12. fundur landbúnaðarnefndar
12. fundur landbúnaðarnefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn mánudaginn 22. september 2008 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:00
Mætt:
Björn Harðarson, formaður, B-lista (B)
Þorsteinn Ólafsson, nefndarmaður V-lista (V)
Þorsteinn G. Þorsteinsson, nefndarmaður D-lista (D)
Grétar Zóphóníasson, starfsmaður
Dagskrá:
- 1. 0805099 - Landskipting á landspildu úr Hólum
Fyrirhugað er skipting spildunnar Hólar lóð 1 land nr. 216-306 út úr jörðinni Hólum land nr. 165-547.
Umrædd spilda er 11,9 ha. Ekkert greiðslumark fylgir landsspildunni. Eftir skiptin verður jörðin Hólar 118,0 ha.
Landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd við landaskiptin.
Erindi til kynningar:
- 2. 0809002 - Erfðarleigusamningar úr gildi fallnir.
14 erfðarleigusamningar vegna landspildna á Eyrarbakka falla úr gildi á þessu ári og hefur viðkomandi aðilum sem nýtt hafa löndin verið tilkynnt þar um bréflega. Jafnframt var vakin athygli þeirra á að ef óskað væri eftir áframhaldandi leigu yrði að sækja um það til nefndarinnar. Samkvæmt fyrri ákvörðun var litið svo á aðhér væri frekar um endurnýjun á eldri samningi að ræða og þar af leiðandi væri viðkomandi lönd ekki auglýst.
Tilkynningar - 3. 0805153 - Refa- og minkaveiðar 2007-2008
Uppgjörstímabil refa- og minkaveiða er 1/9 til 31/8 ár hvert.
Síðastliðið vor var ráðinn veiðimaður til grenjavinnslu starfaði hann á tímabilinu júní og júlí. Vann hann þrjú greni og var afrakstur hans 9 fullorðin dýr og 10 hvolpar.
Alls veiddust í sveitarfélaginu á uppgjörstímabilinu 52 minkar, 24 fullornir refir og 10 yrlingar.
Til Kynningar.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17.00
Björn Harðarson
Þorsteinn Ólafsson
Þorsteinn G. Þorsteinsson
Grétar Zóphóníasson