Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


12.2.2009

128. fundur bæjarráðs

128. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 12. febrúar 2009 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

 

Mætt: 
Jón Hjartarson, formaður, V-lista
Þorvaldur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, B-lista
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari

Eyþór Arnalds, D-lista, leitaði afbrigða til að taka á dagskrá bókun um opnun verslunar á Eyrarbakka. Var það samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

Almenn erindi

1. 0902015 - Athugasemdir eigenda Austurvegar 4 við staðsetningu umferðar- og upplýsingaskiltis við Austurveg 4

Bæjarráð felur bæjarritara að leita umsagnar lögreglu um staðsetningu stoppistöðva fyrir strætó við Austurveg


2. 0901197 - Tilfærsla 7. og 8. bekkjar úr Sunnulækjarskóla
Tillaga foreldra frá fundi 21.janúar.
Undirskriftalisti nemenda


Erindi lagt fram, bæjarráð þakkar hópnum aðkomu að málinu, afgreiðsla málsins kemur fyrir bæjarráð á næstunni.

3. 0812077 - Fyrirspurn um lóð við Heiðarbrún

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar umhverfis- og skipulagsnefndar og framkvæmda- og veitusviðs.

4. 0902026 - Beiðni um breytingu á leigusamningi um landið Lágteig landnr. 166147

Bæjarráð óskar upplýsinga frá starfsmönnum á umhverfis- og skipulagssviði fyrir næsta fund.

5. 0902028 - Tillaga að samningi við Hestamannafélagið Sleipni vegna uppbyggingar reiðhallar á hesthúsasvæðinu á Selfossi

Lögð voru fram drög að samningi við Hestamannafélagið. Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarritara að ganga frá samningnum í samræmi við umræður á fundinum.

6. 0602010 - Afsal Búgarðabyggðar ehf vegna lands í Tjarnarbyggð, land nr. 202539 og 215375.

Bæjarráð staðfestir afsalið.

7. 0902084 - Opnun verslunar á Eyrarbakka

Eyþór Arnalds, D-lista, lagði til að bókað yrði:
Bæjarráð óskar Eyrbekkingum og aðstandednum Vesturbúðar til hamingju með áfangann. Ánægjulegt er að verslunarrekstur skuli aftur hafinn á Eyrarbakka.

Var það samþykkt samhljóða.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:30

Jón Hjartarson                                    
Þorvaldur Guðmundsson
Eyþór Arnalds
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica