Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


30.11.2017

128. fundur bæjarráðs

128. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018 haldinn fimmtudaginn 30. nóvember 2017 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi, D-lista Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Eyrún Björg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, boðaði forföll. Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1.   1701029 - Fundargerðir íþrótta- og menningarnefndar 2017
  34. fundur haldinn 8. nóvember
  Fundargerðin staðfest.
     
Fundargerðir til kynningar
2.   1704015 - Fundargerðir hverfisráðs Stokkseyrar 2017 2-1704015
  Fundur haldinn 14. nóvember
  -liður 2, lengja gangstétt við Hásteinsveg 5, erindið hefur verið tekið fyrir og er á framkvæmdaáætlun. -liður 3, gangbraut við Kjartanshús, bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar enda varðar málið umferðarskipulag. -liður 4, póstburður, bæjarráð hefur áður sent erindi á Íslandspóst og Póst- og fjarskiptastofnun vegna slælegrar póstdreifingar á Stokkseyri. Erindið verður ítrekað, ásamt því sem óskað verður eftir upplýsingum um póstdreifingu í Árborg. -liður 5, stigi á sjóvarnagarð, bæjarráð felur framkvæmda- og veitusviði að líta á stigann. -liður 7, ofkeyrsla á strætó, athugasemdir við aksturslag strætó sem hafa borist sveitarfélaginu eru sendar Strætó jafnharðan, ábendingunni verður komið á framfæri við Strætó bs. -liður 8, fjölga hraðahindrunum, bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar enda varðar málið umferðarskipulag. -liður 9, Þuríðargarður, bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og veitustjórnar. -liður 10, lagfæra staur við pípuhlið, bæjarráð vísar erindinu til Vegagerðarinnar. -liður 11, lausaganga hunda, skv. samþykktum sveitarfélagsins er lausaganga hunda bönnuð. -liður 12, söfnun í brennu, reglum um söfnun í brennu hefur verið komið á framfæri á facebook síðum og í tilkynningu á heimasíðu sveitarfélasgins. Mikilvægt er að farið sé að reglum til að sveitarfélagið geti fengið leyfi til að halda brennu á áramótum. -liður 13, hundagerði, bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og veitustjórnar. -liður 14, lóð við Heiðarbrún 10, bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og veitusviðs. -liður 15, malbik og lýsing á Fjörustíg, bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og veitustjórnar.
     
3.   1711252 - Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands 2017 3-1711252
  Aðalfundur HES haldinn 19. október
  Fundargerð lögð fram.
     
Almenn afgreiðslumál
4.   1711179 - Styrkbeiðni - forvarnarstarf SAMAN-hópsins 2018 4-1711179
  Beiðni SAMAN-hópsins dags. 1. nóvember, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við forvarnarstarf fyrir árið 2017
  Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og menningarnefndar.
     
5.   1711220 - Styrkbeiðni - rekstur Aflsins Akureyri 2018 5-1711220
  Styrkbeiðni Aflsins, dags. 20. nóvember, þar sem óskað er eftir styrk til reksturs Aflsins
  Bæjarráð sér sér ekki fært að styrkja verkefnið.
     
6.   1709077 - Byggðakvóti fiskveiðiársins 2017-2018 6-1709077
  Niðurstöður frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 21. nóvember, um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2017/2018.
  Bæjarráð felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að gera drög að reglum um úthlutun byggðakvóta.
     
7.   1711218 - Styrkbeiðni - Snorraverkefnið 2018 7-1711218
  Erindi frá Snorrasjóði, dags. 20. nóvember, þar sem óskað er eftir stuðningi við framkvæmd Snorraverkefnisins á árinu 2018.
  Bæjarráð sér sér ekki fært að styrkja verkefnið.
     
8.   1609088 - Ljósleiðaravæðing sveitarfélaga
  Gögn frá Fjarskiptasjóði vegna styrks til ljósleiðaralagningar.
  Lögð var fram tilkynning Fjarskiptasjóðs um úthlutun styrks til lagningar ljósleiðara. Bæjarráð samþykkir að þiggja styrkinn og felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins og framkvæmda- og veitusviði að halda áfram vinnslu verkefnisins.
     
  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:05.  
Gunnar Egilsson   Kjartan Björnsson
Arna Ír Gunnarsdóttir   Helgi Sigurður Haraldsson
    Ásta Stefánsdóttir
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica