13. fundur skipulags- og byggingarnefnd
13. fundur (aukafundur) var haldinn í Skipulags- og byggingarnefnd Árborgar föstudaginn 1. desember 2006 kl. 12:00 á skrifstofu Framkvæmda- og veitusviðs Árborgar Austurvegi 67, Selfossi.
Mætt:
Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður
Ármann Ingi Sigurðsson
Margrét Magnúsdóttir
Torfi Áskelsson
Þór Sigurðsson
Bárður Guðmundsson Skipulags- og byggingarfulltrúi.
Gústaf Adolf Hermannsson, ritaði fundargerð.
Dagskrá:
Mnr.0607050
1. Tillaga að deiliskipulagi Sigtúnsreits Selfossi.
Formaður leggur til að málinu verði frestað, þar sem umbeðin gögn sem meirihluti bæjarstjórnar hefur óskað eftir, hafa ekki enn borist.
Atkvæði voru greidd.
4 nefndarmenn greiddu atkvæði á móti. 1 atkvæði með.
Torfi Áskelsson og Margrét Magnúsdóttir óskuðu eftir að eftirfarandi verði bókað;
“Undirrituð lýsa undrun sinni á vinnubrögðum formanns skipulags og byggingarnefndar með þessa afgreiðslu, þessi aukafundur er boðaður með aðeins tveggja sólahringa fyrirvara, ástæðan er sú að afgreiða þurfti með hraði erindi frá Eðalhúsum vegna deiluskipulags á svo kölluðum Sigtúnsreit, síðan kemur það í ljós hér á fundinum að ekki er hægt að afgreiða erindið þar sem þau gögn sem liggja eiga fyrir fundinum til afgreiðslu þessa máls eru ekki til staðar.
Þetta ber ekki vott um góða stjórnsýslu og óskum við þess að þurfa ekki að taka þátt í svona hringlandahætti hér eftir”
Ármann Ingi Sigurðsson og Þór Sigurðsson óskuðu eftir því að eftirfarandi yrði bókað;
“Við undirritaðir teljum eðlilegt að ofangreint mál verði afgreitt úr skipulags- og byggingarnefnd nú þar sem málinu hefur verið margfrestað síðustu mánuði. Það er nauðsynlegt að eyða þeirri óvissu sem hefur ríkt um þetta mál nú uppá síðkastið”
Ármann Ingi Sigurðsson óskaði eftir að hlé yrði gert á fundinum.
Hlé var gert á fundinum kl:12:09 fundur hófst aftur 12:20
Tillaga til afgreiðslu frá Torfa Áskelssyni;
“ Undirritaðu leggur til að deiliskipulagstillögu að Sigtúnsreit verði vísað frá vegna ófullnægjandi gagna”
Samþykkt.
Með 4 atkvæðum, Ármanns Inga Sigurðssonar, Torfa Áskelsson, Margrétar Magnússdóttur og Þórs Sigurðssonar.
Elfa Dögg Þórðardóttir sat hjá .
Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður óskaði að eftirfarandi yrði bókað
“Formaður harmar að fulltrúar B-lista skulu greiða atkvæði gegn tillögu formanns, þar sem meirihluti í bæjarstjórn Árborgar hafði ákveðið að fara þessa sáttaleið í málinu.”
Einnig vildu hún að eftirfarandi kæmi fram á fundinum og óskaði eftir eftirfarandi yrði bókað:
“Svar við bókun Torfa Áskelssyni og Margrétar Magnúsdóttur
Formaður vill taka það fram að fleiri mál lágu fyrir fundinum, en deiliskipulags tillaga að Sigtúnsreit”
Mnr.0611166
2. Fyrirspurn um stækkun húsnæðis Húsasmiðju að Eyravegi 42 Selfossi.
Óskað er eftir fullnægjandi teikningum
3. Önnur mál.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 12:45
Elfa Dögg Þórðardótti
Margrét Magnúsdóttir
Torfi Áskelsson
Þór Sigurðss
Ármann Ingi Sigurðsson
Bárður Guðmundsson
Gústaf Adolf Hermannsson