Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


30.10.2014

13. fundur bæjarráðs

13. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 30. október 2014 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Viðar Helgason, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá kauptilboð í Dranghóla 10. Var það samþykkt samhljóða. Dagskrá: 
Fundargerðir til kynningar
 1. 1403021 - Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands
  1. fundur haldinn 6. október
Fundargerðin staðfest.
Almenn afgreiðslumál
2.  1410087 - Erindi foreldra barna í 1. bekk Sunnulækjarskóla vegna vandkvæða við að koma börnum á íþróttaæfingar, dags. 13. október 2014
Bæjarráð vísar erindinu til starfshóps um frístundastarf og skólavistun.
 3. 1410085 - Beiðni, dags. 8. október 2014, um endurnýjun á samstarfssamningi Markaðsstofu Suðurlands og að samningsfjárhæð verði endurskoðuð
Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins þar sem vinna er í gangi við framtíðarskipulag kynningar- og ferðamála í sveitarfélaginu.
 4. 1410098 - Hugmynd um samstarf á sviði ferðamála lágsveita Árnessýslu, erindi dags. 14. október 2014
Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins þar sem vinna er í gangi við framtíðarskipulag kynningar- og ferðamála í sveitarfélaginu.
 5. 1410080 - Tillögur af aðalfundi Umf. Selfoss 2014
Lagt fram.
 6. 1410110 - Beiðni 101 Heims ehf, dags. 30. september 2014, um tækifærisleyfi - árlegt kvennakvöld Fróns, sótt um heimild til að hafa opið til kl. 04:30
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti opnunartíma til kl. 04 aðfaranótt 2. nóvember 2014.
 7. 1410075 - Beiðni forsætisráðuneytisins um upplýsingar um verðhækkanir á opinberum gjaldskrám og þjónustusamningum
Bæjarráð felur fjármálastjóra að svara erindinu.
 8. 1410089 - Erindi dags. í október 2014 varðandi úrbætur á ferlimálum á Engjavegi
Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og veitustjórnar.
 9. 1410133 - Beiðni umhverfis- og samgöngunefndar, dags. 17. október 2014, um umsögn - frumvarp til laga um vegalög, gjaldtaka af umferð o.fl., EES reglur
Bæjarráð Árborgar bendir á að ef breytingar á vegalögum leiða til þess að vegir sem hafa verið í umsjá Vegagerðarinnar færast til sveitarfélaga er nauðsynlegt að fjármagn til viðhalds veganna fylgi.
 10. 1410134 - Beiðni allsherjar- og menntamálanefndar, dags. 17. október 2014, um umsögn - frumvarp til laga um framhaldsskóla
Lagt fram.
 11. 1410161 - Beiðni allsherjar- og menntamálanefndar, dags. 23. október 2014, um umsögn um frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak o.fl.
Lagt fram.
 12. 1410166 - Beiðni velferðarnefndar Alþingis, dags. 24. október 2014, um umsögn - frumvarp til laga um sérhæfða þjónustumiðstöð, á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu heildarlög
Bæjarráð felur félagsmálastjóra að fara yfir frumvarpið.
 13. 1409065 - Byggðakvóti fiskveiðiársins 2014-2015, tilkynning atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 17. október 2014, um úthlutun
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta fyrir Sveitarfélagið Árborg. Ákvæði reglugerðar nr. 652/2014 gilda um úthlutun byggðakvóta Eyrarbakka með eftirfarandi viðauka/breytingum: a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið á tímabilinu 1. september 2013 til 31. ágúst 2014. b) 2. mgr. 4. gr. fellur brott. c) Ákvæði 1. og 2. málsl. 1. mgr. 6. gr. breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2014 til 31. ágúst 2015. Aflinn skal nema, í þorskígildum talið 1,5 földu magni, þess aflamarks sem þau fá úthlutað samkvæmt reglugerð þessari.Rökstuðningur: Ekki er hafnaraðstaða til löndunar afla á Eyrarbakka. Nauðsynlegt er því að veitt verði undanþága frá þeirri skyldu að afla sem fellur til á grundvelli byggðakvóta sé landað í viðkomandi byggðarlagi. Verði slík undanþága veitt verður fiskiskipum, sem fá byggðakvóta úthlutaðan, unnt að landa afla í öðrum höfnum. Megináhersla laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða og reglugerðar nr. 651/2014 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa er að styrkja atvinnusköpun innan byggðarlaga sem uppfylla tiltekin skilyrði með úthlutun byggðakvóta. Í sveitarfélaginu eru reknar fiskvinnslur, tvær á Stokkseyri og ein á Eyrarbakka. Fiskvinnslurnar eru allar litlar og sérhæfðar og því nauðsynlegt að heimilað verði að vinna aflann innan sveitarfélagsins til að koma í veg fyrir að byggðakvótinn falli niður. Bæjarráð óskar eftir að reglunum verði breytt á þann veg að ekki þurfi að skila tvöföldu magni til vinnslu, heldur verði miðað við stuðulinn 1,5. Ástæðan er sú að fiskvinnslurnar í Árborg eru sérhæfðar og litlar og vinna einkum ýsu. Erfitt er að fá ýsukvóta og því sýnt að útgerðirnar myndu lenda í vanda með að skila tvöföldu aflamarki til vinnslu.
 14. 1406103 - Hólar skólavistun - beiðni um aukningu á stöðugildi
Bæjarráð samþykkir aukningu sem nemur 50% stöðugildi.
 15. 1410193 - Kauptilboð, dags. 29. október 2014, Dranghólar 10 - lóð
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið og felur framkvæmdastjóra að ganga frá samningum.
Erindi til kynningar
 16. 1406051 - Nýsköpunarverðlaun 2015, kynning frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, dags. 2. október 2014
Lagt fram til kynningar.
 17. 1410090 - Beiðni frá Hagstofu Íslands um skiptingu Íslands í talningarsvæði, dags. 14. október 2014
Lagt fram til kynningar.
 18. 1410143 - Ályktanir af landsþingi Þroskahjálpar 2014
Lagt fram til kynningar.
 19. 1408177 - Samantekt frá hverfisráði Eyrarbakka um ásýnd Eyrarbakka
Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og veitustjórnar.
      Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:30.
Gunnar Egilsson Sandra Dís Hafþórsdóttir
Eggert V. Guðmundsson Helgi Sigurður Haraldsson
Viðar Helgason Ásta Stefánsdóttir
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica