Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


20.6.2007

13. fundur leikskólanefndar

 

13. fundur leikskólanefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 20.06.2007  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15

 

Mætt:
Sædís Ósk Harðardóttir, formaður, V-lista
Róbert Sverrisson, varaformaður, B-lista
Ásdís Sigurðardóttir, nefndarmaður D-lista
Ari B. Thorarensen, nefndarmaður D-lista
Sigurborg Ólafsdóttir, fulltrúi foreldra
Auður Hjálmarsdóttir, fulltrúi starfsmanna
Heiðdís Gunnarsdóttir, leikskólafulltrúi

 

Heiðdís Gunnarsdóttir, leikskólafulltrúi ritar fundargerð.

 

Dagskrá:

 

1. 0706046
Stöðugildi í leikskólum Árborgar 1. desember 2006 -

Stöðugildi í leikskólum Árborgar 1. desember 2006 voru 109 í vinnu með börnum, en í eldhúsum voru 9.46 stöðugildi. Tekið skal fram að 9 nýjar leikskóladeildir voru teknar í notkun á árinu, sex í leikskólanum Hulduheimum, ein viðbótardeild í Álfheimum og tvær í leikskólanum Árbæ.
Hlutfall þeirra sem starfa inni í leikskólunum með leikskólakennaramenntun og aðra uppeldismenntun var 39.34%. Auk þess er starfsfólk við ræstingar.
Tillaga:
Leikskólanefnd skorar á bæjaryfirvöld og leikskólastjóra að hvetja ófaglært starfsfólk leikskóla, sem hefur starfað í minnsta kost 1-2 ár hjá sveitarfélaginu, til að afla sér leikskólakennaramenntunar í fjarnámi. Jafnframt að standa við bakið á þeim á meðan námi þeirra stendur m.a. með að skerða ekki laun þeirra. Leikskólanefnd vísar til almennra reglna um leyfi starfsmanna Sveitarfélagsins Árborgar til náms samhliða starfi og um námsleyfi, sem samþykktar voru í bæjarráði 26. maí 2005
Greinagerð:
Eins og fram kemur í yfirliti yfir stöðugildi í leikskólum Árborgar frá 1. des. 2005 eru einungis 39.34% þeirra sem starfa í leikskólum með börnum með leikskólakennaramenntun og aðra uppeldismenntun.
Leikskólanefnd vekur athygli á því að í Leikskólastefnu sveitarfélagsins kemur fram: m.a. "- stuðlað skal að því að innan 5 ára verði a.m.k 60% þeirra starfsmanna sem vinna með börnunum leikskólakennarar"
Augljóst er að nú 4 árum eftir samþykkt leikskólastefnunnar næst þetta markmið ekki. En nefndin vekur aftur athygli á þeirri miklu fjölgun sem var á leikskóladeildum í sveitarfélaginu á síðasta ári.
Í Starfsmannastefnu sveitarfélagsins kemur fram að það sé mikilvægt fyrir sveitarfélagið að hafa á að skipa hæfu og metnaðarfullu starfsfólki sem vill þróast í starfi innan sveitfélagsins. Einnig kemur fram í Erindisbréfi leikskólanefndar að leikskólanefnd skuli hafa forystu um að tryggja öllum börnum dvöl í góðum leikskólum og kappkosta að ráðnir verði til starfa leikskólakennarar.
Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.

Erindi til kynningar:

 

a) 0705052
Upplýsingar um umhverfismál í leikskólum Árborgar -

Upplýsingar frá öllum leikskólum Árborgar varðandi umhverfismál,umhverfisstefnur og umhverfissáttmála. Allir leikskólar sveitarfélagsins eru með umhverfisstefnur og vinna samkvæmt þeim. Leikskólanefnd þakkar upplýsingarnar og mun notfæra sér þær síðar til nánari vinnu í umhverfismálum í sveitarfélaginu.

 

b) 0702009
Rannsókn á þekkingu leikskólastarfsfólks á Selfossi um ofbeldi og vanrækslu á börnum og upplýsingagjöf til barnaverndarnefnda -

Leikskólanefnd þakkar Söndru Vachon, leikskólakennara fyrir greinagóða rannsókn sem er lokaverkefni til B.Ed.- prófs í leikskólakennarafræðum. Leikskólanefnd sér tækifæri fyrir leikskólastjóra að nýta sér rannsóknina til að auka þekkingu starfsmanna á þessu máli.
Rannsóknin var gerð í fimm leikskólum á Selfossi og svöruðu 83 af 94 starfsmönnum, sem er mjög góð svörun.
Rannsóknin leiddi m.a. í ljós að starfsfólk leikskóla á Selfossi er ekki nægjanlega upplýst um tilkynningarskyldu sína til barnaverndarnefnda og er ekki undirbúið undir það hvernig á að greina og bregðast við ofbeldi eða vanrækslu á börnum. Gera má ráð fyrir að leikskólakennarar séu upplýstari um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og hvernig bregðast skuli við komi slíkt upp. 84.34% voru þeirrar skoðunar að það væri leikskólastjórans að tilkynna um vanrækslu eða ofbeldi á börnum og sýnir það að starfsmenn eru meðvitaðir um hvert á að snúa sér.
90.36% starfsmanna taldi sig vera í góðu sambandi við foreldra barnanna í leikskólunum sem skiptir mjög miklu máli fyrir börnin. Allir þátttakendurnir töldu það siðferðislega skyldu sína að tilkynna ofbeldi og vanrækslu á börnum.

 

c) 0706079
Ársskýrsla leikskóla Árborgar 2005- 2006, samantekt -

Leikskólafulltrúi kynnti Ársskýrslu leikskóla Árborgar, faglegt starf leikskólaárið 2005- 2006, en skýrslan er samantekt unnin úr ársskýrslum leikskólastjóra í sveitarfélaginu. Skýrsluna er hægt að nálgast á heimasíðu Árborgar.

 

d) 0705054
Mat á samstarfsverkefni Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri og leikskólanna Brimvers og Æskukots skólaárið 2006-2007 -

Mat á samstarfsverkefni skólanna kynnt. Það var mat kennara að heimsóknirnar gengu vel. Ákveðið var að hafa ákveðinn tengilið í Barnaskólanum sem sjái framvegis um tengingu við leikskólanna um verkefnið. Leikskólabörnin fóru í fjögur skipti í Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri.

 

e) 0703035
Dagforeldrar í Árborg -

1. desember 2006 voru 13 dagforeldrar í sveitarfélaginu og 50 börn í gæslu hjá þeim. Sveitarfélagið greiddi niður kr 20.000 á barn á mánuði eða samtals kr.9.488.075 fyrir árið 2006
Leikskólafulltrúi fór yfir reglugerð um dagvistun barna í heimahúsum.
Leikskólanefnd minnir á mikilvægi þess að virkt eftirlit sé með dagforeldum og þeim börnum sem hjá þeim dveljast sbr 4 grein reglugerðar um daggæslu barna í heimahúsum.

 

f) 0703059
Könnun - viðhorf foreldra til daggæslu -

9. mars var send út könnun til 47 foreldra barna sem voru með börn hjá dagforeldrum. Svarhlutfall var 44,68% eftir ítrekun. Þeir sem svöruðu voru mjög ánægðir eða frekar ánægðir, með dvölina hjá dagforeldrunum en ekki er hægt að fullyrða á neinn hátt hvernig foreldrum sem svöruðu ekki líkaði dvölin hjá dagforeldrunum. Leikskólanefnd lýsir vonbrigðum yfir lítilli svörun og telur niðurstöður ekki nægilega marktækar. Þessi könnun er liður í eftirliti með dagforeldrum. Leikskólafulltrúi og verkefnisstjóri félagslegrar ráðgjafar unnu könnunina.

 

g) 0703069
Fréttabréf frá leikskólum Árborgar 2007 -

Fréttabréf Álfheima í maí og júní, fréttabréf Brimvers í júní og fréttabréf Glaðheima í júní til kynningar.

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18.35

 

Sædís Ósk Harðardóttir                       
Róbert Sverrisson
Ásdís Sigurðardóttir                             
Ari B. Thorarensen
Sigurborg Ólafsdóttir                           
Auður Hjálmarsdóttir
Heiðdís Gunnarsdóttir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica