Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


19.2.2009

129. fundur bæjarráðs

129. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 19. febrúar 2009 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

Mætt:J
Jón Hjartarson, formaður, V-lista
Þorvaldur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, B-lista
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari

Dagskrá:

Fundargerðir til staðfestingar:

1. 901098 - Fundargerð fræðslunefndar
1.fundur haldinn 12.febrúar


-liður 5, 0808021, húsnæðismál Sunnulækjarskóla. Málið verður afgreitt formlega þegar starfshópur um stefnumótun leggur fram afgreiðslu sína.
Bæjarráð staðfestir fundargerðina.

Fundargerðir til kynningar:

2. 0901067 - Fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands
112.fundur haldinn 9.febrúar


Lagt fram.

Almenn erindi

3. 0902055 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um beiðni 800 Bar um lengdan opnunartíma um páska

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.

4. 0902090 - Tillaga fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu um breytingu á skiptingu framlaga vegna rekstrar BÁ

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins og felur bæjarstjóra að afla frekari gagna.

5. 0902089 - Tillaga stjórnar Brunavarna Árnessýslu um breytingu á rekstrarfyrirkomulagi slökkvitækjaþjónustu

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins og felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga.

6. 0902088 - Boð um kynningu á starfsemi Brunavarna Árnessýslu

Bæjarráð þakkar boðið og felur bæjarstjóra að vera tengiliður varðandi tímasetningu fundar.

7. 0902026 - Leigusamningur um landið Lágteig landnr. 166147, beiðni um breytingu á skilmálum leigusamnings
Áður á dagskrá 12.febrúar sl.


Bæjarráð hafnar erindinu.

8. 0902015 - Erindi eigenda Austurvegar 4 um staðsetningu stoppistöðvar fyrir strætó við Austurveg
Áður á dagskrá 12.febrúar sl.


Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar umhverfis- og skipulagsnefndar.

9. 0902104 - Tillaga um sölu landspildna

Lagt var til að leitað yrði kauptilboða í neðangreindar landspildur:
Borg II, 6 ha
Borg III, 14 ha
Stóra-Hraun IV, 3,5 ha
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Erindi til kynningar

10. 0902078 - Bréf Samgönguráðuneytisins um hlutdeild ríkissjóðs í húsaleigubótum

Lagt fram. Bæjarráð leggur áherslur á að ríkið standi að fullu við skuldbindingar samningsins miðað við þá hlutfallskiptingu sem gert er ráð fyrir í honum og að það sé ótækt að skuldbindingar ríkisins lendi á sveitarfélögunum.

11. 0709082 - Tilkynning frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um framlög vegna lengdrar viðveru fatlaðra barna 2008.

Lagt fram.

 

12. 0902048 - Upplýsingar um 23. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2009

Lagt fram.

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:35

Jón Hjartarson                         
Þorvaldur Guðmundsson
Eyþór Arnalds                         
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica