128. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
|
128. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, haldinn fimmtudaginn 16.mars 2006 kl. 16:00 í Rauðahúsinu Eyrarbakka. |
|
Mættir: |
|
|
Þorvaldur Guðmundsson |
Gylfi Þorkelsson |
|
Torfi Áskelsson |
Arnar Freyr Ólafsson |
|
Ásbjörn Ó. Blöndal, veitustjóri |
Páll Leó Jónsson |
|
Rósa Sif Jónsdóttir, sem ritaði fundargerð |
|
|
|
|
Gestir:Einar Njálsson bæjarstjóri,Guðmundur Þorsteinsson, Þorfinnur Snorrason,Jón Tryggvi Guðmundsson og Páll Kristinsson.
Frá ÍSOR: Guðni Axelsson, Magnús Ólafsson og Árni Hjartarson
Formaður lagði fram breytingu á dagskrá sem var samþykkt.
|
Dagskrá: |
|
1. |
Skýrsla um neysluvatnfölun; næstu skref. |
|
|
Áætlun um frekari virkjanir hitaveitu við Ósabotna. |
|
|
Guðni Axelsson fór yfir vinnu ÍSOR fyrir Selfossveitur og Vatnsveitu Árborgar að undanförnu og í gegnum árin.
Magnús Ólafsson greindi frá helsur niðurstöðum úr efnaeftirliti á jarðhitasvæði Selfossveitna.
Guðni Axelsson fjallaði um afkastagetu jarðhitakerfis í Ósabotnum. Guðni talaði einnig um virkjanir að Ósabotnum í fjarveru Kristjáns Sæmundssonar og sett fram hugmyndir Kristjáns að frekari jarðhitavinnslu þar.
Árni Hjartarson fjallaði að lokum um stöðu neysluvatnsvinnslu á vatnsveitusvæðum Vatnsveitu Árborgar og virkjanamöguleika til öflunar vatns í framtíðinni. |
|
2. |
Húsnæðismál Austurvegi 67. |
||
|
|
Formaður lagði fram tillögu framkvæmdastjóra um húnsnæðismál að Austurvegi 67. Sjá tillögu
Tillaga:
Til að mæta allra brýnustu þörfinni samþykkir stjórn framkvæmda- og veitusviðs að leggja til við bæjarstjórn að hafist verði handa nú þegar við hönnun viðbygginga við núverandi iðnaðar – og skrifstofuálmur sem taki til um 230 fermetra stækkun á iðnaðarálmu og um 95 fermetra stækkun á skrifstofu og þjónustuálmu. Jafnframt verði leyst úr skorti á bílastæðum. Viðbyggingarnar verði í útlitshönnun eins og byggingarálmurnar sem fyrir eru og verði þær stækkaðar til austurs. Áætlaður byggingarkostnaður er 50 mkr. Viðbyggingarnar verði tilbúnar sumarið 2007. Framkvæmdastjóri
Tillagan var samþykkt samhljóða. |
||
|
3. |
Önnur mál. |
||
|
|
Engin |
|
|
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 18:10 |