Fundargerðir til staðfestingar |
1. |
1701027 - Fundargerð fræðslunefndar |
|
37.fundur haldinn 9. nóvember |
|
-liður 14, 1711018, gæðaviðurkenning Erasmus. Bæjarráð óskar öllum hlutaðeigandi til hamingju með frábæran árangur, en skólaþjónusta Árborgar fékk gæðaviðurkenningu fyrir verkefnið Nám, störf og lærdómssamfélag í flokknum leik-, grunn- og framhaldsskólastig. Þá var verkefni ungmennaráða Árborgar. Ráðstefna ungmennaráða á Suðurlandi eitt þriggja verkefna sem var tilnefnt í flokknum æskulýðsstarf.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina. |
|
|
|
Fundargerðir til kynningar |
2. |
1703106 - Fundargerðir stjórnar Bergrisans bs. 2017
2-1703106 |
|
Ársfundur Bergrisans bs. haldinn 25. október |
|
Lagt fram. |
|
|
|
3. |
1704012 - Fundargerðir hverfisráðs Eyrarbakka 2017
3-1704012 |
|
24. fundur haldinn 7. nóvember |
|
-liður 1, endurskoðun umhverfisstefnu. Dráttur málsins á þá skýringu að starfsmaður málaflokksins hefur verið í fæðingarorlofi og ekki var ráðið í afleysingar.
-liður 2, frisbígolfvöllur á Eyrarbakka. Skýring á því að dregist hefur að setja upp völlinn er sú að söluaðili búnaðar á völlinn fékk ekki til landsins undirstöður til að nota á vellinum, eins og gert hafði verið ráð fyrir. Af hálfu sveitarfélagsins hefur verið ítrekað og verður ítrekað áfram að ráðin verði bót á þessu.
-liður 3, ofaníburður á sjógarð. Stefnt er að því að halda verkefninu áfram næsta sumar.
-liður 4, samningur er við fyrirtæki um að fjarlægja bíla þegar runninn er út sá frestur sem gefinn er á límmiðum sem Heilbrigðiseftirlitið setur á bíla.
-liður 5, öryggismyndavélar. Í samráði við lögreglu hefur verið valinn staður fyrir öryggismyndavél vestast á Eyrarbakka. Áætlað er að vélin verði sett upp á næsta ári. |
|
|
|
Almenn afgreiðslumál |
4. |
1711003 - Reglur um þjónustu frístundaheimila Sveitarfélagsins Árborgar
4-1711003 |
|
Bæjarráð staðfestir reglurnar. Bæjarráð leggur til að gerð verði breyting á fjárhagsáætlun milli umræðna, þannig að mæta megi kostnaði við að stöðugildi forstöðumanna í stærri skólavistununum verði 100%. Kostnaður nemur 2,4 mkr. á ári. |
|
|
|
5. |
1711072 - Styrkbeiðni - áframhaldandi uppbygging í Hellisskógi 2018
5-1711072 |
|
Styrkbeiðni Skógræktarfélags Selfoss, dags. 15. október, þar sem óskað er eftir styrk til áframhaldandi uppbyggingar í Hellisskógi. |
|
Bæjarráð fellst á erindið. Gert er ráð fyrir styrk til félagsins í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins líkt og síðustu ár. |
|
|
|
6. |
1711073 - Beiðni um aukafjárveitingu - framræsla á blautum svæðum í Hellisskógi
6-1711073
|
|
Erindi frá Skógræktarfélagi Selfoss, dags. 15. október, þar er óskað er eftir aukafjárveitingu vegna framræslu á blautum svæðum í Hellisskógi. |
|
Bæjarráð óskar eftir að fá fulltrúa úr stjórninni inn á næsta fund. |
|
|
|
7. |
1711096 - Rekstrarleyfisumsögn - Guesthouse Bjarney
7-1711096 |
|
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 10. nóvember, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn um rekstrarleyfi að Kjarrmóa 1, gisting í flokki II. |
|
Bæjarráð getur ekki veitt jákvæða umsögn um erindið þar sem staðsetning fyrirhugaðs gististaðar er ekki á svæði sem heimilar starfsemi gistiheimilis skv. skipulagi sveitarfélagsins. |
|
|
|
Erindi til kynningar |
8. |
1711099 - Samkomulag um makaskipti lóða, lóðaúthlutun og gatnagerð á Sigtúnsreit |
|
Drög að samkomulagi um makaskipti lóða (Tryggvagata 8a í eigu Árborgar, Sigtún 5, Sigtún 5a, Sigtún 5b, Tryggvagata 10, Tryggvagata 12, Tryggvagata 12a í eigu Sigtúns Þróunarfélaga), gatnagerð við C-götu skv. deiliskipulagstillögu og úthlutun lóðanna að C-götu 1 og C-götu 2. |
|
Farið var yfir samningsdrögin. |
|
|
|
9. |
1609088 - Ljósleiðaravæðing sveitarfélaga |
|
Umsókn Sveitarfélagsins Árborgar til fjarskiptasjóðs vegna ljósleiðaravæðingar í dreifbýli. |
|
Sveitarfélagið Árborg hefur skilað inn gögnum í fyrri áfanga umsóknarferlis hjá Fjarskiptasjóði þar sem dreifbýli í Árborg er skipt í tvo áfanga. Í næsta hluta umsóknarferlis verður skilað inn umsókn um tilteknar fjárhæðir pr. tengingu. Farið var yfir gögn málsins og ræddar mögulegar útfærslur á kostnaðarskiptingu í umsókn um næsta fasa. |
|
|
|