13. fundur íþrótta- og tómstundanefndar
13. fundur íþrótta- og tómstundanefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn mánudaginn 11. febrúar 2008 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15
Mætt:
Gylfi Þorkelsson, formaður, S-lista
Margrét Magnúsdóttir, nefndarmaður V-lista
Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður B-lista (B)
Grímur Arnarson, nefndarmaður D-lista (D)
Andrés Sigurvinsson, verkefnisstjóri íþrótta-, forvarna- og menningarmála
Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi
Formaður bauð nýráðinn íþrótta- og tómstundafulltrúa Braga Bjarnason velkominn til starfa svo og Margréti Magnúsdóttur, sem verður aðalmaður V lista í íþrótta- og tómstundanefnd og varamaður hennar verður Sædís Ósk Harðardóttir sbr. samþykkt frá 28. fundi bæjarstjórnar Árborgar, sem haldinn var 28. janúar sl.
Samþykkt er með atkvæðum fulltrúa S,B,og V lista að Margrét Magnúsdóttir verði varaformaður nefndarinnar. Fulltrúar D lista situr hjá.
Starfsmenn Ræktar ehf. þeir Sigurður Guðmundsson, Sigurður Þorsteinsson og Valdimar Gunnarsson komu á fundinn vegna 6. máls. Þeir viku af fundi að máli loknu.
Andrés Sigurvinsson, verkefnisstjóri ritaði fundargerð.
Dagskrá:
•1. 0801009 - Fimleikaakademía FSu og Umf. Selfoss
ÍTÁ þakkar fimleikadeild UMFS erindið og lýsir yfir ánægju sinni með framtakið. ÍTÁ felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að gera greinagerð um málið og hafa til samanburðar rekstur annarra akademía FSu, sem eru starfræktar innan sveitarfélagsins og í samvinnu við það. Greinargerðin og tillögur skulu lagðar fyrir næsta fund ÍTÁ.
•2. 0802001 - Gjaldskrá fyrir sundstaði 2008.
ÍTÁ samþykkir tillöguna með atkvæðum fulltrúa B, S og V lista. Fulltrúi D lista greiddi atkvæði gegn tillögunni.
•3. 0801109 - Opna Norðurlandamótið fyrir U16 landslið kvenna 2008
ÍTÁ samþykkir fyrir sitt leyti að veita leyfi fyrir notkun gervigrasvallar fyrir Norðurlandamót U16 landsliðs kvenna í knattspyrnu dagana 30. júní og 1. júli 2008, að fengnu samþykki og samráði við UMFS. ÍTÁ felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna málið áfram.
•4. 0801092 - 13. unglingalandsmót UMFÍ 2010
Fulltrúi D lista ber fram eftirfarandi tillögu: ÍTÁ leggur til við bæjarstjórn að send verði inn umsókn vegna Unglingalandsmóts UMFÍ 2010. Greinargerð: Það væri mikil lyftistöng fyrir bæjarfélagið og góður undirbúningur fyrir Landsmótið 2012 að takast á við þetta stóra og verðuga verkefni. Tillagan borin undir atkvæði. Fulltrúi D lista samþykkir og fulltrúar V, B og S lista eru á móti.
Bókun frá fulltrúum meirihluta: Á þessari stundu er ekki vitað hvernig framkvæmdum við íþróttavallarsvæðið við Engjaveg verði háttað og hvernig þær munu gagna vegna undirbúnings fyrir Landsmót 2012. Því er ekki tímabært að ákveða það nú að sækja um að halda Unglingalandsmót 2010 hér.
•5. 0712019 - Undirbúningur að gerð forvarnastefnu 2007
ÍTÁ tilnefnir Grím Arnarson, formann ÍTÁ,í samstarfshóp um forvarnir (stóri hópurinn). Samþykkt samhljóða.
•6. 0706074 - Endurskoðun á íþrótta- og tómstundastefnu Sv. Árborgar
Starfsmenn Ræktar ehf. skiluðu skýrslu og fylgiskjölum og kynntu efni hennar. ÍTÁ þakkar starfsmönnum Ræktar ehf., og þeim fjölmörgu sem að þessari vinnu hafa komið, kærlega fyrir þeirra framlag. ÍTÁ samþykkir af fela íþrótta- og tómstundafulltrúa, í samráði við verkefnisstjóra, að skrifa drög að nýrri íþrótta- og tómstundastefnu Sveitarfélagsins Árborgar á grundvelli þeirra tillagna sem fram koma í skýrslunni, og leggja fyrir nefndina.
Sömuleiðis leggur ÍTÁ til við bæjarráð að íþrótta- og tómstundafulltrúa verði falið í samráði við bæjarstjóra að skipuleggja og boða til almenns kynningarfundar um niðurstöður.
Erindi til kynningar:
•7. 0802017 - Endurbætur og viðgerðir, Zelzíus 2008
ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og lýsir ánægju sinni með fyrirhugaðar endurbætur og fagnar sérstaklega að aðgengi fatlaðra að félagsmiðstöðinni skuli bætt og að aðstöðu fyrir yngri hljómsveitarmeðlimi verði komið í framtíðarhorf.
•8. 0801056 - Ráðningar forstöðumanna íþróttamannvirkja í Sveitarfélaginu Árborg
Verkefnisstjóri upplýsti að Gunnar Guðmundsson f.v. forstöðumaður Vallaskóla hafi fært sig um set og tekið við starfi forstöðumanns íþróttamannvirkja Sunnulækjarskóla og í hans stað hafi Bergur T. Sigurjónsson verið ráðinn forstöðumaður íþróttamannvirkja Vallaskóla. Ragnar Sigurjónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður íþróttamannvirkja Stokkseyrar í stað Jóhannesar Bjarnasonar sem hverfur til annarra starfa. ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og þeim sem láta af störfum velunnin störf um leið og nýir einstaklingar eru boðnir velkomnir til starfa.
•9. 0709011 - Ungmennahús Árborgar - Pakkhúsið
Verkefnisstjóri upplýsti að Magnús Matthíasson, kennari, verði frá og með 1. apríl ráðinn tímabundið til að vinna að undirbúningi og skipulagningu að rekstri Ungmennahúss, sem staðsett verður í Pakkhúsinu sbr. mál no.4. frá 12. fundi ÍTÁ. Fyrirhugað er starfsemi ungmennahúss hefjist á hausti komandi.
•10. 0801053 - Kynning - húseignir á Eyrarbakka
ÍTÁ þakkar Fasteignafélaginu Eyrarbakki ehf. upplýsingarnar.
•11. 0801025 - Afþreyingarstarfsemi á Ströndinni
ÍTÁ fagnar framtakinu og þakkar upplýsingarnar.
•12. 0711122 - Upplýsingar um styrki frá Menningarráði Suðurlands
ÍTÁ þakkar upplýsingar og hvetur stofnanir og einstaklinga til að kanna möguleika á að sækja um til hverskonar starfsemi sem flokkast undir úthlutunarreglur sjóðanna. Verkefnisstjóri minnti menn og á að umsóknafrestur úr Pokasjóði rynni út í byrjun mars.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:15
Gylfi Þorkelsson
Margrét Magnúsdóttir
Helgi Sigurður Haraldsson
Grímur Arnarson
Andrés Sigurvinsson
Bragi Bjarnason