23.11.2017
127. fundur bæjarráðs
127. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018 haldinn fimmtudaginn 23. nóvember 2017 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Ari B. Thorarensen, bæjarfulltrúi, D-lista, varamaður
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista
Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista
Eyrún Björg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
Fundargerðir til kynningar |
1. |
1706002 - Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga bs
1-1706002 |
|
11. fundur haldinn 10. og 11. október |
|
Lagt fram. |
|
|
|
2. |
1701154 - Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands og fundargerð aðalfundar |
|
261. fundur haldinn 10. nóvember
Aðalfundur haldinn 20. október |
|
Lagt fram. |
|
|
|
3. |
1708155 - Ársþing SASS 2017
3-1708155 |
|
Aðalfundur SASS haldinn 19. og 20. október |
|
Lagt fram. |
|
|
|
Almenn afgreiðslumál |
4. |
1711107 - Persónuverndardagur Sambandsins 1. desember 2018
4-1711107 |
|
Leiðbeiningar um nýjar persónuverndarreglur fyrir sveitarfélögin |
|
Framkvæmdastjóra sveitarfélagsins er falið að fylgjast með innleiðingu reglnanna. |
|
|
|
5. |
1701154 - Tillögur stjórnar SOS um úrgangsmál á Suðurlandi ásamt valkostaskýrslu SOS 2017
5-1701154 |
|
Lagt fram. Bæjarráð þakkar fyrir þá vinnu sem lögð hefur verið í greiningu á valkostum varðandi úrgangsmál og tillögur um fyrirkomulag málaflokksins í landshlutanum. |
|
|
|
6. |
1711085 - Samkomulag - lagning reiðvegar í Laugardælalandi
6-1711085 |
|
Samkomulag milli Sveitarfélagsins Árborgar og Hestamannafélagsins Sleipnis um lagningu reiðvegar í Laugardælalandi |
|
Bæjarráð staðfestir samninginn. |
|
|
|
7. |
1711147 - Félagafundur Sorpstöðvar Suðurlands bs. 2017
7-1711147 |
|
Beiðni frá stjórn SOS þar sem óskað er eftir að Sveitarfélagið Árborg tilnefni fulltrúa á félagsfund SOS sem haldinn verður föstudaginn 15. desember nk. |
|
Bæjarráð tilnefnir Ástu Stefánsdóttur sem fulltrúa á aðalfund Orkugerðarinnar og Ara B. Thorarensen til vara. |
|
|
|
8. |
1711099 - Samkomulag vegna bílastæða bak við Austurveg 6
8-1711099 |
|
Drög að samkomulagi um makaskipti lóða (Tryggvagata 8a í eigu Árborgar, Sigtún 5, Sigtún 5a, Sigtún 5b, Tryggvagata 10, Tryggvagata 12, Tryggvagata 12a í eigu Sigtúns Þróunarfélaga), gatnagerð við C-götu skv. deiliskipulagstillögu og úthlutun lóðanna að C-götu 1 og C-götu 2. |
|
Lagt var til að bæjarráð staðfesti samninginn fyrir sitt leyti. Var það samþykkt með tveimur atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, sat hjá við afgreiðslu málsins. |
|
|
|
9. |
1711073 - Beiðni um aukafjárveitingu - framræsla á blautum svæðum í Hellisskógi |
|
Björgvin Örn Eggertsson, formaður Skógræktarfélags Selfoss, kom á fundinn og kynnti erindi félagsins varðandi framræslu á blautum svæðum í Hellisskógi. Framkvæmdastjóra sveitarfélagsins er falið að gera drög að samningi við Skógræktarfélagið um föst framlög. |
|
|
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:15.
Gunnar Egilsson |
|
Ari Björn Thorarensen |
Arna Ír Gunnarsdóttir |
|
Helgi Sigurður Haraldsson |
Eyrún Björg Magnúsdóttir |
|
Ásta Stefánsdóttir |