13. fundur lista- og menningarnefndar
13. fundur lista- og menningarnefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn miðvikudaginn 30. janúar 2008 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15
Mætt:
Andrés Rúnar Ingason, formaður, V-lista (V)
Sigrún Jónsdóttir, nefndarmaður B-lista (B)
Már Ingólfur Másson, nefndarmaður S-lista (S)
Kjartan Björnsson, nefndarmaður D-lista (D)
Þórir Erlingsson, nefndarmaður D-lista (D)
Andrés Sigurvinsson, verkefnisstjóri íþrótta-, forvarna- og menningarmála
Margrét Ásgeirsdóttir formaður stýrihóps um drög að menningarstefnu fyrir Sveitarfélagið Árborg mætti á fundinn. Hún vék af fundi að loknu 1. máli.
Fundargerð ritaði Andrés Sigurvinsson verkefnisstjóri íþrótta- forvarna- og menningarmála.
Dagskrá:
1. 0708079 - Stýrihópur um menningarstefnu Árborgar 2007
LMA þakkar formanni stýrihóps og nefndarmönnum mikla og góða vinnu sem og öllum þeim er komu á kynningarfundi og þeim er lögðu hópnum lið á einn eða annan hátt. Greinargerð hópsins og fundargerðir lagðar fram.
LMA leggur til við bæjarráð að drögin að menningarstefnu fyrir Sveitarfélagið Árborg verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða.
2. 0801097 - Vor í Árborg 2008
Verkefnisstjóri upplýsti að þegar væri hafinn undirbúningur að Vori í Árborg 2008 í samræmi þeirra umræðna sem átt hafa sér stað í LMA. Hátíðarhöldin verði sérstaklega vegleg í ár þar sem 10 ára afmæli Sveitarfélagsins Árborgar fer í hönd. Ætlunin er að kalla eftir hugmyndum frá almenningi með sama hætti og verið hefur með fyrri hátíðir. Svo og hefði verið gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2008 að ráðinn verði sérstakur starfsmaður til að vinna að undirbúningi og skipulagningu VÁ í samráði við verkefnisstjóra og LMÁ. Auk þess hefur verið rætt um gefa út sérstakt afmælisrit.
LMÁ felur verkefnisstjóra að auglýsa sem fyrst eftir hugmyndum frá almenningi sem og að ganga frá ráðningu starfsmanns. Einnig leggur nefndin til að Vor í Árborg verði haldið dagana 8. maí - 18. maí. Jafnframt leggur LMA til við bæjaryfirvöld að sérstakt afmælisrit verði gefið út og að ritstjóri verði ráðinn að verkinu.
Samþykkt samhljóða.
3. 0710106 - Gerð þjónustusamnings við Markaðsstofu Suðurlands ehf.
Í framhaldi af kynningarfundi varðandi Markaðsstofu Suðurlands og af þeim gögnum sem liggja frammi á fundinum er niðurstaða LMÁ þessi:
LMA telur að þarna sé á ferðinni mjög áhugavert verkefni sem styrkt geti menninguna og ferðaþjónustuna á Suðurlandi. Nefndin telur að til að sem bestur árangur náist í svona verkefni þurfi meginþorri sveitarfélaga á Suðurlandi að vera með og /eða að koma að þessu máli.
Nefndin telur mikilvægt að sveitarfélagið standi vel að kynningar- og ferðaþjónustumálum hvort sem valin verði leið sem þessi eða ekki.
Erindi til kynningar:
4. 0709111 - Menningarhús
Verkefnisstjóri upplýsti að verið væri að leita tilboða hjá tveim háskólum varðandi samninga um þarfagreiningu og almenna úttekt á menningarmálum sveitarfélagins skv. bókun bæjarráðs.
LMA þakkar upplýsingarnar og leggur áherslu á að verkinu verði hraðað sem mest og niðurstöður liggi fyrir ekki seinna en í byrjun maí 2008 sé þess nokkur kostur.
5. 0801053 - Kynning - húseignir á Eyrarbakka
LMA þakkar upplýsingar frá Fasteignafélaginu Eyrarbakki ehf.
6. 0801025 - Afþreyingarstarfsemi á Ströndinni
LMA þakkar upplýsingar frá Safaris ehf og fagnar framtakinu.
7. 0706074 - Endurskoðun á íþrótta- og tómstundastefnu Sv. Árborgar
Verkefnisstjóri upplýsti að á næstu dögum myndu starfsmenn Ræktar ehf skila af sér niðurstöðum vinnu sinnar. Skýrslan verðu síðar kynnt á fundi fyrir almenning. LMÁ þakkar upplýsingarnar.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:50
Andrés Rúnar Ingason
Sigrún Jónsdóttir
Már Ingólfur Másson
Kjartan Björnsson
Þórir Erlingsson
Andrés Sigurvinsson