Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


25.10.2007

13. fundur umhverfisnefndar

13. fundur umhverfisnefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn miðvikudaginn 24. október 2007  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:15

Mætt:
María Hauksdóttir, formaður, B-lista (B)
Soffía Sigurðardóttir, nefndarmaður S-lista (S)
Jóhann Óli Hilmarsson, nefndarmaður V-lista (V)
Elfa Dögg Þórðardóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Björn Ingi Gíslason, nefndarmaður D-lista (D)
Siggeir Ingólfsson, starfsmaður

Elfa Dögg Þórðardóttir leitaði afbrigða. Var það samþykkt.
1. Tillaga.

Umhverfisnefnd felur yfirverkstjóra umhverfisdeildar að taka út leikvöllinn í leikskólanum Árbæ varðandi lélegt frárennsli vatns af vellinum. Í framhaldi af því verði gerðar viðeigandi ráðstafanir til að þurrka upp svæðið.

Greinargerð:
Lítið , eða illa hefur verið jarðvegsskipt á útisvæði leikskólans og í rigningum myndast miklir polla sem endalaust verður að fylla upp í með sandi til að koma í veg fyrir slys, því eins og þekkt er þarf ekki mikið vatn né djúpt til að stofna börnum í hættu. Þetta hefur leitt til þess að útisvæðið hefur mikið látið á sjá þar sem sandi hefur verið dreift yfir græn svæði sem og völlinn allan.
Var þessi tillaga samþykkt samhljóða.

2. Umhverfisnefnd felur yfirverkstjóra umhverfisdeildar að gera nú þegar umbætur í samstarfi við forsvarsmenn Hótel Selfoss, Subway, Pulsuvagninn og Sambíóin varðandi fjölgun ruslatunna á bílastæði og í nágrenni.

Greinargerð:
Mikið rusl er víða á þessu svæði þar sem fólk leggur bílum sínum á þessum stað, snæðir skyndibita og henda margir umbúðum svo út um bílglugga. Ásjóna miðbæjarins er því fjarri lagi að vera fögur við slíkar aðstæður og gera þarf úrbætur strax.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Þess má geta að tillaga þess efnis var á dagskrá fundar umhverfisnefndar þann 18.október 2006, eða fyrir sléttu ári síðan. Verkinu skal lokið fyrir lok nóvember.

Nefndin fagnar því að lögregluyfirvöld skuli beita viðurlögum vegna slæmrar umgengni. Nefndin hvetur íbúa til góðrar umgengni.

Elfa Dögg Þórðardóttir kom með eftirfarandi bókanir:

Þann 4. Apríl 2007 var eftirfarandi samþykkt í umhverfisnefnd:

1. 0703170
Mengunarmælingar á Selfossi -

„Umhverfisnefnd beinir því til bæjarráðs að leitað verði eftir samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands um mælingar á loftmengun við stærstu umferðargötur á Selfossi'
Svo virðist sem bæjarráð hafi hunsað álit nefndarinn í þessu máli, en mjög mikilvægt er að fyrir liggi niðurstöður mengunarmælinga til að hægt sé að bregðast við mengun sem fer yfir viðmiðunarmörk við ákveðnar aðstæður. Þess ber að geta að mikið er af gangandi vegfarendum á þessu svæði, ungabörn í vögnum, leikskóli og skóli.
Siggeir yfirverkstjóri upplýsti nefndarmenn um það að honum var falið af bæjarráði að leita samstarfs við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands að vinna að málinu. Og er það í vinnslu.

Bókun:
Þann 20. Desember s.l. var uppbygging Kajakaferða á svæði við Löngudæl til umfjöllunar, en síðan þá hefur málið ekki enn komið inn á borð nefndarinnar. Mikilvægt er að leysa mál fyrirtækja í Árborg með faglegum hætti og skilvirkum þar sem þau verða að geta reitt sig á stjórnsýslu sveitarfélagsins varðandi grunnþætti í sínum rekstri. Það getur því reynst slæmt fái þau ekki úrlausn sinna mála og leitt til mikils fjárhagslegs tjóns.

Dagskrá:

1. 0709137 - Staðardagskrá 21 og sjálfbær þróun - ráðgjöf

Umhverfisnefnd leggur til að sveitarfélagið Árborg tileinki sér hugmyndafræði staðardagskrár 21 og stuðla þar með að sjálfbærri þróun samfélagsins á heimavísu og heimsvísu.

Greinargerð.

Staðardagskrá 21 er áætlun sem öllum sveitarstjórnum heimsins er ætlað að gera í samræmi við ályktun Heimsráðstefnu sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun í Ríó de Janeiro 1992. Staðardagskrá hefur sjálfbæra þróun að markmiði sem tryggir komandi kynslóðum viðunandi lífsskilyrði

S21 er einnig ætlað, auk umhverfismála, að taka tillit til efnahagslegra og félagslegra þátta og er því velferðaráætlun.

Unnið verði í samráði við íbúana eins og S21 gerir ráð fyrir og meðlimir umhverfisnefndar móti skref í samráði við stjórnendur S21 á Íslandi. Umhverfisnefnd fari einnig á námskeið þau sem í boði eru vegna þessa. Staðardagskrá 21 er langt ferli sem tekur áraraðir að móta og lýkur í raun aldrei. Sveitarfélagið Árborg er vel til þess fallið að tileinka sér aðferðir þessar sem verða íbúum þess til hagsbóta í alla staði.

2. 0710083 - Umhverfisstefna Árborgar 2007

Umhverfisstefna Árborgar var lögð fram. Nefndin ákvað að taka hana til endurskoðunar og stefnt er að því að ljúka þeirri vinnu í janúar.

3.  0707018 - Umhverfisþing á vegum umhverfisráðuneytisins

Nefndarmenn ræddu það sem fram kom á ráðstefnunni.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:15

María Hauksdóttir                               
Soffía Sigurðardóttir
Jóhann Óli Hilmarsson            
Elfa Dögg Þórðardóttir
Björn Ingi Gíslason                              
Siggeir Ingólfsson

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica