Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


27.11.2011

13. fundur félagsmálanefndar

13. fundur félagsmálanefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn þriðjudaginn 29. nóvember 2011  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15

 

Mætt:
Ari B. Thorarensen, formaður, D-lista,
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður D-lista,
Þórdís Kristinsdóttir, nefndarmaður D-lista,
Sandra D. Gunnarsdóttir, nefndarmaður S-lista,
Margrét Magnúsdóttir, varamaður V-lista,
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir. félagsmálastjóri,

 


Kristbjörg Gísladóttir (V) boðaði forföll og varamaður hennar kom, Margrét Magnúsdóttir.

 

Formaður leitaði afbrigða til að taka trúnaðarmál inn á dagskrá og var það samþykkt samhljóða

 

Dagskrá:

 

1.  1111105 - Trúnaðarmál
 Trúnaðarmál fært í trúnaðarbók
   
2.  1010050 - Reglur um fjárhagsaðstoð
 Samþykkt með þremur atkvæðum fulltrúa D-lista, fulltrúar S- og V- lista greiddu atkvæði á móti.
   
3.  1111099 - Reglur um félagslega heimaþjónustu frá 2011
 Samþykkt með áorðnum breytingum, félagsmálastjóra falið að ganga frá breytingunum.
   
4.  0704103 - Akstursþjónusta eldri borgara 2007
 Samþykkt með þremur atkvæðum fulltrúum D-lista, fulltrúi V-lista sat hjá og fulltrúi S-lista greiddi atkvæði á móti.
   
5.  1111096 - Drög að reglum um dansleiki í Árborg
 Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
   
6.  1111006 - Styrkbeiðni - rekstur Kvennaathvarfsins fyrir 2012
 Félagsmálanefnd mælir með því að veittur verði styrkur til Kvennaathvarfsins.
   
7.  1111089 - Umsögn - tillaga til þingsályktunar um reglubundnar árlegar heimsóknir til eldri borgara í forvarnarskyni
 Félagsmálanefnd fagnar þinsályktunartillögu um reglubundnar árlegar heimsóknir til eldri borgara í forvarnarskyni.
   
8.  1111023 - Eftirlit með öryggi barna í daggæslu
 Lagt fram til kynningar.
   
9.  1102069 - Velferðarvaktin 2011
 Lagt fram til kynningar.
   
10.  1110156 - Styrkir vegna langveikra barna og barna með ADHD
 Lagt fram til kynningar.
   
11.  1111100 - Kynning á landsbyggðarverkefni vímulaus æska
 Félagsmálanefnd hvetur skóla og foreldrafélög til að fá kynningu á starfsemi Vímulausrar Æsku.
   

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:00

Ari B. Thorarensen
Ragnheiður Guðmundsdóttir
Þórdís Kristinsdóttir
Sandra D. Gunnarsdóttir
Margrét Magnúsdóttir
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica