Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


28.2.2013

129. fundur bæjarráðs

129. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 28. febrúar 2013  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista, Helgi S. Haraldsson, áheyrnarfulltrúi B-lista, boðaði forföll.

Ásta Stefánsdóttir,  framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. 

Formaður leitaði afbrigða á að taka á dagskrá tilboð í Hulduhól 2 á Eyrarbakka. Var það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

Dagskrá: 

Fundargerðir til kynningar

1.

1302152 - Fundargerð KÍ og Félags leikskólakennara og samstarfsnefndar 2013

 

91. fundur haldinn 16. janúar

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

2.

1302217 - Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga

 

162. fundur haldinn 12. febrúar

 

Lagt fram.

 

   

3.

1203112 - Fundargerð stjórnar Sandvíkurseturs ehf

 

11. fundur haldinn 14. febrúar

 

Lagt fram.

 

   

4.

1302226 - Fundargerð fagráðs Brunavarna Árnessýslu

 

1. fundur haldinn 20. febrúar

 

Lagt fram.

 

   

Almenn afgreiðslumál

5.

1009240 - Tillaga um afturköllun hundaleyfis

 

Bæjarráð samþykkir að afturkalla leyfi til hundahalds vegna hunda með skráningarnúmerin 710, 711, 712 og 713. Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að tilkynna eiganda hundanna að hundarnir verði fjarlægðir 2. apríl nk.

 

   

6.

1302196 – Beiðni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um umsögn - frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna

 

Svo sem fram kemur í minnisblaði sem tekið hefur verið saman af starfsmönnum Sambands íslenskra sveitarfélaga eru mörg álitaefni í frumvarpinu. Bæjarráð telur frest sem sveitarfélögum er gefinn til að fjalla um málið allt of stuttan.

 

   

7.

1302187 – Beiðni HSK um upplýsingar vegna úttektar á stuðningi sveitarfélaga við aðildarfélög

 

Lagt fram.

 

   

8.

1302148 - Tilboð í Hulduhól 2, Eyrarbakka

 

Bæjarráð samþykkir að gera gagntilboð að fjárhæð 10,8 mkr.

 

   

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:50.

 

Eyþór Arnalds

 

Sandra Dís Hafþórsdóttir

Eggert V. Guðmundsson

 

Þórdís Eygló Sigurðardóttir

Ásta Stefánsdóttir

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica