Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


2.11.2017

124. fundur bæjarráðs

124. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 2. nóvember 2017 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi, D-lista, varaformaður Ari Björn Thorarensen, bæjarfulltrúi D-lista, varamaður Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Eyrún Björg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, boðaði forföll Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, boðaði forföll. Dagskrá: 
Fundargerðir til kynningar
1.   1702104 - Fundargerð stjórnar SASS
  524. fundur haldinn 4. október 525. fundur haldinn 18. október
  Lagt fram.
     
2.   1702103 - Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands
  182. fundur haldinn 18. október
  Lagt fram.
     
Almenn afgreiðslumál
3.   1710136 - Styrkbeiðni - Stígamót 2018 3-1710136
  Erindi frá Stígamótum, dags. 15. október, um fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2018.
  Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar.
     
4.   1710157 - Tækifærisleyfi - árshátíð í íþróttahúsi Vallaskóla 4-1710157
  Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 26. október, um tækifærisleyfi í íþróttahúsi Vallaskóla.
  Kjartan Björnsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
     
5.   1710154 - Rekstrarleyfisumsögn - veitingastaðurinn Menam 5-1710154
  Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 26. október, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi að Eyravegi 8, veitingar, flokkur II.
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
     
6.   1702249 - Milliuppgjör og fjárhagstölur 2017
  Yfirlit yfir útsvarstekjur og framlög úr Jöfnunarsjóði
  Lagt fram.
     
7.   1710161 - Tillaga að slagorði til að nota í yfirskrift fyrir sveitarfélögin Árborg og Flóahrepp í ferðaþjónustumálum 7-1710161
  Tillaga frá starfshópi um ferðaþjónustumál í Árborg og Flóahreppi
  Lögð var fram eftirfarandi tillaga: Starfshópur um ferðaþjónustumál í Árborg og Flóahreppi hefur á sl. ári unnið að stefnumótun sveitarfélaganna í ferðaþjónustumálum í samstarfi við fyrirtækið Kapal ehf sem sérhæfir sig í markaðsráðgjöf. Hópinn skipa þau Ásta Stefánsdóttir, Eggert Valur Guðmundson og Bragi Bjarnason frá Árborg og Eydís Indriðadóttir, Ingunn Jónsdóttir og Rósa Matthíasdóttir frá Flóahreppi. Vinnan með Kapli gekk vel og skilaði fyrirtækið af sér stefnumótun ásamt aðgerðalista í lok sumars. Í stefnumótuninni er farið yfir stöðu sveitarfélaganna í dag, styrkleikar, veikleikar, tækifæri og ógnanir greindar og lagðar fram hugmyndir að verkefnum og yfirskrift svæðisins til að auðvelda kynningu fyrir ferðamenn. Hópurinn hefur farið yfir þau gögn sem Kapall lagði fram í stefnumótuninni og líst vel á þá hugmynd að kynna svæðið undir yfirskriftinni „Selfoss area ? stay closer to nature“. Selfossnafnið er þekkt á öllum kortum sem bæjarnafn ásamt því að vera ákveðinn miðpunktur verslunar og þjónustu á Suðurlandi. Einnig kom fram í gögnum Kapals að mögulega yrðu sveitarfélaganöfnin orðin úrelt á næstu árum ef farið yrði í sameiningar og því væri sterkast að velja nafn sem allir þekkja og ætti að standa til framtíðar. Starfshópurinn leggur því til að ný yfirskrift fyrir Sveitarfélagið Árborg og Sveitarfélagið Flóahrepp í kynningarefni fyrir erlenda ferðamenn verði „Selfoss area - stay closer to nature“. Það vísi í lokamarkmiðið sem er að auka þann fjölda ferðamanna sem gistir lengur á svæðinu og er nær náttúruperlunum en t.d. á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarráð samþykkir að nota yfirskriftina "Selfoss area - stay closer to nature" í kynningu og markaðssetningu fyrir erlenda ferðamenn. Hópurinn vinnur áfram að markaðssetningu og stuðningi við ferðaþjónustu í öllu sveitarfélaginu.
     
Erindi til kynningar
8.   1704290 - Kynning - alþjóðaflugvöllur í Árborg
  Á fundinn mættu Andri Björgvin Arnþórsson, Sigtryggur Arnþórsson og Páll Heiðar Pálsson, ásamt Páli Bjarnasyni frá Eflu. Farið var yfir hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Árborg og rætt um rannsóknir sem þyrfti að gera til að meta það hvort hugmyndin væri raunhæf. Framkvæmdastjóra sveitarfélagsins er falið að koma á starfshópi um verkefnið.
     
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:45.  
Ari Björn Thorarensen   Kjartan Björnsson
Arna Ír Gunnarsdóttir   Helgi Sigurður Haraldsson
    Ásta Stefánsdóttir
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica