Fundargerðir til staðfestingar |
1. |
1701029 - Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar |
|
35. fundur haldinn 6. desember |
|
-liður 2, 1711179 styrkbeiðni SAMAN-hópsins, forvarnastarf. Bæjarráð samþykkir styrk að fjárhæð kr. 50.000.
Fundargerðin staðfest. |
|
|
|
2. |
1701027 - Fundargerð fræðslunefndar |
|
38. fundur haldinn 7. desember |
|
Fundargerðin staðfest. |
|
|
|
Fundargerðir til kynningar |
3. |
1702104 - Fundargerð stjórnar SASS |
|
526. fundur haldinn 10. nóvember |
|
Lagt fram. |
|
|
|
4. |
1702015 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga |
|
854. fundur haldinn 24. nóvember |
|
Lagt fram. |
|
|
|
5. |
1703106 - Fundargerðir stjórnar Bergrisans bs. |
|
28. fundur haldinn 19. september
29. fundur haldinn 19. október
30. fundur haldinn 20. nóvember
Lokaskýrsla - Úttekt á rekstri og skipulagi |
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
Almenn afgreiðslumál |
6. |
1711280 - Tilnefning fulltrúa í heilsuverndarteymi
6-1711280 |
|
Breyting á fulltrúum fræðslusviðs í heilsuverndarteymi. |
|
Bæjarráð samþykkir að Lucinda Árnadóttir verði aðalmaður í heilsuverndarteymi Árborgar og að Hrund Harðardóttir verði varamaður. Einnig er samþykkt að Anný Ingimarsdóttir verði teymisstjóri. |
|
|
|
7. |
1712022 - Tækifærisleyfi - herrakvöld Karlakórs Selfoss
7-1712022 |
|
Beiðni Sýslumannsins á Selfossi, dags. 1. Desember, þar sem óskað er eftir umsögn um tímabundið áfengisleyfi í félagsheimili Karlakórs Selfoss. |
|
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. |
|
|
|
8. |
1712023 - Beiðni um vilyrði fyrir lóðinni Víkurheiði 1
8-1712023 |
|
Beiðni frá Eimskip ehf, dags. 1. desember, þar sem óskað er eftir 6 mánaða vilyrði fyrir lóð nr. 1 við Víkurheiði undir starfsemi Eimskips/Flytjanda á Selfossi. |
|
Helgi S. Haraldsson, bæjarfulltrúi B-lista, vék af fundi.
Bæjarráð samþykkir að veita vilyrði fyrir lóðinni til 6 mánaða. |
|
|
|
9. |
1712121 - Beiðni um vilyrði fyrir lóðinni Víkurheiði 1
9-1712121 |
|
Beiðni frá Byggingarfélaginu Hamri ehf, dags. 11. desember, þar sem óskað er eftir vilyrði fyrir lóð nr. 1 við Víkurheiði. |
|
Bæjarráð hafnar beiðni um vilyrði þar sem þegar hefur verið veitt vilyrði fyrir lóðinni, sbr. lið nr. 8, skv. umsókn sem barst hinn 1. desember sl. Bæjarráð felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að ræða við umsækjanda um aðra lóð á svæðinu fyrir starfsemi hans. |
|
|
|
10. |
1712060 - Stefna og viðbragðsáætlun vegna eineltis og kynferðislegrar áreitni
10-1712060 |
|
Erindi frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. nóvember, þar sem sveitarfélög eru hvött til að taka þátt í umræðunni um kynferðisofbeldi og áreiti og hvernig koma má í veg fyrir slíkt. |
|
Bæjarráð samþykkir að hefja vinnu við að endurskoða aðgerðaráætlun Sveitarfélagsins Árborgar gegn einelti, ofbeldi og kynferðislegri og kynbundinni áreitni sem gildir frá 2014 til 2018. Jafnframt hvetur bæjarráð stjórnendur til að kynna áætlunina og viðbragðsáætlun rækilega fyrir öllu starfsfólki. |
|
|
|
11. |
1712059 - Skýrsla - forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands
11-1712059 |
|
Erindi frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. nóvember, um skýrslu nefndar um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. |
|
Bókunin var lögð fram. Bæjarráð tekur undir bókunina og ítrekar að samráð verði haft við sveitarfélögin varðandi skipulagsvald sveitarfélaga og heðbundna nýtingu lands. |
|
|
|
12. |
1712045 - Vernd og endurheimt votlendis
12-1712045 |
|
Erindi frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 4. desember, þar sem sveitarfélög eru hvött til að vernda og endurheimta votlendi. |
|
Bókunin var lögð fram. |
|
|
|
13. |
1712070 - Rekstrarleyfisumsögn - gisting í íbúðum
13-1712070 |
|
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 5. desember, þar sem óskað er eftir umsögn um nýtt rekstrarleyfi gisting í flokki II á Eyrarbraut 47, Stokkseyri |
|
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið, enda samræmist það aðalskipulagi lóðarinnar. |
|
|
|
14. |
1712058 - Forvarnarverkefni um lífsstíl og heilbrigði - SÍBS Líf og heilsa
14-1712058 |
|
Styrkbeiðni frá SÍBS, dags. 4. desember, þar sem óskað er eftir styrk í forvarnarverkefni. |
|
Bæjarráð samþykkir að leggja til húsnæði fyrir mælingarnar. |
|
|
|
15. |
1712062 - Fyrirspurn - stefna í flokkun og losun sorps innan stofnana Árborgar
15-1712062 |
|
Fyrirspurn frá umhverfisnefnd Vallaskóla, dags. 20. nóvember, þar sem spurt er um stefnu í flokkun og losun sorps innan stofnana Árborgar. |
|
Bæjarráð þakkar erindið og lýsir yfir ánægju með áhuga og vilja umhverfisnefndar Vallaskóla. Bæjarráð vísar til tölvupósts sem sendur var forstöðumönnum stofnana í júlí sl. þar sem leiðbeint var um hvernig skal snúa sér ef ruslagámar fyrir flokkaðan úrgang eru ekki nægilega margir eða stórir. Einnig voru sendar upplýsingar um hvernig skal flokka, þ.e. að pappír, pappi, plast og málmar fari í bláu tunnuna. Í byrjun næsta árs verður sérstök kynning í öllum stofnunum sveitarfélagsins þar sem farið verður yfir leiðir til að ná betri árangri í flokkun. |
|
|
|
16. |
1707234 - Hönnun útivistarsvæða miðsvæðis á Selfossi - undirbúningur framkvæmda
16-1707234 |
|
Skipan í starfshóp um hönnun útivistarsvæða á Selfossi. |
|
Lögð var fram eftirfarandi tillaga:
Auglýst hefur verið eftir tilboðum í hönnun útivistarsvæða miðsvæðis á Selfossi, þ.e. Sigtúnsgarðs, Tryggvagarðs, róluvallar við Heiðarveg og jaðarsvæði á milli Kirkjuvegar og Sigtúns, meðfram Engjavegi.
Lagt er til að skipaður verði samráðshópur sem fundi með hönnuði tvisvar til þrisvar á verktímanum. Að auki verði opinn íbúafundur með n.k. þjóðfundarsniði snemma í ferlinu.Lagt er til að hópurinn verði þannig samsettur:
Einn fulltrúi hverfisráðs Selfoss
Tveir fulltrúar ungmennaráðs Árborgar
Einn fulltrúi öldungaráðs Árborgar
Einn fulltrúi framkvæmda- og veitusviðs
Einn fulltrúi íþrótta- og menningarnefndar
Bragi Bjarnason og Ásta Stefánsdóttir starfi með hópnum.
Fulltrúar hátíðarhaldara (Sumars á Selfossi og Kótelettunnar) verði jafnframt boðaðir á fund.
Tillagan var samþykkt samhljóða, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, verði einnig í hópnum. |
|
|
|
17. |
1712113 - Greining á valkostum - uppbygging á leikskólaplássum í Árborg
17-1712113 |
|
Minnisblað frá VSÓ ráðgjöf um greiningu á valkostum um uppbyggingu á leikskólaplássum í Árborg |
|
Bæjarráð vísar minnisblaðinu til fræðslunefndar og framkvæmda- og veitustjórnar. |
|
|
|
18. |
1712114 - Viljayfirlýsing um uppbyggingu leiguíbúða
18-1712114 |
|
Undirbúningur að viljayfirlýsingu um samstarf um uppbyggingu leiguíbúða. |
|
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að gera tillögu að viljayfirlýsingu um samstarf við Bjarg, íbúðafélag, um uppbyggingu leiguíbúða og leggja fyrir bæjarráð. |
|
|
|
19. |
1712115 - Menntaverðlaun Suðurlands 2017
19-1712115 |
|
Óskir um tilnefningu til Menntaverðlauna Suðurlands 2017 |
|
Bæjarráð vísar erindinu til fræðslustjóra. |
|
|
|