Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


31.1.2013

125. fundur bæjarráðs

125. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 31. janúar 2013  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.

Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

 

Fundargerðir til staðfestingar

1.

1301007 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar

 

49. fundur haldinn 23.janúar

 

Fundargerðin staðfest.

 

   

Fundargerðir til kynningar

2.

1204187 – Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga

 

15. fundur haldinn 11. desember

 

Lagt fram.

 

   

3.

1301338 - Fundargerð almannavarnanefndar Árnessýslu

 

14. fundur haldinn 17. janúar

 

Lagt fram.

 

   

4.

1211061 - Stofnsamningur Héraðsnefndar Árnesinga bs og fundargerð

 

58. fundur haldinn 17. desember

 

Lagt fram.

 

   

5.

1301276 - Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands

 

147. fundur haldinn 18. janúar

 

Lagt fram.

-liður 5, loftgæðamælingar. Bæjarráð óskar eftir að fá afrit af skýrslu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands vegna mælinga úr loftgæðamælistöðvum Orkuveitu Reykjavíkur, auk nýrrar reglugerðar um loftgæði.

 

   

6.

1301266 - Fundargerð stjórnar SASS

 

463. fundur haldinn 18. janúar

 

Lagt fram.

 

   

7.

1203112 - Fundargerð stjórnar Sandvíkurseturs ehf

 

Fundur haldinn 24. janúar

 

Lagt fram.

 

   

Almenn afgreiðslumál

8.

1206166 - Bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga vegna fjárhagslegra viðmiða sveitarstjórnarlaga

 

Sveitarfélagið Árborg hefur verið yfir skuldaviðmiðum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga og verið undir eftirliti vegna þess. Jafnframt var sveitarfélagið með of lítinn rekstrarafgang til að uppfylla viðmið eftirlitsnefndarinnar. Í júlí 2010 barst sveitarfélaginu athugasemd eftirlitsnefndarinnar og hefur sveitarfélagið síðan unnið markvisst að því að ná viðmiðum hennar og hafa skuldir farið úr því að vera yfir 206% af tekjum í að fara undir 150% um síðustu áramót. Þá hefur rekstrarafgangur verið hærri en 15% af tekjum frá árinu 2010 og þar með er Sveitarfélagið Árborg einnig yfir viðmiðum eftirlitsnefndarinnar hvað þetta varðar. Sveitarfélagið hefur þannig náð að uppfylla skilyrði Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga á aðeins þremur árum. Af því tilefni hefur sveitarfélagið móttekið bréf frá nefndinni þar sem tekið er fram að ekki sé óskað frekari upplýsinga vegna þessa máls og er sveitarfélagið þar með ekki lengur undir eftirliti nefndarinnar.  Unnið hefur verið að hagræðingu og bættum rekstri sveitarfélagsins með samstilltu átaki bæjarfulltrúa, starfsmanna og íbúa sveitarfélagsins. 

 

 

 

 

   

9.

1108086 - Jafnréttisáætlun og framkvæmdaáætlun

 

Áður frestað á 124. fundi

 

Bæjarráð vísar jafnréttisáætlun til bæjarstjórnar.

 

   

10.

1301298 - Beiðni nefndasviðs Alþingis um umsögn - tillaga til þingsályktunar um velferðarstefnu - heilbrigðisáætlun til ársins 2020

 

Bæjarráð vísar málinu til félagsmálastjóra.

 

   

11.

1301299 - Beiðni nefndasviðs Alþingis um umsögn - tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í barnavernd til 2014

 

Bæjarráð vísar málinu til félagsmálastjóra.

 

   

12.

1301259 - Beiðni stjórnar Veiðifélags Árnesinga um upplýsingar um stöðu frárennslismála við Selfoss

 

Bæjarráð felur framkvæmda- og veitustjóra að svara erindinu í samráði við framkvæmdastjóra sveitarfélagsins.

 

   

13.

1301348 - Skýrsla landlæknisembættisins um úttekt á starfsemi hjúkrunarheimilisins Kumbaravogs

 

Skýrslan var lögð fram.

Bæjarráð óskar eftir því við velferðarráðuneytið að fá að fylgjast með framvindu úrbóta á staðnum. Bæjarráð ítrekar áhyggjur af stöðu mála hvað varðar hjúkrunar- og dvalarrými á svæðinu, ekki síst í ljósi ört vaxandi þarfar. Á biðlista eftir hjúkrunar- og dvalarrými á Suðurlandi eru 89 einstaklingar, þar af 50 í Árnessýslu.

 

   

 Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:45.
 

Eyþór   Arnalds

 

Sandra   Dís Hafþórsdóttir

Eggert V.   Guðmundsson

 

Helgi Sigurður Haraldsson

Þórdís   Eygló Sigurðardóttir

 

Ásta   Stefánsdóttir

 

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica