Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


14.2.2007

13. fundur bæjarstjórnar

 

13. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010, haldinn miðvikudaginn 14. febrúar 2007 kl. 17.00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Jón Hjartarson, varaforseti                V listi,
Helgi S. Haraldsson                             B listi, varamaður Margrétar K. Erlingsdóttur
Kristín Eiríksdóttir                                B listi, varamaður Þorvaldar Guðmundssonar
Ragnheiður Hergeirsdóttir                  S listi,
Gylfi Þorkelsson                                  S listi, 
Þórunn Jóna Hauksdóttir                    D listi
Snorri Finnlaugsson                            D listi
Grímur Arnarson                                 D listi, varamaður Eyþórs Arnalds
Elfa D. Þórðardóttir                            D listi

 

Auk þess situr fundinnÁsta Stefánsdóttir, bæjarritari, sem ritar fundargerð.

 

Dagskrá:

 

I.  Fundargerðir:

 

1. a)   27. fundur bæjarráðs - 0606096                          frá 11.01.07

 

2.  a) 0701035
Landbúnaðarnefnd                                                           frá 05.01.07

 

b) 0701055
Skólanefnd                                                                       frá 08.01.07

 

c) 0701012
Félagsmálanefnd                                                               frá 08.01.07

 

d) 0606112
Skipulags- og byggingarnefnd                                           frá 11.01.07    

 

e) 28. fundur bæjarráðs                                                    frá 18.01.07

 

3. a)0701062
Leikskólanefnd                                                                  frá 17.01.07

 

b) 29. fundur bæjarráðs                                                    frá 25.01.07

 

4.  a) 0701117
Menningarnefnd                                                                frá 22.01.07

 

b) 0701068
Skipulags- og byggingarnefnd                                           frá 25.01.07

 

c)  0701118
Íþrótta- og tómstundanefnd                                               frá 25.01.07

 

d) 30. fundur bæjarráðs                                                     frá 01.02.07

 

5. a)  0607075
Umhverfisnefnd                                                                frá 01.02.07

 

b)31. fundur bæjarráðs                                                     frá 08.02.07

 

Liður 1a) 7. mál á dagskrá bæjarráðs -  0412036 Tillaga að breytingum á reglum um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur í Sveitarfélaginu Árborg, var tekin til afgreiðslu þar sem mótatkvæði hafði komið fram í bæjarráði við afgreiðslu málsins.

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun:

 

Meirihluti S-, V- og B-lista ákvað 29.12 2006 að fresta gildistöku sérstakra húsaleigubóta frá 1. jan. til 1. feb. 2007 með þeim rökum að það væri óábyrg fjármálastjórnun að hefja greiðslur á nýjum útgjaldalið um áramót. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna því að meirihlutinn tekur tillit til mótmæla fulltrúa D-lista og greiðir bæturnar frá 1. janúar. Tilkoma sérstakra húsaleigubóta, sem settar voru á í tíð meirihluta B- og D-lista, er mikilvægt úrræði fyrir þá sem þær þurfa að þiggja.

 

Afgreiðsla bæjarráðs var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum fulltrúa D-lista.

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls vegna 8. og 9. máls á dagskrá bæjarráðs.

 

11. mál, Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu:

 

Kostnaður vegna þverfaglegs vinnuhóps og bygginganefndar BES.

 

Við öll verk er rétt að gera verkáætlun og kostnaðaráætlun. Þannig var t.d. gerð verkáætlun fyrir þverfaglega vinnuhópinn vegna Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri og kostnaðaráætlun eftir að bæjarfulltrúi D-lista kallaði eftir henni. Þannig er eðlilegt að áætla fjölda funda bygginganefndar BES og þar með kostnað við nefndina. Til að sýna ábyrga fjármálastjórn leggjum við því til að kostnaðaráætlun vegna bygginganefndar BES verði gerð og lögð fyrir bæjarráð.

 

Óskað var eftir fundarhléi og var það veitt.

 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

11. mál, Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:
Samkvæmt svari við spurningu bæjarfulltrúa D-lista er kostnaður vegna þverfaglegs vinnuhóps vegna nýbygginga við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri rúmar 1.300.000,- Við spyrjum: Dregst þessi fjárhæð frá fjármunum eyrnamerktum nýbyggingu BES? Mun kostnaður vegna bygginganefndar BES dragast af sömu fjármunum?

 

Liður 2a) umsögn heilbrigðisnefndar um gjaldskrá vegna hundahalds var lögð fram.

 

Snorri Finnlaugsson, D-lista, tók til máls.

 

Tillaga að gjaldskrá vegna hundahalds var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

Liður 2a) umsögn heilbrigðisnefndar um gjaldskrá vegna kattahalds var lögð fram. Tillaga að gjaldskrá vegna kattahalds var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

Liður 2b) 1. og 2. mál á dagskrá skólanefndar.

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu:
Þverfaglegur vinnuhópur vegna nýbygginga Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri hefur nú skilað yfirgripsmikilli skýrslu. Ljóst er að ýmislegt í henni rekst á það sem bygginganefnd BES var áður búin að ákveða. Við leggjum til að bæjarstjórn beini því til bygginganefndarinnar að taka fullt tillit til óska þeirra sem fram koma í skýrslunni og miði vinnu sína við þær.

 

Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls og lagði til að tillögunni yrði vísað frá þar sem skýrslan hefur ekki borist til bæjarráðs og því ekki tímabært að taka afstöðu til þessa máls.

 

Frávísunartillagan var samþykkt með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum fulltrúa D-lista.

 

Liður 2 d) - mál 16 a) og c) á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar.

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls.

 

Liður 2 e) -7. mál,Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:

 

Hverjar voru niðurstöður viðræðna bæjarstjóra og framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs við forsvarsmenn JÁ-verks vegna viðbyggingar viðSundhöll Selfoss?

 

Grímur Arnarson, D-lista, ogRagnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tóku til máls.

 

Liður 2 e) - 8. og 10. mál, Snorri Finnlaugsson, D-lista,Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, ogGylfi Þorkelsson, S-lista, tóku til máls. 

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun:
Í 48. gr. samþykkta um stjórn Sveitarfélagsins Árborgar kemur fram að bæjarráð fer með framkvæmdavald. Það er því eðlilegt að sýna þeim sem reka mál fyrir bæjarráði tilhlýðilega virðingu með því að ráðið fjalli um mál sem til þess er beint. Í sömu grein er kveðið á um að bæjarráð undirbúi og leggi fram fjárhagsáætlun í samráði við bæjarstjóra. Þetta eru hvort tveggja dæmi um verk sem bæjarráðsfulltrúar fá greitt fyrir að sinna. Vinna þeirra er án efa skilvirk þar sem bæjarráðsfulltrúar eru bara þrír. Við óskum því eftir að framvegis virki bæjarráð eins og til er ætlast samkvæmt samþykktum um stjórn Árborgar - og góðri stjórnsýslu.

 

Óskað var eftir fundarhléi, var það veitt.

 

Gylfi Þorkelsson, S-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun:

 

Meirihluti bæjarstjórnar fagnar stefnubreytingu sjálfstæðismanna frá því sem var í meirihlutatíð þeirra fyrstu sex mánuði kjörtímabilsins. Meirihluti B, S og V-lista er fús til að skoða breytt vinnulag bæjarráðs Árborgar.

 

Snorri Finnlaugsson, D-lista, tók til máls.

 

Óskað var eftir fundarhléi, var það veitt.

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun bæjarfulltrúa D-lista:
Bæjarfulltrúar D-lista eru vinnufúst fólk og tilbúið að vinna vel og dyggilega í þágu Árborgarbúa. Bæjarfulltrúar D-lista hafa því frumkvæði að því að gera þær breytingar sem þarf svo stjórnsýslan sé skilvirkari.

 

Liður 3 b) -1a, liður 6. Innritunarreglur í leikskólana, Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun:
Nú er ákveðið af meirihluta bæjarstjórnar að halda því inni í innritunarreglum að börn eldri en tveggja ára fái vist á leikskóla. Fyrir kosningar voru þó loforð á listum flokkanna um að miða skyldi lágmarksaldur vegna vistunar á leikskóla við 18 mánuði. Það er huggun harmi gegn að það á að gerast á kjörtímabilinu. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja að sú regla gildi strax og munu ganga eftir því að þetta verði að veruleika.

 

Liður 4 c)Gylfi Þorkelsson, S-lista, tók til máls og lýsti því yfir að hann fagni blómlegu starfi í félagsmiðstöðinni.

 

Grímur Arnarson, D-lista, tók til máls og tók undir orð Gylfa.

 

Liður 4d) 4. mál á dagskrá bæjarráðs - 0609044 Félagslegar leiguíbúðir - tillaga um að fresta áformum um sölu á félagslegum leiguíbúðum um óákveðinn tíma, var tekin til afgreiðslu þar sem mótatkvæði hafði komið fram í bæjarráði við afgreiðslu málsins.

 

Afgreiðsla bæjarráðs var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum  gegn fjórum atkvæðum fulltrúa D-lista.

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði bæjarfulltrúa D-lista:
Með því að selja þær 8 íbúðir sem eftir eru af þeim 11 sem ráðgert var að selja myndi sveitarfélagið losa fé upp á a.m.k. 50 milljónir þegar búið er að draga áhvílandi skuldir frá söluverði íbúðanna, fyrir utan það fé sem sparast þegar íbúðirnar verða teknar úr rekstri sveitarfélagsins. Þeim fjármunum er betur varið til ýmissa annarra brýnna verkefna í þágu íbúa Árborgar fremur en að binda þá í fasteignum. Við greiðum því atkvæði gegn því að fresta sölu félagslegra íbúða.

 

Óskað var eftir fundarhléi, var það veitt.

 

Liður 4 d) mál b) og c) Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun:
Í 50. gr. samþykkta um stjórn Sveitarfélagsins Árborgar er það á ábyrgð formanna nefnda að kalla saman fundi. Síðasti fundur framkvæmda- og veitustjórnar var 29.11’06 og ekki hefur verið haldinn fundur í stjórninni frá því nýr meirihluti tók við. Við mótmælum þessari óvirðingu við málefni sem bíða úrlausnar nefndarinnar og fólk og fyrirtæki sem reka mál hjá framkvæmda- og veitustjórn. Við mótmælum líka ólöglegri fundarboðun til nefndarmanna í framkvæmda- og veitustjórn þar sem ekki hafði verið leitað samþykkis fyrir því að boða fund í tölvupósti. Nýlega féll álit félagsmálaráðuneytis í þessa veru vegna ólöglegrar boðunar á fund Héraðsnefndar Árnesinga en fundarboðandi þar er sá sami og ber ábyrgð á fundarboðum framkvæmda- og veitustjórnar.

 

Bæjarfulltrúar D-lista.

 

Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls og óskaði eftir að bókað yrði að hún vakti athygli á fundargerð 136. fundar, frá 29.01.2007, þar sem fram kemur að fundinum var frestað án þess að nokkurt mál væri tekið fyrir.

 

Snorri Finnlaugsson, ogÞórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tóku til máls.

 

Liður 5b) Kristín Eiríksdóttir, B-lista, vék af fundi á meðan 3. mál á dagskrá bæjarráðs - 0702004 Mótmæli í tilefni af lokun deildar á leikskólanum Hulduheimum- var tekið fyrir.

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun varðandi 3. mál:

 

Lokun deildar á Hulduheimum.

 

Leikskólinn Hulduheimar var vígður í desember 2006 og nú er meirihluti V-, S- og B-lista búinn að loka þar einni deild. Út frá faglegu sjónarmiði er rangt að loka deild á Hulduheimum þar sem bestu aðstæður eru til staðar. Á meðan eru tugir barna í bráðabirgðahúsnæði og tugir til viðbótar sækja leikskóla sem eru á undanþágum. Út frá rekstrarlegu sjónarmiði er rangt að loka deild á Hulduheimum en halda áfram að setja fé í bráðabirgðalausnir í úrelt húsnæði Ásheima og Glaðheima. Réttast er að bjóða núverandi og tilvonandi nemendur Ásheima og Glaðheima og í bráðabirgðahúsnæði velkomna í Hulduheima.

 

Liður 5b) 6. mál á dagskrá bæjarráðs – 0701156 Uppsögn á hluta leigusamnings í tengslum við skiptingu Veitunnar í tvö beitarhólf, lagt til að bæjarstjórn fresti staðfestingu málsins þar sem fram hafa komið nýjar upplýsingar sem benda til þess að unnt verði að hafa aðkomu að Veitunni 2 með öðrum hætti en landbúnaðarnefnd leggur til. Bæjarstjóra er falið að ræða við landbúnaðarfulltrúa og framkvæmdastjóra Framkvæmda- og veitusviðs vegna málsins.

 

Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls.

 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

5 b)  liður 10, 0508068 Samkeppni um miðbæjarskipulag

 

Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun fulltrúa D-lista:
Þann 13. febrúar 2007 var haldinn rýnifundur á vegum Arkitektafélags Íslands þar sem farið var á mjög faglegan hátt yfir allar tillögur úr samkeppni um miðbæjarskipulag á Selfossi. Við lýsum undrun okkar á því að enginn fulltrúi frá meirihluta bæjarstjórnar Árborgar mætti á fund um þetta stóra skipulagsmál í sveitarfélaginu. Einungis tveir mættu frá Selfossi og voru þeir báðir bæjarfulltrúar D-listans.

 

Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista,Grímur Arnarson, D-lista, ogGylfi Þorkelsson, S-lista, tóku til máls.

 

Óskað var eftir fundarhléi, var það veitt.

 

Snorri Finnlaugsson, D-lista, og Jón Hjartarson, V-lista, tóku til máls.

 

Óskað var eftir fundarhléi, var það veitt.

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista,Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista,Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista ogGrímur Arnarson, D-lista, tóku til máls.

 

Fundargerðirnar voru bornar upp að undanskildum þeim málum sem þegar hafa verið borin undir atkvæði á fundinum og samþykktar samhljóða.

 

II. Önnur mál

 

1. 0701013
Svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista, frá 10.01.07 um uppbyggingu eða rekstur hjúkrunar- og/eða þjónusturými fyrir aldraða í Hagalandi og afstöðu meirihlutans til málsins.

 

Svar:
Í samræmi við samþykkt bæjarráðs frá 18. janúar s.l. þá funduðu fulltrúar meirihlutans með stjórnarformanni og framkvæmdastjóra Eignarhaldsfélagsins Kögunarhóls þann 25. janúar s.l.  Forsvarsmenn Kögunarhóls gerðu á fundinum grein fyrir áhugaverðum áformum um uppbyggingu þjónustu fyrir aldraða í Hagalandi. Þeim var kynnt sú afstaða meirihlutans að þar sem fyrir liggur undirrituð viljayfirlýsing á milli sveitarfélagsins og Fossafls ehf. um stækkun þjónustumiðstöðvar aldraðra við Grænumörk 5 og aðstöðu fyrir hjúkrunarheimili þá væru ekki upp áætlanir á vegum sveitarfélagsins um frekari uppbyggingu slíkrar þjónustu að svo stöddu.  Verði breytingar á forsendum viljayfirlýsingarinnar þá mun þessi afstaða verða endurskoðuð.

 

Meirihluti B, S og V-lista.

 

Óskað var eftir fundarhléi, var það veitt.

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls
Við lýsum yfir undrun vegna afstöðu meirihlutans því enginn samningur hefur verði gerður um uppbyggingu eða rekstur hjúkrunar- og/eða þjónusturýmis fyrir aldraða. Brýnt er að hefja nú þegar uppbyggingu þessarar þjónustu.  Því ber að skoða alla möguleika sem í boði eru með hagsmuni aldraðra að leiðarljósi.

 

20612021
Svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista, frá 10.01.2007 varðandi launagreiðslur til bæjarstjóra í janúar 2007.

 

Svar:
Samanlagður launakostnaður sveitarfélagsins vegna þriggja bæjarstjóra í janúar 2007 var kr. 4.147.300 -.

 

 3. 0701152
Leyfi Þórunnar Jónu Hauksdóttur frá störfum í bæjarráði

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls og óskaði eftir að bókað yrði:
Vegna anna annars staðar hef ég beðið um leyfi frá bæjarráði 1. febrúar til 1. mars 2007. Þennan mánuð starfa ég áfram og sæki fundi í grunnskólanefnd, framkvæmda- og veitustjórn og bæjarstjórn. Leyfið er afgreitt með þessum formlega hætti því ég mun að sjálfsögðu ekki þiggja laun fyrir vinnu sem ég inni ekki af hendi.

 

Lagt er til aðÞórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, taki á ný sæti  í bæjarráði frá 1. mars n.k. er umbeðnu leyfi hennar frá störfum líkur, Snorri Finnlaugsson, D-lista verði varamaður hennar frá sama tíma. Jafnframt falli niður frá sama tíma kjör Snorra sem aðalmanns í bæjarráði og kjör Elfu Daggar Þórðardóttur, D-lista, sem varamanns.

 

Samþykkt samhljóða.

 

4. 0610043
Tillaga bæjarfulltrúa D-lista um breytingar á sveitarfélagamörkum

 

Snorri Finnlaugsson, D-lista, tók til máls og fylgdi svohljóðandi tillögu úr hlaði:
Tillaga frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins um breytingar á sveitarfélagamörkum

 

Með bréfi til Sveitarfélagsins Árborgar dags. 17.10.2006 liggur fyrir beiðni frá eigendum og öllum kosningabærum íbúum Laugardæla um að sveitarfélagamörkum verði breytt þannig að Laugardælir verði í Sveitarfélaginu Árborg.

 

Bæjarstjórn lýsir yfir vilja sínum til þess að það geti orðið og felur bæjarráði að vinna nú þegar að málinu.

 

Greinargerð:
Í bréfi eigenda og íbúa Laugardæla koma fram margvísleg rök fyrir beiðni þeirra.  Ekki er vafi á því að það er skipulagslega til hagsbóta fyrir sveitarfélagið að jörðin Laugardælir færist yfir í Árborg.  Eins mun það auðvelda alla uppbyggingu á svæðinu sem fyrirhuguð er og yrði til þess að gera opinbera þjónustu betri og heildstæðari þar sem jörðin liggur að svo stórum  þéttbýliskjarna sem Selfoss er.  Það er því skoðun okkar að þau rök sem tilgreind hafa verið kalli á að bæjarstjórn Árborgar lýsi nú þegar vilja sínum til þess að sveitarfélagamörkum verði breytt og unnið verði að því að jörðin Laugardælir verði í Sveitarfélaginu Árborg.

 

Gylfi Þorkelsson, S-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi frávísunartillögu:

 

Frávísunartillaga vegna tillögu um breytingar á sveitarfélagamörkum.

 

Mál þetta er í eðlilegum farvegi innan stjórnsýslu sveitarfélagsins og því er lagt til að tillögunni verði vísað frá.

 

Meirihluti B, S og V lista

 

Frávísunartillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum fulltrúa D-lista.

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði sínu.
Það er eðlilegt að öll bæjarstjórnin sé upplýst um hvað “eðlilegur farvegur innan stjórnsýslu sveitarfélagsins” þýðir. Þetta er mikilvægt mál eins og önnur og því mikilvægt að allir viti um málið.

 

Snorri Finnlaugsson, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði sínu.

 

5. 0701025
Tillaga bæjarfulltrúa D-lista um dagdeild fyrir alzheimersjúklinga í samstarfi   við Félag aðstandenda alzheimersjúklinga (FAAS) og aðkoma nágrannasveitarfélaga.

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls og fylgdi svohljóðandi tillögu úr hlaði:

 

Dagdeild fyrir alzheimersjúklinga í samstarfi við Félag aðstandenda alzheimersjúklinga (FAAS) og aðkoma nágrannasveitarfélaga

 

Bæjarstjórn samþykkir að bæjarstjóri kanni vilja nágrannasveitarfélaga um aðkomu þeirra að því að koma á laggirnar dagdeild fyrir alzheimersjúklinga. Ennfremur samþykkir bæjarstjórn að bæjarstjóri komi á formlegum viðræðum milli bæjarráðs og FAAS um rekstur dagvistunar fyrir alzheimersjúklinga í Árborg.

 

Greinargerð:
Meirihluti D- og B-lista hafði á prjónunum samstarf við Félag aðstandenda alzheimersjúklinga (FAAS) um rekstur dagdeildar fyrir alzheimersjúklinga. Á bæjarstjórnarfundi 10.1 lögðu bæjarfulltrúar D-lista fram tillögu um að samstarf yrði að veruleika. Meirihluti B-, S- og V-lista höfnuðu tillögunni. Á bæjarstjórnarfundi 24. janúar ítrekuðu bæjarfulltrúar D-lista tillöguna. Enn var henni hafnað. Ekki er gert ráð fyrir þessu í fjárhagsáætlun 2007, þrátt fyrir óskir bæjarfulltrúa D-lista þar að lútandi. FAAS hefur biðlað til sveitarfélagsins um samstarf, oftar en einu sinni – nú síðast 2. febrúar. Bæjarfulltrúar D-lista styðja beiðni FAAS um samstarf og leggja til formlegar viðræður við FAAS. Ennfremur leggjum við til að bæjarstjóri kanni vilja nágrannasveitarfélaga um aðkomu að verkefninu. Málið er afar brýnt út frá mannúðarsjónarmiði en einnig út frá rekstrarlegu sjónarmiði fyrir sveitarfélögin.

 

Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi frávísunartillögu:

 

Frávísunartillaga meirihlutans
Bæjarstjóri vinnur þegar að málinu fyrir hönd sveitarfélagsins eins og áður hefur komið fram á bæjarstjórnarfundum og málið er í farvegi.  Meirihlutinn hefur fullan hug á að komið verði á fót dagdeild af þessu tagi í Árborg og hefur það margoft komið fram.  Lagt er til að tillögunni verði vísað frá þar sem ekki er tímabært að gera frekari samþykktir í málinu.

 

Meirihluti B, S og V lista

 

Frávísunartillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum fulltrúa D-lista.

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, gerði grein fyrri atkvæði sínu.

 

Það er eðlilegt að allir fulltrúar bæjarstjórnar séu upplýstir um mál sem til hennar er beint.

 

6. 0610096
Tillaga bæjarfulltrúa D-lista um byggingu leikskóla í Leirkeldu í Suðurbyggð á Selfossi í einkaframkvæmd.

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls og fylgdi svohljóðandi tillögu úr hlaði:

 

Bygging leikskóla í Leirkeldu í Suðurbyggð á Selfossi í einkaframkvæmd

Bæjarstjórn samþykkir að fara strax í viðræður við verktaka um byggingu leikskóla í Leirkeldu í Suðurbyggð á Selfossi. Miðað er við að leikskólinn sé tilbúinn til notkunar 15. janúar 2008. Verktaki fjármagnar verkið.

 

Greinagerð:
Yfir 50 börn á Selfossi, fædd 2005 – og verða því tveggja ára á þessu ári – bíða eftir vist á leikskóla. Börnin eiga að bíða til hausts þegar elsti árgangur leikskólanna fer í grunnskóla. Að auki eru tugir leikskólabarna í bráðabirgðahúsnæði. Annar eins fjöldi bætist við séu nemendur Ásheima og Glaðheima taldir með. Í heildina eru þetta langt yfir hundrað börn. Það er afar nauðsynlegt að fjöldi plássa í fullnægjandi húsi undir leikskólastarfsemi sé í samræmi við þörfina. Fyrrverandi meirihluti D- og B-lista hafði á prjónunum að opna leikskóla í Leirkeldu í upphafi árs 2008. Í samræmi við þann vilja voru boðin út og tilboð fengin  í hönnun og framkvæmdir við leikskóla í Leirkeldu. Það er búið að opna þessi tilboð og meta þau. Ekkert er því til fyrirstöðu að fara í viðræður við verktaka um að hefja strax framkvæmdir við nýjan leikskóla. Verktaki myndi fjármagna verkið og Sveitarfélagið Árborg byrja að greiða kostnað, þ.m.t. vexti, á árinu 2008.

 

Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi frávísunartillögu:

 

Meirihluti bæjarstjórnar Árborgar leggur til að tillögunni verði vísað frá.

 

Bygging leikskóla við Leirkeldu var boðin út í desember s.l. Nokkur tilboð bárust í verkið og er frestur til að taka afstöðu til tilboða ekki liðinn. Tillaga bæjarfulltrúa D-lista samræmist ekki þeim ferli sem málið er í nú þegar og er ekki framkvæmanleg í ljósi þess að umrætt útboð hefur þegar átt sér stað.  Bent skal á að tilgreint útboð var ákveðið af fyrri meirihluta, þar sem D listi átti fjóra fulltrúa af sex.

 

Meirihluti B, S og V-lista.

 

Frávísunartillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði sínu.

 

Það er rétt sem kemur fram í svari meirihlutans að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks vilja byggja leikskóla strax í samræmi við þörf.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 19:55 

 

Jón Hjartarson                                               
Helgi S. Haraldsson
Ragnheiður Hergeirsdóttir                               
Gylfi Þorkelsson
Kristín Eiríksdóttir                                          
Þórunn Jóna Hauksdóttir
Snorri Finnlaugsson     &nbsp


Þetta vefsvæði byggir á Eplica