127. fundur bæjarráðs
127. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 5. febrúar 2009 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Jón Hjartarson, formaður, V-lista
Þorvaldur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, B-lista
Þórunn Jóna Hauksdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari
Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá erindi Fjölskyldumiðstöðvar um stofnun hagsmunasamtaka íbúðareigenda og leigutaka í Grænumörk. Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
Fundargerðir til kynningar:
1. 0901136 - Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands
167.fundur haldinn 27.janúar
Lagt fram.
2. 0901199 - Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands
116.fundur haldinn 27.janúar
Lagt fram.
Almenn erindi
3. 0901156 - Umsókn Nýsköpunarsjóðs námsmanna um styrk
Lagt var til að bæjarráð hafni erindinu. Sveitarfélagið Árborg greiðir í vísindasjóð Fræðslunets Suðurlands. Fræðslunet Suðurlands er eina símenntunarmiðstöðin á landinu sem rekur sjóð af þessu tagi, og geta allir háskólanemar sótt um styrk úr sjóðnum.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
4. 0901198 - Beiðni um landskipti á jörðinni Nýjabæ
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og skipulagsnefndar.
5. 0801054 - Tillaga Fjölskyldumiðstöðvar um aðkomu Sveitarfélagsins Árborgar að stofnun hagsmunasamtaka íbúðareigenda og leigutaka í Grænumörk 1, 3 og 5.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Jafnframt var frestur til að vinna tillögur að endurskoðun stefnu sveitarfélagsins í málum aldraðra að öðru leyti framlengdur til 1. maí n.k.
Erindi til kynningar
6. 0901192 - Áherslur Sambands íslenskra sveitarfélaga í úrgangsmálum ásamt aðgerðaáætlun
Lagt fram.
7. 0804028 - Almenn þjónustuframlög frá Jöfnunarsjóði fjárhagsárið 2008
Lagt fram.
8. 0901194 - Áskorun frá Samtökum verslunar og þjónustu í Árborg
Meirihluti bæjarráðs leggur til að bæjarstjóra verði falið að ræða við bréfritara og skýra málið.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, lagði fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi D-lista deilir efasemdum og áhyggjum bréfritara um að Suðurlandsvegur framhjá Árborg og yfir Ölfusárbrú austan við Selfoss geti haft neikvæð áhrif á fyrirtæki er starfa í verslun og þjónustu í Árborg og þar með sveitarfélagið í heild sinni. Mikilvægt er að hagsmunaaðilar séu upplýstir um stöðu mála um breytingu veglagningar frá því sem nú er, sem og hugmyndir um veglagningu sem ræddar hafa verið og hvers vegna farin er sú leið sem nú er unnið eftir.
Meirihluti bæjarráðs lagði fram svohljóðandi bókun:
Vegstæði fyrir nýja Ölfusárbrú yfir Eystri-Laugadælaeyju hefur verið á skipulagi á þriðja áratug og töluverð umræða verið um nýtt brúarstæði í gegnum árin. Núverandi lega þjóðvegar númer 1 í gegnum miðbæ Selfoss um Austurveg skapar fjölmörg vandamál og hættur auk þess sem umferðartafir í gegnum bæinn eru oft verulegar. Meirihluti bæjarráðs telur mikilvægt að við hönnun nýs vegar og brúar yfir Ölfusá verði hagsmuna íbúa- og atvinnurekenda gætt og telur að í umsögnum og umræðum um málefnið hafi það verið gert.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:45.
Jón Hjartarson
Þorvaldur Guðmundsson
Þórunn Jóna Hauksdóttir
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir