128. fundur bæjarráðs
128. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 21. febrúar 2013 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Íris Böðvarsdóttir, áheyrnarfulltrúi, B-lista, varamaður, Andrés Rúnar Ingason, áheyrnarfulltrúi, V-lista.
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar |
||
1. |
1301007 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar |
|
50. fundur haldinn 13. febrúar |
||
-liður 5, 1203068 - Aðgengi fatlaðra í íþróttahúsi Vallaskóla og BES. Bæjarráð samþykkir fjárveitingu vegna verkefnisins, kostnaði 9,5, mkr, er vísað til viðauka við fjárhagsáætlun. Fundargerðin staðfest. |
||
|
||
2. |
1301011 - Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar |
|
2. fundur haldinn 13. febrúar |
||
Fundargerðin staðfest. |
||
|
||
Fundargerðir til kynningar |
||
3. |
1301266 - Fundargerð stjórnar SASS |
|
464. fundur haldinn 8. febrúar |
||
Fundargerðin lögð fram. |
||
|
||
4. |
1301198 - Fundargerð Skólaskrifstofu Suðurlands |
|
146. fundur haldinn 15. febrúar |
||
Fundargerðin lögð fram. |
||
|
||
Almenn afgreiðslumál |
||
5. |
1302098 - Erindi Ungmennafélags Íslands vegna landsmóta á næstu árum |
|
Bæjarráð lýsir yfir áhuga á að nýta íþróttamannvirki sveitarfélagsins til mótahalds í samstarfi við Ungmennafélag Íslands og felur íþrótta- og menningarnefnd að fjalla um erindi Ungmennafélags Íslands þar sem auglýst er eftir umsóknum um að halda Landsmót UMFÍ 50+ árið 2015, Unglingalandsmót UMFÍ 2016 og Landsmót UMFÍ 2017 og 2021. |
||
|
||
6. |
1302079 - Erindi varðandi næturvakt í Grænumörk 5 |
|
Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar. Framkvæmdastjóra er falið að upplýsa bréfritara um ferli málsins. |
||
|
||
7. |
1209043 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - Matur og músík Tryggvagötu 40, beiðni um lengdan opnunar- og veitingatíma áfengis. |
|
Ekki eru forsendur til þess að breyta áður útgefnu leyfi til vínveitinga. Lengri opnunar- og veitingatími áfengis samræmist ekki gildandi deiliskipulagi, eins og áður hefur komið fram. |
||
|
||
8. |
1301401 - Beiðni Brunavarna Árnessýslu og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um snjómokstur við Björgunarmiðstöðina |
|
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmda- og veitustjórn að útfæra þjónustuna. |
||
|
||
9. |
1302097 - Styrkbeiðni - útgáfa ritsins Fíkniefni og forvarnir, handbók fyrir heimili og skóla |
|
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu. |
||
|
||
10. |
1203221 - Beiðni atvinnuveganefndar Alþingis um umsögn um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða |
|
Lagt fram. |
||
|
||
11. |
1302137 - Beiðni Kómedíuleikhússins um samning um leiksýningar í skólum í Árborg |
|
Bæjarráð sér sér ekki fært að ganga til samninga um verkefnið. |
||
|
||
Erindi til kynningar |
||
12. |
1301276 - Skýrsla Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um yfirferð og leiðréttingar mæligagna, mælingar á Norðlingaholti, Hellisheiði og í Hveragerði |
|
Skýrslan, sem Heilbrigðiseftirlit Suðurlands sendi bæjarráði skv. beiðni þess, var lögð fram. Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum um niðurstöður mælinga. |
||
|
||
13. |
1302094 - Kynning Símans á ljósnetslagningu á Eyrarbakka og Stokkseyri |
|
Bæjarráð fagnar áformum Símans um lagningu ljósnets á Eyrarbakka og Stokkseyri. |
||
|
||
14. |
1301099 - 27. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2013 |
|
Lagt fram til kynningar. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:15.
Eyþór Arnalds |
|
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
Eggert V. Guðmundsson |
|
Íris Böðvarsdóttir |
Andrés Rúnar Ingason |
|
Ásta Stefánsdóttir |