126. fundur bæjarráðs
126. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 7. febrúar 2013 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá málefni Sandvíkurseturs, málefni hjúkrunarheimila og könnun á sögu húsa í sveitarfélaginu. Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar |
||
1. |
1301010 - Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 2013 |
|
33. fundur haldinn 29. janúar |
||
-liður 2, 1205364, deiliskipulag miðbæjar Selfoss, tillaga að lýsingu deiliskipulagstillögu. Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar um að skipulagslýsing verði kynnt almenningi og leitað umsagnar umsagnaraðila. -liður 3, 1207067, tillaga að breytingu aðalskipulags, göngustígur meðfram Hóla- og Helluhverfi. Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar um að skipulagslýsing verði kynnt almenningi og leitað umsagnar umsagnaraðila. -liður 6, 120229, tillaga að breyttu deiliskipulagi Hafnargötu, Stokkseyri. Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar. -liður 13, 1106045, tillaga að breyttu aðal- og deiliskipulagi búgarðabyggðar í Byggðarhorni. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar. Fundargerðin staðfest.
|
||
|
||
2. |
1301011 - Fundargerðir íþrótta- og menningarnefndar 2013 |
|
1. fundur haldinn 29. janúar |
||
Fundargerðin staðfest. |
||
|
|
|
3. |
1301008 - Fundargerð félagsmálanefndar |
|
25. fundur haldinn 30. janúar |
||
-liður 1, 1301214, tillaga að breytingum á reglum um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur í Árborg. Lagt var til að bæjarráð samþykkti tillöguna. Tillagan var samþykkt með tveimur atkvæðum gegn atkvæði Eggerts Vals Guðmundssonar, S-lista. Eggert Valur Guðmundsson, D-lista, lagði fram svohljóðandi bókun: „Undirritaður er mótfallinn því að gera þá kröfu til umsækjenda um félagslegt leiguhúsnæði að þeir þurfi að hafa átt lögheimili í Sveitarfélaginu Árborg í a.m.k. þrjú ár í stað eins árs eins og verið hefur. Undirrituðum þykja það hæpin rök að þessi aðgerð sé nauðsynleg til þess að stytta biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði. Að gera breytingar á þennan hátt hjálpar ekkert þeim hópi sem á í alvarlegum húsnæðisvanda og er eingöngu að því er virðist fallin til að gera vandamálið minna sýnilegt. Undirritaður vekur athygli á því að t.d hjá Vestmannaeyjabæ og Kópavogsbæ er reglan sú að umsækjendur um félagslegt leiguhúsnæði hafa þurft að eiga lögheimili í það minnsta 6 mánuði áður en þeir geta sótt um. Á Akureyri er þess eingöngu krafist að umsækjandi sé með lögheimili í sveitarfélaginu þegar sótt er um. Í Mosfellsbæ sem er sveitarfélag af svipaðri stærðargráðu og Svf. Árborg gildir sú regla að umsækjendur þurfa að hafa átt lögheimili í sveitarfélaginu í eitt ár. Sama regla gildir í Reykjanesbæ.“ Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi S-lista. Bæjarfulltrúar D-lista, lögðu fram eftirfarandi bókun: „Reglur þessar koma til móts við þá sem hafa haft búsetu í sveitarfélaginu og hafa verið á biðlista og eru í þörf fyrir félagslegt húsnæði. Sveitarfélagið Árborg er með mikinn fjölda félagslegra íbúða, mun hærra hlutfall heldur en flest sveitarfélög af svipaðri stærð. Reykjavíkurborg gerir kröfu um 3ja ára búsetu líkt og reglurnar kveða nú á um. Rétt er að benda á að þessi breyting á reglum var samþykkt út úr nefndinni með fimm samhljóða atkvæðum.“ -liður 2, 1301215, tillaga að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð í Sveitarfélaginu Árborg. Bæjarráð samþykkir tillöguna. -liður 3, 1301216, reglur um verkaskiptingu milli félagsmálanefndar Árborgar og starfsmanna félagsþjónustu. Bæjarráð samþykkir reglurnar. -liður 4, 1301361, gjaldskrá í félagslegri heimaþjónustu. Bæjarráð samþykkir gjaldskrána. -liður 5, 1301353, greiðslur til stuðningsfjölskyldna á grunni laga um málefni fatlaðra. Bæjarráð samþykkir tillöguna. Fundargerðin staðfest. |
||
|
||
Fundargerðir til kynningar |
||
4. |
1301396 - Fundargerð framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga |
|
1. fundur haldinn 22. janúar |
||
Fundargerðin lögð fram. |
||
|
||
Almenn afgreiðslumál |
||
5. |
1212092 - Lóðarumsókn Stracta ehf um lóð fyrir ferðaþjónustu á horni Nesbrúar og Túngötu, Eyrarbakka |
|
Bæjarráð samþykkir vilyrði til sex mánaða í samræmi við 8. gr. reglna um lóðaúthlutun. Framsal vilyrðisins er óheimilt. |
||
|
||
6. |
1210159 - Beiðni um landsvæði fyrir Bréfdúfnafélagið í Árborg |
|
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmdastjóra að vinna að samningi við félagið um afnot af landi við gámasvæðið. |
||
|
||
7. |
1302014 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um umsókn um rekstrarleyfi- Fjöruborðið |
|
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið fyrir sitt leyti. |
||
|
||
8. |
1008004 - Tilboð landeigenda að Árbæjarlandi um sölu á landi og vatnsréttindum |
|
Bæjarráð hafnar tilboðinu. Málinu er vísað til framkvæmda- og veitustjórnar. |
||
|
||
9. |
1302012 - Beiðni Selhúsa ehf um heimild til að skila lóð - Dranghólar 49 |
|
Bæjarráð samþykkir lóðaskil, enda verður ekki greitt fyrir þær framkvæmdir sem fram hafa farið á lóðinni. |
||
|
||
10. |
1302008 - Beiðni Landsnets hf um aðalskipulagsbreytingu - lagning jarðstrengs og ljósleiðara |
|
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar. |
||
|
||
11. |
1203112 - Málefni Sandvíkurseturs |
|
Rætt var um stöðu mála. Í tilefni af fréttaflutningi vill bæjarráð taka fram að lokauppgjör vegna verkskila hefur ekki farið fram. |
||
|
||
12. |
1301154 - Málefni hjúkrunarheimila, Sólvellir, Eyrarbakka |
|
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, upplýsti um þá stöðu mála að velferðarráðuneytið hafi hafnað beiðni stjórnar dvalarheimilisins Sólvalla um að breyta tveimur dvalarrýmum í tvö hjúkrunarrými. Bæjarráð ítrekar áhyggjur sínar af stöðu mála varðandi hjúkrunarrými, enda eru 89 manns á biðlista eftir hjúkrunarrými á Suðurlandi, þar af 50 í Árnessýslu. |
||
|
||
13. |
1203085 - Byggða- og húsakönnun í Sveitarfélaginu Árborg |
|
Bæjarráð samþykkir að vera bakhjarl að verkefninu, sótt verði um styrki á móti kostnaði. Kostnaði er vísað til viðauka við fjárhagsáætlun. |
||
|
||
Erindi til kynningar |
||
14. |
1301376 - 38. sambandsráðsfundur UMFÍ í október 2012 |
|
Lagt fram. |
||
|
||
15. |
1302011 - Dagur leikskólans 2013 |
|
Lagt fram. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:00.
Eyþór Arnalds |
|
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
Eggert V. Guðmundsson |
|
Helgi Sigurður Haraldsson |
Þórdís Eygló Sigurðardóttir |
|
Ásta Stefánsdóttir |