. 031072-3289, prókúru fyrir Sveitarfélagið Árborg og Selfossveitur.

8. 0604013 - Beiðni ökukennarafélags Íslands um viðræður um æfingasvæði fyrir ökukennslu.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma á fundi með forsvarsmönnum félagsins.

9. 0810126 - Bréf Samgönguráðuneytisins um frestun á afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2009

Lagt fram.

10. 0812144 - Styrkbeiðni - rekstur ráðgjafamiðstöðvarinnar Sjónarhóls

Bæjarráð hafnar erindinu.

11. 0901027 - Bókun um fyrirhugaðan niðurskurð í heilbrigðisþjónustu

Bæjarráð Árborgar lýsir yfir þungum áhyggjum vegna framkominna tillagna heilbrigðisráðherra um breytingar og niðurskurð í rekstri heilbrigðisstofnana í landinu. Verði þessar tillögur að veruleika er hætta á að þjónusta við landsbyggðarfólk muni skerðast verulega og mikilvægir þættir í þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi leggist af. Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla upplýsinga um málið sem tekið verður á dagskrá bæjarstjórnarfundar þann 14. janúar n.k..


Erindi til kynningar

12. 0812078 - Bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands um áhrif fjármálakreppunnar á EBÍ

Lagt fram til kynningar.

13. 0812096 - Bréf framkvæmdastjóra SASS um að fundargerðir SASS verði rafrænar frá 2009

Lagt fram.

14. 0805026 - Úrskurður umhverfisráðuneytisins frá 22. desember 2008 um útgáfu starfsleyfis Flugklúbbs Selfoss

Lagt fram.

15. 0901003 - Starfsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Suðurlands 2008

Skýrslan liggur frammi hjá bæjarstjóra.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:38.

Jón Hjartarson                        
Þorvaldur Guðmundsson
Eyþór Arnalds                        
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica