126. fundur bæjarráðs
126. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 29. janúar 2009 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Jón Hjartarson, formaður, V-lista
Þorvaldur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, B-lista
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar:
1. 0901097 - Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar
1.fundur haldinn 22.janúar
Fundargerðin staðfest.
Fundargerðir til kynningar:
2. 0812045 - Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Suðurlands 2008
28.aukaaðalfundur haldinn 19.desember
Fundargerðin lögð fram.
3. 0901136 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands
165.fundur haldinn 9.janúar
166.fundur haldinn 15.janúar
Fundargerðirnar lagðar fram.
4. 0901152 - Fundargerð sérdeildar Suðurlands
Fundur haldinn 15.janúar
Fundargerðin lögð fram.
5. 0901137 - Fundargerð Leigubústaða Árborgar ehf.
23.fundur haldinn 19.janúar
Fundargerðin lögð fram.
Almenn erindi
6. 0901144 - Beiðni Héraðssambands Skarphéðins um styrk vegna glímumóts sem fram fer á Selfossi 18.-19. apríl
Bæjarstjóra er falið að ræða við bréfritara.
7. 0504045 - Suðurlandsvegur tvöföldun
Lögð var fram tillaga að umsögn bæjarráðs. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
8. 0901153 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - Matur & Músík slf
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið, enda er staðsetning rekstrarins í samræmi við reglur og skipulag sveitarfélagsins.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:35
Jón Hjartarson
Þorvaldur Guðmundsson
Eyþór Arnalds
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir